Syngur um framhjáhaldara 26. janúar 2013 07:00 Disney-myndirnar viku Á meðan aðrar ungar stúlkur sátu og horfðu á Disney-teiknimyndir horfði Unnur á upptökur af Eurovision. Hún hefur alltaf verið mikill aðdáandi keppninnar og dreymt um að fá að taka þátt. Fréttablaðið/Valli „Textinn er ekki byggður á persónulegri reynslu þó margir haldi það kannski. Það eru jafnvel einn eða tveir strákar sem halda að þetta sé um þá en það er nú alls ekki tilfellið,“ segir söngkonan Unnur Eggertsdóttir sem gaf á dögunum út sitt fyrsta lag, Stolin augnablik. Lagið fjallar um stúlku og ómerkilegan kærasta sem heldur fram hjá henni. Unnur samdi og vann lagið í samstarfi við strákana í StopWaitGo og fékk framleiðslufyrirtækið Novus til að hjálpa sér með myndbandið, en bæði teymin samanstanda af vinum hennar úr Verzlunarskóla Íslands. Þrátt fyrir að hafa aldrei gefið út lag á eigin vegum áður hefur Unnur þó oft sungið fyrir áhorfendur, helst þá í gervi Sollu stirðu sem hún hefur leikið undanfarin þrjú ár. Í hlutverkinu hefur hún fengið tækifæri til að ferðast mikið og hafa áhrif á börn um allan heim. „Það koma til dæmis oft börn og segja Sollu að þau séu nú rosa dugleg að borða gulrætur, því ég hafi sagt þeim að gera það. Þannig hef ég tækifæri til að breyta heiminum, eitt barn í einu,“ segir hún og hlær. Það er nóg í gangi hjá Unni þessa dagana því hún tekur einnig þátt í Söngvakeppninni í fyrsta sinn á laugardaginn. Þar syngur hún lag Elízu Newman, Ég syng. „Það er algjör draumur að fá að standa á Eurovision-sviðinu. Ég hef fylgst með keppninni frá því ég var pínulítil og á meðan aðrar stelpur horfðu á Disney-teiknimyndir horfði ég á upptökur af keppninni,“ segir hún spennt.- trs Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Textinn er ekki byggður á persónulegri reynslu þó margir haldi það kannski. Það eru jafnvel einn eða tveir strákar sem halda að þetta sé um þá en það er nú alls ekki tilfellið,“ segir söngkonan Unnur Eggertsdóttir sem gaf á dögunum út sitt fyrsta lag, Stolin augnablik. Lagið fjallar um stúlku og ómerkilegan kærasta sem heldur fram hjá henni. Unnur samdi og vann lagið í samstarfi við strákana í StopWaitGo og fékk framleiðslufyrirtækið Novus til að hjálpa sér með myndbandið, en bæði teymin samanstanda af vinum hennar úr Verzlunarskóla Íslands. Þrátt fyrir að hafa aldrei gefið út lag á eigin vegum áður hefur Unnur þó oft sungið fyrir áhorfendur, helst þá í gervi Sollu stirðu sem hún hefur leikið undanfarin þrjú ár. Í hlutverkinu hefur hún fengið tækifæri til að ferðast mikið og hafa áhrif á börn um allan heim. „Það koma til dæmis oft börn og segja Sollu að þau séu nú rosa dugleg að borða gulrætur, því ég hafi sagt þeim að gera það. Þannig hef ég tækifæri til að breyta heiminum, eitt barn í einu,“ segir hún og hlær. Það er nóg í gangi hjá Unni þessa dagana því hún tekur einnig þátt í Söngvakeppninni í fyrsta sinn á laugardaginn. Þar syngur hún lag Elízu Newman, Ég syng. „Það er algjör draumur að fá að standa á Eurovision-sviðinu. Ég hef fylgst með keppninni frá því ég var pínulítil og á meðan aðrar stelpur horfðu á Disney-teiknimyndir horfði ég á upptökur af keppninni,“ segir hún spennt.- trs
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“