Kvartar ekki yfir Niðrá strönd Freyr Bjarnason skrifar 13. mars 2013 06:00 Prinspóló hætti við að kvarta yfir partíinu á neðri hæðinni þegar hann heyrði lagið sitt Niðrá strönd. "Menn verða að fá að dilla sér, ég get ekki stöðvað það. Ég get sjálfum mér um kennt," segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prinspóló. Svavar Pétur var um síðustu helgi orðinn pirraður á partíi sem var haldið á hæðinni fyrir neðan íbúðina hans, þegar hið vinsæla lag hans Niðrá strönd var óvænt sett í græjurnar. "Ég var alveg við það búinn að hlaupa niður og segja: "Viljið þið gjöra svo vel að lækka þessi helvítis læti. Ég er að reyna að sofa hérna!"," segir Svavar Pétur. "Þá bara allt í einu kemur eitthvað kunnuglegt stef, þannig að ég hneppti að mér sloppnum og fór aftur upp. Ég gat ekki farið að ybba mig yfir þessu," segir hann og hlær. Spurður hvort hann vilji ekki bara syngja lagið næst þegar partí verður haldið í íbúðinni, segir hann það vel koma til greina. Annað lag með Prinspóló, Tipp topp, hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Fleiri lög eru væntanleg og kemur það fyrsta út síðar í þessum mánuði. Þau verða öll á nýrri plötu Prinspóló sem er væntanleg í haust. Fram undan hjá hljómsveitinni er spilamennska á hátíðinni Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
"Menn verða að fá að dilla sér, ég get ekki stöðvað það. Ég get sjálfum mér um kennt," segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prinspóló. Svavar Pétur var um síðustu helgi orðinn pirraður á partíi sem var haldið á hæðinni fyrir neðan íbúðina hans, þegar hið vinsæla lag hans Niðrá strönd var óvænt sett í græjurnar. "Ég var alveg við það búinn að hlaupa niður og segja: "Viljið þið gjöra svo vel að lækka þessi helvítis læti. Ég er að reyna að sofa hérna!"," segir Svavar Pétur. "Þá bara allt í einu kemur eitthvað kunnuglegt stef, þannig að ég hneppti að mér sloppnum og fór aftur upp. Ég gat ekki farið að ybba mig yfir þessu," segir hann og hlær. Spurður hvort hann vilji ekki bara syngja lagið næst þegar partí verður haldið í íbúðinni, segir hann það vel koma til greina. Annað lag með Prinspóló, Tipp topp, hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Fleiri lög eru væntanleg og kemur það fyrsta út síðar í þessum mánuði. Þau verða öll á nýrri plötu Prinspóló sem er væntanleg í haust. Fram undan hjá hljómsveitinni er spilamennska á hátíðinni Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira