Kvartar ekki yfir Niðrá strönd Freyr Bjarnason skrifar 13. mars 2013 06:00 Prinspóló hætti við að kvarta yfir partíinu á neðri hæðinni þegar hann heyrði lagið sitt Niðrá strönd. "Menn verða að fá að dilla sér, ég get ekki stöðvað það. Ég get sjálfum mér um kennt," segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prinspóló. Svavar Pétur var um síðustu helgi orðinn pirraður á partíi sem var haldið á hæðinni fyrir neðan íbúðina hans, þegar hið vinsæla lag hans Niðrá strönd var óvænt sett í græjurnar. "Ég var alveg við það búinn að hlaupa niður og segja: "Viljið þið gjöra svo vel að lækka þessi helvítis læti. Ég er að reyna að sofa hérna!"," segir Svavar Pétur. "Þá bara allt í einu kemur eitthvað kunnuglegt stef, þannig að ég hneppti að mér sloppnum og fór aftur upp. Ég gat ekki farið að ybba mig yfir þessu," segir hann og hlær. Spurður hvort hann vilji ekki bara syngja lagið næst þegar partí verður haldið í íbúðinni, segir hann það vel koma til greina. Annað lag með Prinspóló, Tipp topp, hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Fleiri lög eru væntanleg og kemur það fyrsta út síðar í þessum mánuði. Þau verða öll á nýrri plötu Prinspóló sem er væntanleg í haust. Fram undan hjá hljómsveitinni er spilamennska á hátíðinni Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana. Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
"Menn verða að fá að dilla sér, ég get ekki stöðvað það. Ég get sjálfum mér um kennt," segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prinspóló. Svavar Pétur var um síðustu helgi orðinn pirraður á partíi sem var haldið á hæðinni fyrir neðan íbúðina hans, þegar hið vinsæla lag hans Niðrá strönd var óvænt sett í græjurnar. "Ég var alveg við það búinn að hlaupa niður og segja: "Viljið þið gjöra svo vel að lækka þessi helvítis læti. Ég er að reyna að sofa hérna!"," segir Svavar Pétur. "Þá bara allt í einu kemur eitthvað kunnuglegt stef, þannig að ég hneppti að mér sloppnum og fór aftur upp. Ég gat ekki farið að ybba mig yfir þessu," segir hann og hlær. Spurður hvort hann vilji ekki bara syngja lagið næst þegar partí verður haldið í íbúðinni, segir hann það vel koma til greina. Annað lag með Prinspóló, Tipp topp, hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Fleiri lög eru væntanleg og kemur það fyrsta út síðar í þessum mánuði. Þau verða öll á nýrri plötu Prinspóló sem er væntanleg í haust. Fram undan hjá hljómsveitinni er spilamennska á hátíðinni Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana.
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“