Tónlist

Lady Boy með hljóðsnældu

Lady Boy hefur gefið út sína fyrstu hljóðsnældu.
Lady Boy hefur gefið út sína fyrstu hljóðsnældu.
Tónlistarútgáfan Lady Boy Records hefur gefið út sína fyrstu hljóðsnældu, Lady Boy Records 001.

Fyrirtækið var stofnað í fyrra af Frímanni Ísleifi Frímannssyni og Nicolas Kunysz, sem rekur líka The Makery sem er vöruhönnunarstúdíó. „Við höfðum báðir verið að gera hávaðatónlist, bæði saman í Pyrodulia og hvor í sínu lagi undir mismunandi nöfnum, og datt svo í hug að stofna litla útgáfu sem myndi gefa út okkur og fleiri tónlistarmenn með svipaðar tónlistartilhneigingar,“ segir Frímann. Á meðal þeirra sem eiga lög á spólunni eru Ghostigital, Krummi, Úlfur, Quadruplos, Bix og Futuregrapher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×