Hlýindaskeið er við að ná hámarki sínu Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. mars 2013 06:30 Hér má sjá glitta í varðskip Landhelgisgæslunnar í hafís undan landinu. Samkvæmt nýrri kenningu hefur ísbreiðan á norðurskautinu áhrif á sveiflur í veðurfari sem vara áratugum saman. Mynd/LHG Alþjóðlegar spár um loftslag taka alla jafna ekki mið af sveifluáhrifum vegna hafíss á norðurhveli. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, segir sjálfvirkar sveiflur í ísnum valda 25 til 40 ára tímabilum hlýinda og kulda á víxl. Yfirstandandi skeið hlýinda hér á landi og á norðurhjara er um það bil að ná hámarki, að sögn Páls Bergþórssonar, veðurfræðings og fyrrverandi veðurstofustjóra. Síðan segir hann að fari kólnandi á ný og við taki kuldaskeið sem ætla megi að vari í um þrjá áratugi. Sjálfvirkar sveiflur í veðri á norðurhveli jarðar segir Páll valda því að skiptist á 25 til 40 kaldari ár og 25 til 40 hlýrri ár. Sveiflurnar segir hann svo til komnar vegna áhrifa af hafís og speglun sólar af ísbreiðunni, sem sé misstór. Um þessar mundir segir Páll komin ein 18 ár af yfirstandandi hlýindaskeiði og því gæti verið annað eins eftir á meðan fer kólnandi, þótt áfram geti talist tiltölulega hlýtt. „Það kólnar svona smátt og smátt frá hámarki," segir hann. Veðursveiflurnar segir hann virðast heldur lengri á þessari öld en síðustu þrjú til fjögur hundruð árin þar á undan, þegar skiptust á 25 köld ár og 25 hlý. „Núna er það lengri tími og nokkuð í samræmi við það sem virðist hafa verið á fyrstu öldum Íslandsbyggðar." Páll segir að áhrifum hafíssins sé ekki gaumur gefinn í alþjóðlegum spám um loftslag. „Menn hafa verið að kenna öðrum þáttum um þessar loftslagsbreytingar, svo sem að sólin sé að breyta sér, eða að eldfjöll hafi áhrif á þessar sveiflur sem hafa verið gríðarlega miklar. En það held ég sé allt tómt mál að tala um," segir hann og telur sveiflurnar fremur skrifast á virkni íssins. „Ofan á þessar sveiflur bætist svo hlýnun jarðar að mestu fyrir atbeina mannsins, sem er óskyld þessu." Áhrif af mannavöldum segir Páll hins vegar þau að næsta kuldaskeið verði ekki jafnkalt og kuldaskeið fyrri ára. „Þetta kuldaskeið núna verður til dæmis ekki jafn kalt og var til dæmis "66 til "95." Að sama skapi segir Páll mega gera ráð fyrir að hlýindin sem svo við taki eftir næsta kulda verði enn meiri en áður. „En áhrif íssins virðast vera þýðingarmeiri þáttur en menn hafa áður gert sér grein fyrir," segir Páll, sem undirbýr vísindagrein um efnið. Loftslagsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Alþjóðlegar spár um loftslag taka alla jafna ekki mið af sveifluáhrifum vegna hafíss á norðurhveli. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, segir sjálfvirkar sveiflur í ísnum valda 25 til 40 ára tímabilum hlýinda og kulda á víxl. Yfirstandandi skeið hlýinda hér á landi og á norðurhjara er um það bil að ná hámarki, að sögn Páls Bergþórssonar, veðurfræðings og fyrrverandi veðurstofustjóra. Síðan segir hann að fari kólnandi á ný og við taki kuldaskeið sem ætla megi að vari í um þrjá áratugi. Sjálfvirkar sveiflur í veðri á norðurhveli jarðar segir Páll valda því að skiptist á 25 til 40 kaldari ár og 25 til 40 hlýrri ár. Sveiflurnar segir hann svo til komnar vegna áhrifa af hafís og speglun sólar af ísbreiðunni, sem sé misstór. Um þessar mundir segir Páll komin ein 18 ár af yfirstandandi hlýindaskeiði og því gæti verið annað eins eftir á meðan fer kólnandi, þótt áfram geti talist tiltölulega hlýtt. „Það kólnar svona smátt og smátt frá hámarki," segir hann. Veðursveiflurnar segir hann virðast heldur lengri á þessari öld en síðustu þrjú til fjögur hundruð árin þar á undan, þegar skiptust á 25 köld ár og 25 hlý. „Núna er það lengri tími og nokkuð í samræmi við það sem virðist hafa verið á fyrstu öldum Íslandsbyggðar." Páll segir að áhrifum hafíssins sé ekki gaumur gefinn í alþjóðlegum spám um loftslag. „Menn hafa verið að kenna öðrum þáttum um þessar loftslagsbreytingar, svo sem að sólin sé að breyta sér, eða að eldfjöll hafi áhrif á þessar sveiflur sem hafa verið gríðarlega miklar. En það held ég sé allt tómt mál að tala um," segir hann og telur sveiflurnar fremur skrifast á virkni íssins. „Ofan á þessar sveiflur bætist svo hlýnun jarðar að mestu fyrir atbeina mannsins, sem er óskyld þessu." Áhrif af mannavöldum segir Páll hins vegar þau að næsta kuldaskeið verði ekki jafnkalt og kuldaskeið fyrri ára. „Þetta kuldaskeið núna verður til dæmis ekki jafn kalt og var til dæmis "66 til "95." Að sama skapi segir Páll mega gera ráð fyrir að hlýindin sem svo við taki eftir næsta kulda verði enn meiri en áður. „En áhrif íssins virðast vera þýðingarmeiri þáttur en menn hafa áður gert sér grein fyrir," segir Páll, sem undirbýr vísindagrein um efnið.
Loftslagsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira