Tónlist

Öfgarokk í Efstaleitinu

Cannibal Corpse - The Bleeding
Cannibal Corpse - The Bleeding
Þrátt fyrir að vinna hjá hinu virðulega Ríkisútvarpi sækja rokkþyrstu fjölmiðlamennirnir Andri Freyr Viðarsson, Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson í harðasta hávaðagargið sem fyrirfinnst í heimi hér.

Í útvarpshúsinu við Efstaleiti má finna þrjá rokkþyrstustu fjölmiðlamenn landsins. Það þekkja þá flestir landsmenn, og fæsta myndi gruna hvers lags hávaðagarg þeir hlusta á bak við luktar dyr.

Þetta eru þeir Andri Freyr Viðarsson, umsjónarmaður Virkra morgna á Rás 2 og stjórnandi þáttarins Andralands, sem var á dagskrá Sjónvarpsins síðasta sumar, og þeir Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson úr Kastljósinu. Þeir aðhyllast ólíkar stefnur innan öfgarokksins, en allir eiga þeir það sameiginlegt að hlusta á tónlist sem flestir tengja við uppreisnargjarna unglinga.haukur@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×