Sá besti verður betri og betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2013 07:00 Lebron James er í miklum ham með Miami Heat þessa dagana. LeBron á það sameiginlegt með fótboltamanninum Lionel Messi að vera fyrir löngu orðinn bestur í heimi í sinni íþrótt en halda samt alltaf áfram að bæta leik sinn enn frekar. Á meðan Messi heldur áfram að bæta hvert markametið á fætur öðru hefur hinn nánast óstöðvandi LeBron James orðið enn erfiðari við að eiga inni á körfuboltavellinum. Fáir mótmæla þeirri fullyrðingu að LeBron James sé besti körfuboltamaður heimsins í dag. Hann vann allt sem var í boði árið 2012, þar á meðal Ólympíugull og langþráðan NBA-meistaratitil með Miami Heat. Hann er þó hvergi nærri hættur að bæta sinn leik og það er sú elja og dugnaður sem hræðir mótherja hans hvað mest.Magnaður körfuboltamaður LeBron James er magnaður körfuboltamaður enda sameinast í honum einstök blanda styrks, stærðar, sprengikrafti og skilningi á sportinu. Þetta 203 cm og 113 kílóa vöðvabúnt sér völlinn betur en flestir og er til algjörrar fyrirmyndar þegar kemur að því að spila liðsfélagana uppi eða að leggja líf og sál í varnarleikinn. Það sem hann hefur verið að gera inn á körfuboltavellinum undanfarna tíu daga hefur hins vegar kallað á nýjan kafla í NBA-sögubókinni. LeBron hefur nefnilega sett ný viðmið í dansi, framleiðni og nýtni inni á parketinu með því að skila ótrúlegum tölum í undanförnum sex leikjum Miami Heat. Hann hefur brotið 30 stiga múrinn í þeim öllum (nýtt Miami Heat met) en um leið hefur hann nýtt skotin sín sextíu prósent eða betur. Í þremur leikjunum af þessum sex státar hann af meira en sjötíu prósenta skotnýtingu, þar á meðal í síðasta leiknum á móti Portland Trail Blazers. „Ég er eiginlega orðlaus. Eins og ég hef sagt oft þekki ég vel sögu leiksins og ég veit hversu margir frábærir leikmenn hafa spilað í NBA-deildinni og markað sporin fyrir mig og kollega mína. Það er magnað að komast í metabókina með svona tölfræði. Þetta er stórt mál," sagði LeBron James. Það var samt eins og hann tryði ekki alveg að hann væri búinn að gera eitthvað sem menn eins og Wilt Chamberlain og Michael Jordan náðu aldrei þegar þeir gnæfðu yfir aðra leikmenn í NBA-deildinni.Wilt og Jordan náðu þessu aldrei „Ég trúði því ekki að þessi kappar hefðu aldrei náð þessu. Ég hefði haldið að Wilt [Chamberlain] hefði náð nokkrum leikjum í röð með fjörutíu stigum og sjötíu prósenta skotnýtingu eða að Michael Jordan hefði komist í ham þar sem hann hitti ótrúlega vel utan af velli. Eða þá Shaq. Ég gat bara sagt vá," sagði LeBron um met sitt en það er þó hinn almenni körfuboltaáhugamaður sem er gapandi yfir frammistöðu hans á undanförnum dögum. James hefur alls nýtt 66 af 92 skotum sínum í þessum sex leikjum (71,7 prósent) en hann er með 30,8 stig, 6,7 fráköst og 6,5 stoðsendingar að meðaltali í þessum leikjum. „Þetta er ástæðan fyrir því að hann er besti leikmaður deildarinnar. Hann spilaði mjög góðan leik. Það er það eina sem þið fáið upp úr mér um hann. Hann er keppnismaður og elskar að keppa. Hann elskar líka jafna leiki. Hann er leiðtoginn okkar og ekki bara í því hvernig hann spilar," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat, eftir sigurinn á Portland. Skotnýting LeBrons á tímabilinu er nú komin upp í 56,5 prósent en hann er á mjög góðri leið með að hækka skotnýtingu sína sjötta tímabilið í röð. Það sem meira er, hann er farinn að nýta yfir 40 prósent þriggja stiga skota sinna (42 prósent).Hafa unnið alla leikina „Það skiptir mig miklu að hafa náð þessari skorpu, ekki síst þar sem við höfum unnið alla þessa leiki," sagði Lebron. Hvort sjöundi leikurinn bætist í hópinn í kvöld er önnur saga en þar er á ferðinni enginn smáleikur. Þá mætast lokaúrslitaliðin frá því í fyrra þegar Oklahoma City Thunder tekur á móti Miami Heat. NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
LeBron á það sameiginlegt með fótboltamanninum Lionel Messi að vera fyrir löngu orðinn bestur í heimi í sinni íþrótt en halda samt alltaf áfram að bæta leik sinn enn frekar. Á meðan Messi heldur áfram að bæta hvert markametið á fætur öðru hefur hinn nánast óstöðvandi LeBron James orðið enn erfiðari við að eiga inni á körfuboltavellinum. Fáir mótmæla þeirri fullyrðingu að LeBron James sé besti körfuboltamaður heimsins í dag. Hann vann allt sem var í boði árið 2012, þar á meðal Ólympíugull og langþráðan NBA-meistaratitil með Miami Heat. Hann er þó hvergi nærri hættur að bæta sinn leik og það er sú elja og dugnaður sem hræðir mótherja hans hvað mest.Magnaður körfuboltamaður LeBron James er magnaður körfuboltamaður enda sameinast í honum einstök blanda styrks, stærðar, sprengikrafti og skilningi á sportinu. Þetta 203 cm og 113 kílóa vöðvabúnt sér völlinn betur en flestir og er til algjörrar fyrirmyndar þegar kemur að því að spila liðsfélagana uppi eða að leggja líf og sál í varnarleikinn. Það sem hann hefur verið að gera inn á körfuboltavellinum undanfarna tíu daga hefur hins vegar kallað á nýjan kafla í NBA-sögubókinni. LeBron hefur nefnilega sett ný viðmið í dansi, framleiðni og nýtni inni á parketinu með því að skila ótrúlegum tölum í undanförnum sex leikjum Miami Heat. Hann hefur brotið 30 stiga múrinn í þeim öllum (nýtt Miami Heat met) en um leið hefur hann nýtt skotin sín sextíu prósent eða betur. Í þremur leikjunum af þessum sex státar hann af meira en sjötíu prósenta skotnýtingu, þar á meðal í síðasta leiknum á móti Portland Trail Blazers. „Ég er eiginlega orðlaus. Eins og ég hef sagt oft þekki ég vel sögu leiksins og ég veit hversu margir frábærir leikmenn hafa spilað í NBA-deildinni og markað sporin fyrir mig og kollega mína. Það er magnað að komast í metabókina með svona tölfræði. Þetta er stórt mál," sagði LeBron James. Það var samt eins og hann tryði ekki alveg að hann væri búinn að gera eitthvað sem menn eins og Wilt Chamberlain og Michael Jordan náðu aldrei þegar þeir gnæfðu yfir aðra leikmenn í NBA-deildinni.Wilt og Jordan náðu þessu aldrei „Ég trúði því ekki að þessi kappar hefðu aldrei náð þessu. Ég hefði haldið að Wilt [Chamberlain] hefði náð nokkrum leikjum í röð með fjörutíu stigum og sjötíu prósenta skotnýtingu eða að Michael Jordan hefði komist í ham þar sem hann hitti ótrúlega vel utan af velli. Eða þá Shaq. Ég gat bara sagt vá," sagði LeBron um met sitt en það er þó hinn almenni körfuboltaáhugamaður sem er gapandi yfir frammistöðu hans á undanförnum dögum. James hefur alls nýtt 66 af 92 skotum sínum í þessum sex leikjum (71,7 prósent) en hann er með 30,8 stig, 6,7 fráköst og 6,5 stoðsendingar að meðaltali í þessum leikjum. „Þetta er ástæðan fyrir því að hann er besti leikmaður deildarinnar. Hann spilaði mjög góðan leik. Það er það eina sem þið fáið upp úr mér um hann. Hann er keppnismaður og elskar að keppa. Hann elskar líka jafna leiki. Hann er leiðtoginn okkar og ekki bara í því hvernig hann spilar," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat, eftir sigurinn á Portland. Skotnýting LeBrons á tímabilinu er nú komin upp í 56,5 prósent en hann er á mjög góðri leið með að hækka skotnýtingu sína sjötta tímabilið í röð. Það sem meira er, hann er farinn að nýta yfir 40 prósent þriggja stiga skota sinna (42 prósent).Hafa unnið alla leikina „Það skiptir mig miklu að hafa náð þessari skorpu, ekki síst þar sem við höfum unnið alla þessa leiki," sagði Lebron. Hvort sjöundi leikurinn bætist í hópinn í kvöld er önnur saga en þar er á ferðinni enginn smáleikur. Þá mætast lokaúrslitaliðin frá því í fyrra þegar Oklahoma City Thunder tekur á móti Miami Heat.
NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira