Flytur í 300 fermetra 27. febrúar 2013 09:00 Ingvar Geirsson á nýja staðnum þar sem Lucky Records verður til húsa. fréttablaðið/stefán Lucky Records flytur úr 67 fermetrum yfir í heila 300 í byrjun næsta mánaðar. Þar er meira pláss fyrir þær 20 til 30 þúsund vínylplötur sem eru til sölu. „Ég er fara úr 67 fermetrum í 300. Þetta verður svaka flottur staður fyrir búðina," segir Ingvar Geirsson, eigandi plötubúðarinnar Lucky Records. Búðin, sem hefur sérhæft sig í vínylplötum, flytur í byrjun mars frá Hverfisgötu 82 yfir á Rauðarárstíg 6, þar sem verslunin Yggdrasill og þar áður sjoppan Svarti svanurinn voru til húsa. Á nýja staðnum hefur Ingvar meira pláss fyrir þær 20 til 30 þúsund vínylplötur sem hann hefur til sölu, auk stórs safns DVD-mynda. Einnig ætlar hann að halda þar tónleika með hinum ýmsu hljómsveitum, þar á meðal útgáfutónleika fyrir þær sem eru að gefa út á vínyl eins og komið er aftur í tísku. „Allar plötubúðir í bænum, fyrir utan Skífuna í Kringlunni, eru pínulitlar," segir Ingvar en á Hverfisgötunni hafa aðeins tíu til fimmtán manns komist á þá tónleika sem hann hefur haldið. Hann viðurkennir samt að hann muni sakna gömlu búðarinnar sem hefur verið starfrækt í þrjú og hálft ár. „Það er svaka sjarmi yfir þessari búð en það verður sami sjarminn yfir hinni, bara stærra pláss." Þar áður var Ingvar með aðsetur fyrir vínylplöturnar sínar í Kolaportinu. Aðspurður hvort markaður sé fyrir svona stóra plötubúð segir hann borubrattur: „Maður bara býr hann til." Innflutningshátíð verður haldin á nýja staðnum 1.-3. mars. Á meðal þeirra sem koma fram eru Hjálmar og Epic Rain. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Lucky Records flytur úr 67 fermetrum yfir í heila 300 í byrjun næsta mánaðar. Þar er meira pláss fyrir þær 20 til 30 þúsund vínylplötur sem eru til sölu. „Ég er fara úr 67 fermetrum í 300. Þetta verður svaka flottur staður fyrir búðina," segir Ingvar Geirsson, eigandi plötubúðarinnar Lucky Records. Búðin, sem hefur sérhæft sig í vínylplötum, flytur í byrjun mars frá Hverfisgötu 82 yfir á Rauðarárstíg 6, þar sem verslunin Yggdrasill og þar áður sjoppan Svarti svanurinn voru til húsa. Á nýja staðnum hefur Ingvar meira pláss fyrir þær 20 til 30 þúsund vínylplötur sem hann hefur til sölu, auk stórs safns DVD-mynda. Einnig ætlar hann að halda þar tónleika með hinum ýmsu hljómsveitum, þar á meðal útgáfutónleika fyrir þær sem eru að gefa út á vínyl eins og komið er aftur í tísku. „Allar plötubúðir í bænum, fyrir utan Skífuna í Kringlunni, eru pínulitlar," segir Ingvar en á Hverfisgötunni hafa aðeins tíu til fimmtán manns komist á þá tónleika sem hann hefur haldið. Hann viðurkennir samt að hann muni sakna gömlu búðarinnar sem hefur verið starfrækt í þrjú og hálft ár. „Það er svaka sjarmi yfir þessari búð en það verður sami sjarminn yfir hinni, bara stærra pláss." Þar áður var Ingvar með aðsetur fyrir vínylplöturnar sínar í Kolaportinu. Aðspurður hvort markaður sé fyrir svona stóra plötubúð segir hann borubrattur: „Maður bara býr hann til." Innflutningshátíð verður haldin á nýja staðnum 1.-3. mars. Á meðal þeirra sem koma fram eru Hjálmar og Epic Rain. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira