Lögsóttur vegna Beyoncé-leka 7. mars 2013 06:00 Útgáfurisinn Somy hefur lögsótt sænskan mann fyrir að dreifa plötu söngkonunnar Beyoncé á netinu áður en hún var gefin út opinberlega. Sony fer fram á rúmar 29 milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vefsíðu tónlistartímaritsins NME. Lögfræðingar Somy halda því fram að hinn 47 ára gamli maður frá Gautaborg hafi "lekið" plötunni 4 með Beyoncé á netið þann 8. júní árið 2011, rúmum tveimur vikum áður en platan var gefin út opinberlega. Nafn Svíans hefur ekki verið gert opinbert en talið er líklegt að hann starfi innan tónlistargeirans. Sony heldur því fram að athafnir mannsins hafi haft í för með sér margvíslegar neikvæðar afleiðingar í för með sér, þar á meðal fyrir sölutekjur af plötunni og markaðsherferð fyrir kynningu hennar. Sony heldur því einnig fram að lekinn hafi skaðað samband fyrirtækisins við söngkonuna og að orðspor Beyoncé hafi beðið hnekki fyrir vikið. Fyrr á þessu ári voru tveir enskir menn dæmdir í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og hundrað klukkustunda samfélagsvinnu fyrir að niðurhala ólöglega um 7.000 skjölum með tónlist frá Sony, meðal annarra plötum með Michael Jackson, Elvis Presley og téðri Beyoncé. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Love On Top af umræddri plötu, 4. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Útgáfurisinn Somy hefur lögsótt sænskan mann fyrir að dreifa plötu söngkonunnar Beyoncé á netinu áður en hún var gefin út opinberlega. Sony fer fram á rúmar 29 milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vefsíðu tónlistartímaritsins NME. Lögfræðingar Somy halda því fram að hinn 47 ára gamli maður frá Gautaborg hafi "lekið" plötunni 4 með Beyoncé á netið þann 8. júní árið 2011, rúmum tveimur vikum áður en platan var gefin út opinberlega. Nafn Svíans hefur ekki verið gert opinbert en talið er líklegt að hann starfi innan tónlistargeirans. Sony heldur því fram að athafnir mannsins hafi haft í för með sér margvíslegar neikvæðar afleiðingar í för með sér, þar á meðal fyrir sölutekjur af plötunni og markaðsherferð fyrir kynningu hennar. Sony heldur því einnig fram að lekinn hafi skaðað samband fyrirtækisins við söngkonuna og að orðspor Beyoncé hafi beðið hnekki fyrir vikið. Fyrr á þessu ári voru tveir enskir menn dæmdir í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og hundrað klukkustunda samfélagsvinnu fyrir að niðurhala ólöglega um 7.000 skjölum með tónlist frá Sony, meðal annarra plötum með Michael Jackson, Elvis Presley og téðri Beyoncé. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Love On Top af umræddri plötu, 4.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira