Fékk loks kjark til að sækja um Álfrún Pálsdóttir skrifar 13. mars 2013 06:00 Elsa María Jakobsdóttir er sammála því að auka þurfi hlut kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi. Hún er fyrsta íslenska konan sem kemst inn í leikstjóranámið í hinum eftirsótta skóla Den Danske Filmskole. Mynd/Þorbjörn Ingason „Inntökuskilyrðin og verkefnin voru heilmikil áskorun fyrir mig og ég hafði oft guggnað áður af því einu að lesa verkefnalistann á heimasíðu skólans,“ segir Elsa María Jakobsdóttir sem á dögunum varð ein af sex nemendum sem voru teknir inn í leikstjóranámið við Den Danske Filmskole. Námið er fjögurra ára nám í leikstjórn og voru sex nemendur teknir inn af 140 umsækjendum. Elsa segist ekki hafa búist við því að komast inn en auðvitað verið að vona, enda búin að undirbúa umsóknina í heilt ár. „Það hefði verið svekkjandi að komast ekki inn því ég lagði mikið á mig og inntökuferlið var taugatrekkjandi með vinnubúðum og svefnlausum nóttum. Svo var alltaf skorið niður eftir hvert próf. Svolítið eins og Hungurleikarnir í kvikmyndagerð,“ segir Elsa María, sem hefur nám í haust. „Í ljósi þess að leikstjóranámið er eitt það dýrasta sem danska ríkið kostar þá skil ég vel að inntökunefndin vilji þekkja umsækjendur inn og út og koma í veg fyrir að veðja á rangan hest. Mér skilst að einungis nám flughermanna í danska hernum sé kostnaðarsamara fyrir danska ríkið.“ Elsa María hefur verið búsett síðastliðin tvö ár í Kaupmannahöfn með löngum dvölum á Íslandi inn á milli. Hún hefur sinnt ýmsum verkefnum innan kvikmyndagerðar hjá Zik Zak kvikmyndum á síðastliðnum þremur árum. Þar áttaði hún sig á því að kvikmyndagerð er ekki geimvísindi og þorði að leyfa sér að langa að verða leikstjóri. „Þá loksins skildi ég að þetta snýst um að liggja eitthvað á hjarta, en ekki bara að vera æðislega klár á takkana. En ég þurfti spark í rassinn til að fá kjark til að sækja um,“ segir Elsa María og segir fyrrum samstarfskonu sína úr Kastljósi og fyrirmynd, Þóru Arnórsdóttur, hafa veitt sér innblástur. „Þegar hún tilkynnti um sitt forsetaframboð áttaði ég mig á því að fyrst hún þorir að koma út úr skápnum með jafn stóran draum og að langa að verða forseti þá hlýt ég að þora að verða kvikmyndaleikstjóri.“ Hlutur kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og Elsa fylgst vel með. Hún er sammála gagnrýninni og segir ástandið lítið skárra í Danmörku þar sem hlutur kvenna í handritun, leikstjórn og úthlutuðum styrkjum er einnig rýr. „Ég fékk gæsahúð ofan í tær að hlusta á ræðu Kristínar Jóhannesdóttur á Eddunni og hún blés mér kjark í brjóst á lokametrunum í inntökuferlinu. Það þarf svo sannarlega fleiri konur í kvikmyndagerð og að segja fleiri sögur út frá sjónarhóli og reynsluheimi kvenna. Skapa fyrirmyndir til að brjóta niður mýtuna um kvikmyndagerð sem eitthvað frátekið karlasvið.“ Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Inntökuskilyrðin og verkefnin voru heilmikil áskorun fyrir mig og ég hafði oft guggnað áður af því einu að lesa verkefnalistann á heimasíðu skólans,“ segir Elsa María Jakobsdóttir sem á dögunum varð ein af sex nemendum sem voru teknir inn í leikstjóranámið við Den Danske Filmskole. Námið er fjögurra ára nám í leikstjórn og voru sex nemendur teknir inn af 140 umsækjendum. Elsa segist ekki hafa búist við því að komast inn en auðvitað verið að vona, enda búin að undirbúa umsóknina í heilt ár. „Það hefði verið svekkjandi að komast ekki inn því ég lagði mikið á mig og inntökuferlið var taugatrekkjandi með vinnubúðum og svefnlausum nóttum. Svo var alltaf skorið niður eftir hvert próf. Svolítið eins og Hungurleikarnir í kvikmyndagerð,“ segir Elsa María, sem hefur nám í haust. „Í ljósi þess að leikstjóranámið er eitt það dýrasta sem danska ríkið kostar þá skil ég vel að inntökunefndin vilji þekkja umsækjendur inn og út og koma í veg fyrir að veðja á rangan hest. Mér skilst að einungis nám flughermanna í danska hernum sé kostnaðarsamara fyrir danska ríkið.“ Elsa María hefur verið búsett síðastliðin tvö ár í Kaupmannahöfn með löngum dvölum á Íslandi inn á milli. Hún hefur sinnt ýmsum verkefnum innan kvikmyndagerðar hjá Zik Zak kvikmyndum á síðastliðnum þremur árum. Þar áttaði hún sig á því að kvikmyndagerð er ekki geimvísindi og þorði að leyfa sér að langa að verða leikstjóri. „Þá loksins skildi ég að þetta snýst um að liggja eitthvað á hjarta, en ekki bara að vera æðislega klár á takkana. En ég þurfti spark í rassinn til að fá kjark til að sækja um,“ segir Elsa María og segir fyrrum samstarfskonu sína úr Kastljósi og fyrirmynd, Þóru Arnórsdóttur, hafa veitt sér innblástur. „Þegar hún tilkynnti um sitt forsetaframboð áttaði ég mig á því að fyrst hún þorir að koma út úr skápnum með jafn stóran draum og að langa að verða forseti þá hlýt ég að þora að verða kvikmyndaleikstjóri.“ Hlutur kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og Elsa fylgst vel með. Hún er sammála gagnrýninni og segir ástandið lítið skárra í Danmörku þar sem hlutur kvenna í handritun, leikstjórn og úthlutuðum styrkjum er einnig rýr. „Ég fékk gæsahúð ofan í tær að hlusta á ræðu Kristínar Jóhannesdóttur á Eddunni og hún blés mér kjark í brjóst á lokametrunum í inntökuferlinu. Það þarf svo sannarlega fleiri konur í kvikmyndagerð og að segja fleiri sögur út frá sjónarhóli og reynsluheimi kvenna. Skapa fyrirmyndir til að brjóta niður mýtuna um kvikmyndagerð sem eitthvað frátekið karlasvið.“
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira