Ein sú eftirsóttasta í Hollywood 26. janúar 2013 07:00 Jessica Chastain á Golden Globe-hátíðinni þar sem hún var verðlaunuð fyrir leik sinn í Zero Dark Thirty.nordicphotos/getty Bandaríska leikkonan Jessica Chastain leikur aðalhlutverkið í tveimur vinsælustu kvikmyndunum vestanhafs, samkvæmt tekjulista sem var birtur eftir síðustu helgi. Afar fátítt er að sama manneskjan leiki í tveimur efstu myndunum og jafnvel enn fátíðara að um leikkonu sé að ræða. Þessar tvær toppmyndir eru hryllingsmyndin Mama og Zero Dark Thirty. Fyrir hlutverk sitt í síðarnefndu myndinni, sem fjallar um leitina að Osama bin Laden, var Chastain tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Mama fjallar um parið Lucas og Annebel sem ákveður að ala upp tvær litlar frænkur Lucas sem voru skildar eftir aleinar í skógi fimm árum áður. Chastain hefur risið hratt upp á stjörnuhiminninn að undanförnu og er hún orðin ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Skemmst er að minnast þess er hún hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta aðalleikkonan fyrir hlutverkið í Zero Dark Thirty. Þessi 35 ára Kaliforníumær gekk í Juilliard-leiklistarskólann eftir að hafa fengið styrk frá Robin Williams. Þorvaldur Davíð Kristjánsson varð einmitt fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild Juilliard og hann hlaut einnig Robin Williams-styrk eftir að hann var kominn í skólann. Chastain hóf feril sinn í sjónvarpsþáttum á borð við ER, Veronica Mars, Law & Order og bresku þáttunum Agatha Christie‘s Poirot. Árið 2011 var hennar ár því þá komu út sjö kvikmyndir með henni, þar á meðal The Tree of Life í leikstjórn Terrence Malick, Texas Killing Fields og The Help. Hún hlaut tilnefningu til Óskarsins fyrir þá síðastnefndu. Auk Mama og Zero Dark Thirty eru tvær nýjar myndir væntanlegar frá Chastain, eða tvíburamyndirnar The Disappearance of Eleanor Rigby: His og The Disappearance of Eleanor Rigby: Hers þar sem hún leikur á móti James McAvoy. Golden Globes Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Bandaríska leikkonan Jessica Chastain leikur aðalhlutverkið í tveimur vinsælustu kvikmyndunum vestanhafs, samkvæmt tekjulista sem var birtur eftir síðustu helgi. Afar fátítt er að sama manneskjan leiki í tveimur efstu myndunum og jafnvel enn fátíðara að um leikkonu sé að ræða. Þessar tvær toppmyndir eru hryllingsmyndin Mama og Zero Dark Thirty. Fyrir hlutverk sitt í síðarnefndu myndinni, sem fjallar um leitina að Osama bin Laden, var Chastain tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Mama fjallar um parið Lucas og Annebel sem ákveður að ala upp tvær litlar frænkur Lucas sem voru skildar eftir aleinar í skógi fimm árum áður. Chastain hefur risið hratt upp á stjörnuhiminninn að undanförnu og er hún orðin ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Skemmst er að minnast þess er hún hlaut Golden Globe-verðlaunin sem besta aðalleikkonan fyrir hlutverkið í Zero Dark Thirty. Þessi 35 ára Kaliforníumær gekk í Juilliard-leiklistarskólann eftir að hafa fengið styrk frá Robin Williams. Þorvaldur Davíð Kristjánsson varð einmitt fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild Juilliard og hann hlaut einnig Robin Williams-styrk eftir að hann var kominn í skólann. Chastain hóf feril sinn í sjónvarpsþáttum á borð við ER, Veronica Mars, Law & Order og bresku þáttunum Agatha Christie‘s Poirot. Árið 2011 var hennar ár því þá komu út sjö kvikmyndir með henni, þar á meðal The Tree of Life í leikstjórn Terrence Malick, Texas Killing Fields og The Help. Hún hlaut tilnefningu til Óskarsins fyrir þá síðastnefndu. Auk Mama og Zero Dark Thirty eru tvær nýjar myndir væntanlegar frá Chastain, eða tvíburamyndirnar The Disappearance of Eleanor Rigby: His og The Disappearance of Eleanor Rigby: Hers þar sem hún leikur á móti James McAvoy.
Golden Globes Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira