Frískleg raftónlistarplata Trausti Júlíusson skrifar 18. janúar 2013 16:30 Tanya & Marlon. Quillock. Tónlist. Tanya & Marlon. Quillock. Möller Frændsystkinin Tanya og Marlon Pollock hafa starfað saman í tónlist frá því að þau voru tólf ára, lengst af sem dúettinn Anonymous. Undir því nafni lentu þau í þriðja sæti á Músíktilraunum árið 2001. Jafnframt hafa þau gefið út efni og spilað opinberlega undir nafninu PLX. Tanya var á meðal stofnenda Weirdcore-hópsins og er í dag hans helsti forsvarsmaður. Quillock er fyrsta plata þeirra undir nafninu Tanya & Marlon. Þetta er EP-plata með fimm nýjum lögum og tveimur endurgerðum af laginu Mellowish, önnur er eftir Atom Max og hin eftir Bypass. Tónlistin á Quillock er hæggeng og stemningsfull raftónlist, mun rólegri en PLX-efnið. Í sumum laganna má heyra umhverfishljóð í bakgrunni. Þannig heyrist barnaraddir í tveimur fyrstu lögunum, Melodies og Mellowish. Lögin sjö á plötunni mynda sterka heild. Þau eru samtengd, barnaraddirnar tengja tvö fyrstu lögin og stefið úr Mellowish kemur aftur og aftur þar sem útgáfunum af laginu er dreift um plötuna. Quillock er mjög fín plata. Hljóðheimurinn á henni er ekki byltingarkenndur en samt hljómar hún fersk. Platan er mjög vel unnin. Stundum er tónlist af þessu tagi ofhlaðin en hér er mátulega í lagt. Hljóðblöndunin er líka fyrsta flokks og endurgerðirnar bæta við fjölbreytnina, án þess að stinga algerlega í stúf við annað efni plötunnar. Á heildina litið er Quillock mjög vel heppnuð EP-plata. Enn ein fín íslensk raftónlistarplata frá árinu 2012 Niðurstaða: Frændsystkinin Tanya og Marlon Pollock með fína raftónlistarplötu í rólegri kantinum. Gagnrýni Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist. Tanya & Marlon. Quillock. Möller Frændsystkinin Tanya og Marlon Pollock hafa starfað saman í tónlist frá því að þau voru tólf ára, lengst af sem dúettinn Anonymous. Undir því nafni lentu þau í þriðja sæti á Músíktilraunum árið 2001. Jafnframt hafa þau gefið út efni og spilað opinberlega undir nafninu PLX. Tanya var á meðal stofnenda Weirdcore-hópsins og er í dag hans helsti forsvarsmaður. Quillock er fyrsta plata þeirra undir nafninu Tanya & Marlon. Þetta er EP-plata með fimm nýjum lögum og tveimur endurgerðum af laginu Mellowish, önnur er eftir Atom Max og hin eftir Bypass. Tónlistin á Quillock er hæggeng og stemningsfull raftónlist, mun rólegri en PLX-efnið. Í sumum laganna má heyra umhverfishljóð í bakgrunni. Þannig heyrist barnaraddir í tveimur fyrstu lögunum, Melodies og Mellowish. Lögin sjö á plötunni mynda sterka heild. Þau eru samtengd, barnaraddirnar tengja tvö fyrstu lögin og stefið úr Mellowish kemur aftur og aftur þar sem útgáfunum af laginu er dreift um plötuna. Quillock er mjög fín plata. Hljóðheimurinn á henni er ekki byltingarkenndur en samt hljómar hún fersk. Platan er mjög vel unnin. Stundum er tónlist af þessu tagi ofhlaðin en hér er mátulega í lagt. Hljóðblöndunin er líka fyrsta flokks og endurgerðirnar bæta við fjölbreytnina, án þess að stinga algerlega í stúf við annað efni plötunnar. Á heildina litið er Quillock mjög vel heppnuð EP-plata. Enn ein fín íslensk raftónlistarplata frá árinu 2012 Niðurstaða: Frændsystkinin Tanya og Marlon Pollock með fína raftónlistarplötu í rólegri kantinum.
Gagnrýni Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira