Skilin hafa skerpst í afstöðu til viðræðna Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. febrúar 2013 07:00 Að loknum landsfundum um helgina hafa þeir stjórnmálaflokkar sem notið hafa mests fylgis birt stefnu sína í Evrópumálum. Tveir vilja ljúka viðræðum um Evrópusambandsaðild og tveir stöðva þær. Línur virðast dregnar í stjórnarmyndun.Geta flokkarnir náð saman um Evrópumál? Haldi Sjálfstæðisflokkurinn sig við mjög afdráttarlausa stefnu í Evrópumálum sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi flokksins er vandséð að hann fái starfað með öðrum en Framsóknarflokki í ríkisstjórn að loknum kosningum í vor. „Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir í stjórnmálaályktun landsfundarins. Þar kemur einnig fram að landsfundurinn telji að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Er þarna ákveðinn samhljómur við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um utanríkismál frá tíunda þessa mánaðar. Þar sögðust Framsóknarmenn telja hag Íslands best borgið utan Evrópusambandsins. „Ekki verði lengra haldið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Samfylkingin áréttaði hins vegar í landsfundarsamþykkt sinni um utanríkismál í byrjun mánaðarins það álit að þjóðin ætti „kröfu á að fá fullgerðan samning í hendur til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu". Forgangsverkefni jafnaðarmanna væri að halda aðildarviðræðum áfram „af fullri einurð", líkt og segir í stjórnmálaályktun fundarins. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) lauk einnig landsfundi núna um helgina og áréttaði í ályktun sinni um utanríkismál að fundurinn teldi hagsmunum Íslands best borgið utan Evrópusambandsins en vildi þó ljúka aðildarviðræðum við sambandið og setja ferlinu tímamörk, til dæmis eitt ár frá kosningum. „Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðnanna," segir í ályktun VG, sem jafnframt vill beita sér fyrir því að tryggðar verði breytingar á stjórnarskrá þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan verði bindandi en ekki aðeins ráðgefandi. Síðan má velta upp þeirri spurningu hvort tilkoma nýs stjórnmálaafls, Bjartrar framtíðar, sem mælst hefur með allnokkuð fylgi komi til með að breyta mögulegu landslagi stjórnarmyndunar, en vandséð er málamiðlun hjá hinum flokkunum sem setið hafa í stjórn og vilja ýmist slíta viðræðum við Evrópusambandið og hefja þær ekki að nýju fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, eða ljúka þeim viðræðum sem hafnar eru og leggja niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar. Í stefnuyfirlýsingu Bjartrar framtíðar kemur hins vegar fram að flokkurinn vilji beita sér fyrir því að „Íslendingar landi eins góðum samningi og völ er á við Evrópusambandið og að þjóðin taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu, að undangenginni upplýstri og vandaðri umræðu". Kosningar 2013 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira
Að loknum landsfundum um helgina hafa þeir stjórnmálaflokkar sem notið hafa mests fylgis birt stefnu sína í Evrópumálum. Tveir vilja ljúka viðræðum um Evrópusambandsaðild og tveir stöðva þær. Línur virðast dregnar í stjórnarmyndun.Geta flokkarnir náð saman um Evrópumál? Haldi Sjálfstæðisflokkurinn sig við mjög afdráttarlausa stefnu í Evrópumálum sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi flokksins er vandséð að hann fái starfað með öðrum en Framsóknarflokki í ríkisstjórn að loknum kosningum í vor. „Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir í stjórnmálaályktun landsfundarins. Þar kemur einnig fram að landsfundurinn telji að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Er þarna ákveðinn samhljómur við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um utanríkismál frá tíunda þessa mánaðar. Þar sögðust Framsóknarmenn telja hag Íslands best borgið utan Evrópusambandsins. „Ekki verði lengra haldið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Samfylkingin áréttaði hins vegar í landsfundarsamþykkt sinni um utanríkismál í byrjun mánaðarins það álit að þjóðin ætti „kröfu á að fá fullgerðan samning í hendur til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu". Forgangsverkefni jafnaðarmanna væri að halda aðildarviðræðum áfram „af fullri einurð", líkt og segir í stjórnmálaályktun fundarins. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) lauk einnig landsfundi núna um helgina og áréttaði í ályktun sinni um utanríkismál að fundurinn teldi hagsmunum Íslands best borgið utan Evrópusambandsins en vildi þó ljúka aðildarviðræðum við sambandið og setja ferlinu tímamörk, til dæmis eitt ár frá kosningum. „Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðnanna," segir í ályktun VG, sem jafnframt vill beita sér fyrir því að tryggðar verði breytingar á stjórnarskrá þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan verði bindandi en ekki aðeins ráðgefandi. Síðan má velta upp þeirri spurningu hvort tilkoma nýs stjórnmálaafls, Bjartrar framtíðar, sem mælst hefur með allnokkuð fylgi komi til með að breyta mögulegu landslagi stjórnarmyndunar, en vandséð er málamiðlun hjá hinum flokkunum sem setið hafa í stjórn og vilja ýmist slíta viðræðum við Evrópusambandið og hefja þær ekki að nýju fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, eða ljúka þeim viðræðum sem hafnar eru og leggja niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar. Í stefnuyfirlýsingu Bjartrar framtíðar kemur hins vegar fram að flokkurinn vilji beita sér fyrir því að „Íslendingar landi eins góðum samningi og völ er á við Evrópusambandið og að þjóðin taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu, að undangenginni upplýstri og vandaðri umræðu".
Kosningar 2013 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira