Ekki klikkar Cave Trausti Júlíusson skrifar 6. mars 2013 06:00 Tónlist. Nick Cave & The Bad Seeds. Push The Sky Away. Bad Seeds. Push The Sky Away er fimmtánda plata Nicks Cave & The Bad Seeds og sú fyrsta síðan Dig, Lazarus, Dig!!! kom út fyrir fimm árum. Hún er jafnframt fyrsta plata hljómsveitarinnar eftir að Mick Harvey sagði skilið við hana, en Harvey, sem var með Cave í Boys Next Door og Birthday Party í gamla daga, var einn af stofnendum Bad Seeds. Push The Sky Away hefur verið fylgt eftir með röð útgáfutónleika. Einhverja þeirra má sjá á netinu og Rás 2 útvarpaði beint frá tónleikunum í Berlín fyrir nokkrum dögum. Platan var tekin upp undir stjórn Nicks Launay. Push The Sky Away lætur frekar lítið yfir sér í fyrstu. Hún er gjörólík Dig, Lazarus, Dig!!! Lögin eru hægari og yfirbragðið rólegra. Við nánari hlustun lifnar platan við. Lagasmíðarnar eru kannski ekki alveg jafn sterkar og á sumum plötum Caves, en hljómurinn er einstaklega djúpur og hlýr og útsetningarnar og hljóðfæraleikurinn eru fyrsta flokks. Platan nýtur sín best spiluð á miklum styrk í góðum græjum. Þá heyrir maður öll smáatriðin sem eru að malla undir söngnum hjá Cave. Það eru eintómir snillingar í Bad Seeds, en Warren Ellis er sennilega fremstur meðal jafningja. Að auki koma nokkrir gestir við sögu, þ.á.m. blásarasveit sem spilar í hinu magnaða Higgs Bosom Blues, franskur barnakór og bakraddasöngvarar. Ferill Nicks Cave er orðinn nokkuð langur, en gæði þess sem hann sendir frá sér eru enn mjög mikil. Hvað textana varðar hefur hann líka alltaf eitthvað fram að færa. Á heildina litið er Push The Sky Away fín Nick Cave-plata. Ekki streyma henni í fartölvunni, kauptu eintak og spilaðu í alvöru græjum. Þannig virkar hún best. Niðurstaða: Gæðaplata í rólegri kantinum frá þessum gamla meistara. Push the Sky Away nýtur sín best spiluð á miklum styrk í góðum græjum. Gagnrýni Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Nick Cave & The Bad Seeds. Push The Sky Away. Bad Seeds. Push The Sky Away er fimmtánda plata Nicks Cave & The Bad Seeds og sú fyrsta síðan Dig, Lazarus, Dig!!! kom út fyrir fimm árum. Hún er jafnframt fyrsta plata hljómsveitarinnar eftir að Mick Harvey sagði skilið við hana, en Harvey, sem var með Cave í Boys Next Door og Birthday Party í gamla daga, var einn af stofnendum Bad Seeds. Push The Sky Away hefur verið fylgt eftir með röð útgáfutónleika. Einhverja þeirra má sjá á netinu og Rás 2 útvarpaði beint frá tónleikunum í Berlín fyrir nokkrum dögum. Platan var tekin upp undir stjórn Nicks Launay. Push The Sky Away lætur frekar lítið yfir sér í fyrstu. Hún er gjörólík Dig, Lazarus, Dig!!! Lögin eru hægari og yfirbragðið rólegra. Við nánari hlustun lifnar platan við. Lagasmíðarnar eru kannski ekki alveg jafn sterkar og á sumum plötum Caves, en hljómurinn er einstaklega djúpur og hlýr og útsetningarnar og hljóðfæraleikurinn eru fyrsta flokks. Platan nýtur sín best spiluð á miklum styrk í góðum græjum. Þá heyrir maður öll smáatriðin sem eru að malla undir söngnum hjá Cave. Það eru eintómir snillingar í Bad Seeds, en Warren Ellis er sennilega fremstur meðal jafningja. Að auki koma nokkrir gestir við sögu, þ.á.m. blásarasveit sem spilar í hinu magnaða Higgs Bosom Blues, franskur barnakór og bakraddasöngvarar. Ferill Nicks Cave er orðinn nokkuð langur, en gæði þess sem hann sendir frá sér eru enn mjög mikil. Hvað textana varðar hefur hann líka alltaf eitthvað fram að færa. Á heildina litið er Push The Sky Away fín Nick Cave-plata. Ekki streyma henni í fartölvunni, kauptu eintak og spilaðu í alvöru græjum. Þannig virkar hún best. Niðurstaða: Gæðaplata í rólegri kantinum frá þessum gamla meistara. Push the Sky Away nýtur sín best spiluð á miklum styrk í góðum græjum.
Gagnrýni Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira