Safnar peningum á Kickstarter 31. janúar 2013 07:00 Söfnunarherferð Bjarkar á Kickstarter.com er hafin. Björk Guðmundóttir hefur sett af stað herferð á síðunni Kickstarter.com til að safna peningum fyrir margmiðlunarverkefni sitt, Biophilia. Hún vill að Biophilia-öppin verði aðgengileg fyrir stýrikerfin Windows 8, Android og Macintosh. Alls vonast hún til að safna rúmum 75 milljónum króna. Björk sagði í viðtali við Fréttablaðið í fyrra að það stæði til að safna í gegnum Kickstarter og núna er það orðið að veruleika. „Þetta kostar svo rosalega mikið. Við vildum gera þetta strax í byrjun en gátum það ekki vegna þess að þetta var svo dýrt. Við hefðum þurft átta forritara í sex mánuði til að gera þetta," sagði hún í viðtalinu. Biophilia-öppin hafa hingað til verið aðgengileg fyrir iPhone, iPad og iPod. Þau eru hönnuð þannig að börn geta lært meira um vísindi og tónlist. „Verkefnið hefur gengið vel í mörgum borgum og vakið athygli hjá börnum og kennurum úti um allan heim, allt frá Suður-Ameríku til Austur-Asíu og Afríku," sagði Björk í yfirlýsingu sinni. „Mestur áhuginn hefur komið frá nemendum frá tekjulágum heimilum og skólum sem hafa úr litlu fjármagni að moða fyrir listnám. Eina leiðin til að færa þetta verkefni til þessa fólks var að endurhanna Biophilia fyrir Android og Windows 8," sagði tónlistarkonan. Þeir sem taka þátt í söfnuninni á Kickstarter fá sjálfir eitthvað fyrir sinn snúð, þar á meðal Biophilia-öpp, stuttermaboli og heimildarmynd á DVD um Biophilia. Þeir sem láta mestan pening af hendi rakna geta fengið miða á Biophilia-tónleika Bjarkar sem verða haldnir í París, San Francisco, Los Angeles og Tókýó á þessu ári. Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Björk Guðmundóttir hefur sett af stað herferð á síðunni Kickstarter.com til að safna peningum fyrir margmiðlunarverkefni sitt, Biophilia. Hún vill að Biophilia-öppin verði aðgengileg fyrir stýrikerfin Windows 8, Android og Macintosh. Alls vonast hún til að safna rúmum 75 milljónum króna. Björk sagði í viðtali við Fréttablaðið í fyrra að það stæði til að safna í gegnum Kickstarter og núna er það orðið að veruleika. „Þetta kostar svo rosalega mikið. Við vildum gera þetta strax í byrjun en gátum það ekki vegna þess að þetta var svo dýrt. Við hefðum þurft átta forritara í sex mánuði til að gera þetta," sagði hún í viðtalinu. Biophilia-öppin hafa hingað til verið aðgengileg fyrir iPhone, iPad og iPod. Þau eru hönnuð þannig að börn geta lært meira um vísindi og tónlist. „Verkefnið hefur gengið vel í mörgum borgum og vakið athygli hjá börnum og kennurum úti um allan heim, allt frá Suður-Ameríku til Austur-Asíu og Afríku," sagði Björk í yfirlýsingu sinni. „Mestur áhuginn hefur komið frá nemendum frá tekjulágum heimilum og skólum sem hafa úr litlu fjármagni að moða fyrir listnám. Eina leiðin til að færa þetta verkefni til þessa fólks var að endurhanna Biophilia fyrir Android og Windows 8," sagði tónlistarkonan. Þeir sem taka þátt í söfnuninni á Kickstarter fá sjálfir eitthvað fyrir sinn snúð, þar á meðal Biophilia-öpp, stuttermaboli og heimildarmynd á DVD um Biophilia. Þeir sem láta mestan pening af hendi rakna geta fengið miða á Biophilia-tónleika Bjarkar sem verða haldnir í París, San Francisco, Los Angeles og Tókýó á þessu ári.
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira