Tekur skólabækurnar með á æfingu Álfrún Pálsdóttir skrifar 21. febrúar 2013 15:30 Melkorka Davíðsdóttir Pitt. Mynd/Vilhelm "Ég er miklu frekar spennt en kvíðin fyrir frumsýninguna sem er gott," segir 15 ára leikkonan Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í leikritinu Fyrirheitna landið – Jerúsalem sem verður frumsýnt á laugardaginn í Þjóðleikhúsinu. Melkorka er alvön leiksviðinu þrátt fyrir ungan aldur en hún hefur meðal annars leikið í Kardimommubænum og söngleikjunum Oliver og Galdrakarlinum í Oz. Nú er hún hins vegar í fyrsta sinn í fullorðinsleikriti og segir þá reynslu vera skemmtilega. "Þetta er öðruvísi en ég er vön. Í söngleikjum þarf maður að gefa mikla orku og syngja og dansa á sviðinu. Nú er þetta öðruvísi krefjandi og það reynir meira á leikinn," segir Melkorka en æfingar á verkinu hófust eftir áramót. "Æfingarnar hafa mest verið á kvöldin svo ég get alveg verið í skólanum. Svo reyni ég að taka skólabækurnar með og glugga í þær þegar ég hef tíma en það getur stundum verið erfitt að einbeita sér að þeim." Melkorka er í tíunda bekk í Landakotsskóla og stefnir á Menntaskólann í Reykjavík í haust. Hún segist vel geta hugsað sér að leggja leiklistina fyrir sér í framtíðinni en hún er einnig að læra ballett í Listdansskóla Íslands. Það var einmitt rétt fyrir balletttíma sem Guðjón Pedersen, leikstjóri verksins, gaf sig á tal við Melkorku og bað hana um að koma í prufu. "Ég hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér og get alveg hugsað mér að fara í leiklist, dans eða kannski fatahönnun. Það er eitthvað sérstakt og heillandi við leikhúsið. Skemmtilegur andi og líflegt fólk." Leikritið Fyrirheitna landið – Jerúsalem skartar Hilmi Snæ Guðnasyni í aðalhlutverki en verkið er ekki talið við hæfi barna. Þetta er verðlaunaverk sem var frumflutt í London árið 2009 og fjallar um átök siðmenningarinnar og hins frumstæða. Aðspurð hvort hún ætli að geri eitthvað sérstakt á frumsýningardaginn svarar Melkorka skynsamlega. "Ég held að það sé mikilvægast að sofa vel og borða hollan og góðan mat. Svo ætla ég að einbeita mér að því að hafa gaman að þessu. Við Saga Garðarsdóttir, sem er með mér í herbergi, deilum miklum súkkulaðiáhuga og ætlum að birgja okkur upp af því fyrir kvöldið." Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Ég er miklu frekar spennt en kvíðin fyrir frumsýninguna sem er gott," segir 15 ára leikkonan Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í leikritinu Fyrirheitna landið – Jerúsalem sem verður frumsýnt á laugardaginn í Þjóðleikhúsinu. Melkorka er alvön leiksviðinu þrátt fyrir ungan aldur en hún hefur meðal annars leikið í Kardimommubænum og söngleikjunum Oliver og Galdrakarlinum í Oz. Nú er hún hins vegar í fyrsta sinn í fullorðinsleikriti og segir þá reynslu vera skemmtilega. "Þetta er öðruvísi en ég er vön. Í söngleikjum þarf maður að gefa mikla orku og syngja og dansa á sviðinu. Nú er þetta öðruvísi krefjandi og það reynir meira á leikinn," segir Melkorka en æfingar á verkinu hófust eftir áramót. "Æfingarnar hafa mest verið á kvöldin svo ég get alveg verið í skólanum. Svo reyni ég að taka skólabækurnar með og glugga í þær þegar ég hef tíma en það getur stundum verið erfitt að einbeita sér að þeim." Melkorka er í tíunda bekk í Landakotsskóla og stefnir á Menntaskólann í Reykjavík í haust. Hún segist vel geta hugsað sér að leggja leiklistina fyrir sér í framtíðinni en hún er einnig að læra ballett í Listdansskóla Íslands. Það var einmitt rétt fyrir balletttíma sem Guðjón Pedersen, leikstjóri verksins, gaf sig á tal við Melkorku og bað hana um að koma í prufu. "Ég hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér og get alveg hugsað mér að fara í leiklist, dans eða kannski fatahönnun. Það er eitthvað sérstakt og heillandi við leikhúsið. Skemmtilegur andi og líflegt fólk." Leikritið Fyrirheitna landið – Jerúsalem skartar Hilmi Snæ Guðnasyni í aðalhlutverki en verkið er ekki talið við hæfi barna. Þetta er verðlaunaverk sem var frumflutt í London árið 2009 og fjallar um átök siðmenningarinnar og hins frumstæða. Aðspurð hvort hún ætli að geri eitthvað sérstakt á frumsýningardaginn svarar Melkorka skynsamlega. "Ég held að það sé mikilvægast að sofa vel og borða hollan og góðan mat. Svo ætla ég að einbeita mér að því að hafa gaman að þessu. Við Saga Garðarsdóttir, sem er með mér í herbergi, deilum miklum súkkulaðiáhuga og ætlum að birgja okkur upp af því fyrir kvöldið."
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira