Leitin að sátt í stjórnarskrármáli Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. mars 2013 06:00 Ummæli Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um að stjórnarskrármálið verði ekki klárað í heild á þeim skamma tíma sem eftir er af núverandi þingi bera vott um raunsæi. Árni hefur vikið frá þeirri stefnu sem forveri hans Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði; að keyra málið í gegn hvað sem það kostaði. Það er tímabært að horfast í augu við þann raunveruleika að það markmið endurskoðunar stjórnarskrárinnar að skýra stjórnskipunina og laga ákvæði stjórnarskrár að raunveruleikanum hefur ekki náðst. Þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til ýmissa athugasemda við óskýrleika stjórnarskrárfrumvarpsins og skort á „álagsprófunum" ákvæða þess er enn óvissa um hvað hin nýja stjórnskipan sem þar er lögð til þýðir í raun. Sömuleiðis liggur fyrir að grundvallarlög landsins á hvorki að afgreiða í stórfelldum ágreiningi né í einum spretti rétt fyrir þinglok. Leggi ríkisstjórnin alla áherzlu á að ná málinu í gegn áður en þinginu lýkur verða mörg önnur mikilvæg mál útundan. Það blasir við að gefa málinu meiri tíma. Fáir sem nú saka formann Samfylkingarinnar um svik við málstað þeirra sem vilja nýja stjórnarskrá virðast átta sig á að hin gamla stefna forsætisráðherrans er vísasta leiðin til að ganga endanlega af stjórnarskrármálinu dauðu. Yrði breytt stjórnarskrá keyrð í gegn á síðustu dögum þingsins, í bullandi ágreiningi, væru yfirgnæfandi líkur á að næsta Alþingi hafnaði málinu í heild sinni eftir kosningar. Núverandi stjórnarskrá kveður á um að tvö þing verði að samþykkja stjórnarskrárbreytingar og á næsta þingi færi þá ekki fram nein efnisleg umræða, heldur yrði svar þingsins aðeins já eða nei. Sú leið sem Árni Páll leggur til og stjórnarandstöðuflokkarnir hafa raunar um nokkurt skeið lýst sig reiðubúna að fara, að semja um afmarkaða þætti málsins, er þannig vænlegust til að gera einhverjar breytingar á stjórnarskránni. Formaður Samfylkingarinnar nefndi sérstaklega ákvæði um þjóðareign á auðlindum og um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem allir ættu að geta náð saman um. Við það má bæta ákvæði um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, sem er orðið brýnt að setja í stjórnarskrá, enda hafa verið færð að því gild rök að margvíslegt alþjóðasamstarf sem Ísland tekur þátt í standist ekki núverandi ákvæði stjórnarskrár. Loks virðist fylgi við það í öllum flokkum að breyta ákvæðum um það hvernig eigi að breyta stjórnarskránni, þannig að það megi gera með auknum meirihluta, jafnt á þingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík breyting væri forsenda þess að hægt væri að breyta stjórnarskránni frekar á næsta kjörtímabili. Það er kominn tími til að fleiri stjórnmálamenn viðurkenni hvernig í raun er í pottinn búið og hefji leitina að sáttagrundvelli í þessu stóra máli. Versti kosturinn er að ætla að keyra núverandi frumvarp áfram í gegnum þingið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ummæli Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um að stjórnarskrármálið verði ekki klárað í heild á þeim skamma tíma sem eftir er af núverandi þingi bera vott um raunsæi. Árni hefur vikið frá þeirri stefnu sem forveri hans Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði; að keyra málið í gegn hvað sem það kostaði. Það er tímabært að horfast í augu við þann raunveruleika að það markmið endurskoðunar stjórnarskrárinnar að skýra stjórnskipunina og laga ákvæði stjórnarskrár að raunveruleikanum hefur ekki náðst. Þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til ýmissa athugasemda við óskýrleika stjórnarskrárfrumvarpsins og skort á „álagsprófunum" ákvæða þess er enn óvissa um hvað hin nýja stjórnskipan sem þar er lögð til þýðir í raun. Sömuleiðis liggur fyrir að grundvallarlög landsins á hvorki að afgreiða í stórfelldum ágreiningi né í einum spretti rétt fyrir þinglok. Leggi ríkisstjórnin alla áherzlu á að ná málinu í gegn áður en þinginu lýkur verða mörg önnur mikilvæg mál útundan. Það blasir við að gefa málinu meiri tíma. Fáir sem nú saka formann Samfylkingarinnar um svik við málstað þeirra sem vilja nýja stjórnarskrá virðast átta sig á að hin gamla stefna forsætisráðherrans er vísasta leiðin til að ganga endanlega af stjórnarskrármálinu dauðu. Yrði breytt stjórnarskrá keyrð í gegn á síðustu dögum þingsins, í bullandi ágreiningi, væru yfirgnæfandi líkur á að næsta Alþingi hafnaði málinu í heild sinni eftir kosningar. Núverandi stjórnarskrá kveður á um að tvö þing verði að samþykkja stjórnarskrárbreytingar og á næsta þingi færi þá ekki fram nein efnisleg umræða, heldur yrði svar þingsins aðeins já eða nei. Sú leið sem Árni Páll leggur til og stjórnarandstöðuflokkarnir hafa raunar um nokkurt skeið lýst sig reiðubúna að fara, að semja um afmarkaða þætti málsins, er þannig vænlegust til að gera einhverjar breytingar á stjórnarskránni. Formaður Samfylkingarinnar nefndi sérstaklega ákvæði um þjóðareign á auðlindum og um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem allir ættu að geta náð saman um. Við það má bæta ákvæði um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, sem er orðið brýnt að setja í stjórnarskrá, enda hafa verið færð að því gild rök að margvíslegt alþjóðasamstarf sem Ísland tekur þátt í standist ekki núverandi ákvæði stjórnarskrár. Loks virðist fylgi við það í öllum flokkum að breyta ákvæðum um það hvernig eigi að breyta stjórnarskránni, þannig að það megi gera með auknum meirihluta, jafnt á þingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík breyting væri forsenda þess að hægt væri að breyta stjórnarskránni frekar á næsta kjörtímabili. Það er kominn tími til að fleiri stjórnmálamenn viðurkenni hvernig í raun er í pottinn búið og hefji leitina að sáttagrundvelli í þessu stóra máli. Versti kosturinn er að ætla að keyra núverandi frumvarp áfram í gegnum þingið.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun