Umhverfismál á kosningavetri Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Við Íslendingar erum oft ragir við að viðurkenna þekkingarleysi okkar á ákveðnum sviðum. Það er eins og mörgum finnist það vera algerlega ótækt að geta ekki tjáð sig eins og sérfræðingur um allt frá Aðalnámskrá til Rammaáætlunar. Að mínu mati er það enginn glæpur að segjast ekki þekkja málaflokk nógu vel til að gefa út glannalegar yfirlýsingar. Umræðan í fjölmiðlum og stjórnmálum á Íslandi byggist því oft á alhæfingum, einföldunum og upphrópunum. Hér eru nokkrar upphrópanir sem eru að mínu mati oft settar fram með villandi hætti.Höfum val Andstæðingar virkjana þurfa oft að sitja undir þeim ásökunum að þeir séu á móti rafmagni og boði bara myrkur og kulda með skoðunum sínum. Þetta er alrangt enda er staðreyndin sú að Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga feikinóg af grænni raforku. Þó að okkur muni fjölga umtalsvert og allir verði á rafbílum er og verður nóg til af raforku handa öllum. Allar stórvirkjanir sem risið hafa undanfarin ár hafa verið fyrir sérstaka stórnotendur, en almenn notkun (öll heimili, opinbert húsnæði og fyrirtæki utan stóriðju) dekkar einungis um 20% af heildarraforkunotkun landsins. Við höfum því val um hvort virkja skuli eður ei en flestar aðrar þjóðir þurfa hins vegar bráðnauðsynlega að virkja endurnýjanlega orkugjafa til að draga úr hlutfalli jarðefnaeldsneytis í raforkukerfi sínu.„Stóriðja og álverssinnar!“ Alhæfingar ná enn hærri hæðum þegar stóriðju ber á góma. Það hentar vel íslenskri alhæfingarumræðuhefð að flokka þetta allt saman í einn pakka. Í mínum huga er synd að hið opna orð „stóriðja“ hafi án frekari skilgreiningar fengið neikvæðan stimpil. Enginn spyr „hvað er stóriðja?“ Er stóriðja einungis skilgreind út frá orkunotkun? Eru allir sáttir við stóriðju sem er pláss- og úrgangsfrek ef ekki þarf að virkja fyrir hana? Er álver stóriðja en ekki risavaxin tómatarækt eða gagnaver? Ástæðan fyrir því að íslensk orka er seld til stóriðju er einfaldlega sú að við eigum umframorkuauðlindir en erum jafnframt í lokuðu raforkukerfi og getum ekki selt umframframleiðslu á stærri raforkumarkað. Staðan er því afar einföld, þ.e. að EF við ákveðum að virkja eru einu mögulegu kaupendurnir ný fyrirtæki sem nota orkuna við framleiðslu sína. Í lokuðu raforkukerfi er eina leiðin til að gera stærri virkjanaframkvæmdir raunhæfar að fyrirframselja orku til kaupenda. Það vill svo til að mögulegt er að selja orku hér á landi á samkeppnishæfu verði en flest annað, eins og flutningur efnis, laun o.s.frv. er oft á tíðum alls ekki eins hagstætt hér á landi. Því stærri hluti sem orkukaup eru í rekstrarkostnaði fyrirtækis, þeim mun álitlegri er framleiðsla á Íslandi. Fjöldi álvera á Íslandi er af mörgum talinn bera vott um hugmyndaleysi eða áráttu ráðamanna. Líklegri skýring er sú að óvíða er hlutfall orku í rekstrarkostnaði hærra en einmitt í áliðnaði og því er Ísland álitlegur kostur fyrir álfyrirtæki, flóknara er það ekki.Einföldunin verst Verst er þó einföldunin í umhverfismálum. Það er afar þægilegt að vera umhverfisvænn á Íslandi, það eina sem þú þarft að gera er að vera á móti virkjunum og stóriðju, sama hvað það þýðir. Það er að mínu mati magnað að mál eins og úrgangur, endurvinnsla, orkunýtni, frárennsli, útblástur, sorp, þungmálmar, áburðarnotkun, eiturefni, olíuknúnar fiskveiðar og samgöngur eru nánast aldrei til umræðu þegar umhverfismál eru rædd á vettvangi stjórnmála. Spyr einhver um stefnu flokkanna í þessum málum? Nei, höldum endilega áfram að nota allan tímann til að rífast um hvort virkja eigi endurnýjanlega orku eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum oft ragir við að viðurkenna þekkingarleysi okkar á ákveðnum sviðum. Það er eins og mörgum finnist það vera algerlega ótækt að geta ekki tjáð sig eins og sérfræðingur um allt frá Aðalnámskrá til Rammaáætlunar. Að mínu mati er það enginn glæpur að segjast ekki þekkja málaflokk nógu vel til að gefa út glannalegar yfirlýsingar. Umræðan í fjölmiðlum og stjórnmálum á Íslandi byggist því oft á alhæfingum, einföldunum og upphrópunum. Hér eru nokkrar upphrópanir sem eru að mínu mati oft settar fram með villandi hætti.Höfum val Andstæðingar virkjana þurfa oft að sitja undir þeim ásökunum að þeir séu á móti rafmagni og boði bara myrkur og kulda með skoðunum sínum. Þetta er alrangt enda er staðreyndin sú að Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga feikinóg af grænni raforku. Þó að okkur muni fjölga umtalsvert og allir verði á rafbílum er og verður nóg til af raforku handa öllum. Allar stórvirkjanir sem risið hafa undanfarin ár hafa verið fyrir sérstaka stórnotendur, en almenn notkun (öll heimili, opinbert húsnæði og fyrirtæki utan stóriðju) dekkar einungis um 20% af heildarraforkunotkun landsins. Við höfum því val um hvort virkja skuli eður ei en flestar aðrar þjóðir þurfa hins vegar bráðnauðsynlega að virkja endurnýjanlega orkugjafa til að draga úr hlutfalli jarðefnaeldsneytis í raforkukerfi sínu.„Stóriðja og álverssinnar!“ Alhæfingar ná enn hærri hæðum þegar stóriðju ber á góma. Það hentar vel íslenskri alhæfingarumræðuhefð að flokka þetta allt saman í einn pakka. Í mínum huga er synd að hið opna orð „stóriðja“ hafi án frekari skilgreiningar fengið neikvæðan stimpil. Enginn spyr „hvað er stóriðja?“ Er stóriðja einungis skilgreind út frá orkunotkun? Eru allir sáttir við stóriðju sem er pláss- og úrgangsfrek ef ekki þarf að virkja fyrir hana? Er álver stóriðja en ekki risavaxin tómatarækt eða gagnaver? Ástæðan fyrir því að íslensk orka er seld til stóriðju er einfaldlega sú að við eigum umframorkuauðlindir en erum jafnframt í lokuðu raforkukerfi og getum ekki selt umframframleiðslu á stærri raforkumarkað. Staðan er því afar einföld, þ.e. að EF við ákveðum að virkja eru einu mögulegu kaupendurnir ný fyrirtæki sem nota orkuna við framleiðslu sína. Í lokuðu raforkukerfi er eina leiðin til að gera stærri virkjanaframkvæmdir raunhæfar að fyrirframselja orku til kaupenda. Það vill svo til að mögulegt er að selja orku hér á landi á samkeppnishæfu verði en flest annað, eins og flutningur efnis, laun o.s.frv. er oft á tíðum alls ekki eins hagstætt hér á landi. Því stærri hluti sem orkukaup eru í rekstrarkostnaði fyrirtækis, þeim mun álitlegri er framleiðsla á Íslandi. Fjöldi álvera á Íslandi er af mörgum talinn bera vott um hugmyndaleysi eða áráttu ráðamanna. Líklegri skýring er sú að óvíða er hlutfall orku í rekstrarkostnaði hærra en einmitt í áliðnaði og því er Ísland álitlegur kostur fyrir álfyrirtæki, flóknara er það ekki.Einföldunin verst Verst er þó einföldunin í umhverfismálum. Það er afar þægilegt að vera umhverfisvænn á Íslandi, það eina sem þú þarft að gera er að vera á móti virkjunum og stóriðju, sama hvað það þýðir. Það er að mínu mati magnað að mál eins og úrgangur, endurvinnsla, orkunýtni, frárennsli, útblástur, sorp, þungmálmar, áburðarnotkun, eiturefni, olíuknúnar fiskveiðar og samgöngur eru nánast aldrei til umræðu þegar umhverfismál eru rædd á vettvangi stjórnmála. Spyr einhver um stefnu flokkanna í þessum málum? Nei, höldum endilega áfram að nota allan tímann til að rífast um hvort virkja eigi endurnýjanlega orku eða ekki.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun