Áfram sviptingar í plötusölu Trausti Júlíusson skrifar 24. janúar 2013 11:00 HMV-verslunarkeðjan í Bretlandi verður opin áfram. Það hafa orðið miklar breytingar á plötusölu í heiminum síðustu ár. Bæði hefur niðurhal aukist á kostnað tónlistar á föstu formi og eins taka netrisar eins og Amazon til sín stöðugt stærri hluta af því sem selst af geisladiskum og vínyl. Í síðustu viku bárust þær fréttir að HMV-verslunarkeðjan í Bretlandi væri komin í greiðslustöðvun. HMV, sem rekur 223 verslanir og er með um 4.000 manns í vinnu, er síðasta plötubúðakeðjan sem eftir er á Bretlandseyjum. Tower Records, Virgin Megastore, Our Price, Zavvi og allar hinar eru löngu horfnar af sjónarsviðinu. HMV-búðirnar hafa verið með 38% markaðshlutdeild í sölu á tónlist á föstu formi í Bretlandi og um 27% af sölu á DVD-diskum, en samt hefur reksturinn ekki gengið sem skyldi og salan fyrir síðustu jól var langt undir væntingum. Flaggskip HMV er verslunin á Oxford Street númer 150 í London sem er stærsta plötubúð heims. Fréttirnar af vandræðum HMV fengu mikil viðbrögð. Fyrsta HMV-plötubúðin var opnuð árið 1921, þannig að tónlistarunnendur í Bretlandi eru aldir upp með þeim. Flestir hörmuðu fréttirnar, ekki síst plötuútgefendur, en sumir sáu samt í þessu aukna möguleika fyrir sjálfstæðu plötubúðirnar. Þær bjóða upp á persónulegri þjónustu og eiga auðveldara með að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Hlutdeild HMV í sölu á vínylplötum er t.d. mun lægra en í sölu á geisladiskum, sem segir sitt. Á þriðjudag bárust hins vegar þær fréttir að Hilco-fyrirtækið, sem sérhæfir sig í endurskipulagningu fyrirtækja sem komin eru í þrot, væri að landa samningi um kaup á HMV. Hilco keypti HMV-keðjuna í Kanada og rekur með ágætum árangri. Talið er að Hilco fái HMV á góðu verði þar sem útgefendur á tónlist og kvikmyndaefni eru tilbúnir að ganga mjög langt til þess að halda keðjunni á lífi. Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Það hafa orðið miklar breytingar á plötusölu í heiminum síðustu ár. Bæði hefur niðurhal aukist á kostnað tónlistar á föstu formi og eins taka netrisar eins og Amazon til sín stöðugt stærri hluta af því sem selst af geisladiskum og vínyl. Í síðustu viku bárust þær fréttir að HMV-verslunarkeðjan í Bretlandi væri komin í greiðslustöðvun. HMV, sem rekur 223 verslanir og er með um 4.000 manns í vinnu, er síðasta plötubúðakeðjan sem eftir er á Bretlandseyjum. Tower Records, Virgin Megastore, Our Price, Zavvi og allar hinar eru löngu horfnar af sjónarsviðinu. HMV-búðirnar hafa verið með 38% markaðshlutdeild í sölu á tónlist á föstu formi í Bretlandi og um 27% af sölu á DVD-diskum, en samt hefur reksturinn ekki gengið sem skyldi og salan fyrir síðustu jól var langt undir væntingum. Flaggskip HMV er verslunin á Oxford Street númer 150 í London sem er stærsta plötubúð heims. Fréttirnar af vandræðum HMV fengu mikil viðbrögð. Fyrsta HMV-plötubúðin var opnuð árið 1921, þannig að tónlistarunnendur í Bretlandi eru aldir upp með þeim. Flestir hörmuðu fréttirnar, ekki síst plötuútgefendur, en sumir sáu samt í þessu aukna möguleika fyrir sjálfstæðu plötubúðirnar. Þær bjóða upp á persónulegri þjónustu og eiga auðveldara með að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Hlutdeild HMV í sölu á vínylplötum er t.d. mun lægra en í sölu á geisladiskum, sem segir sitt. Á þriðjudag bárust hins vegar þær fréttir að Hilco-fyrirtækið, sem sérhæfir sig í endurskipulagningu fyrirtækja sem komin eru í þrot, væri að landa samningi um kaup á HMV. Hilco keypti HMV-keðjuna í Kanada og rekur með ágætum árangri. Talið er að Hilco fái HMV á góðu verði þar sem útgefendur á tónlist og kvikmyndaefni eru tilbúnir að ganga mjög langt til þess að halda keðjunni á lífi.
Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira