Unglingarnir fá líka að njóta stóru atriðanna Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Strákarnir í Rudimental skutust upp á stjörnuhimininn á síðasta ári með lagi sínu Feel the Love. „Það er svo mikið af unglingum sem eru svakalegir aðdáendur þessara stóru erlendu nafna svo mér fannst þetta góð leið til að sinna þeim hópi líka,“ segir Ólafur Geir Jónsson, skipuleggjandi Keflavík Music Festival. Í dag fara í sölu sérstakir unglingamiðar á hátíðina sem eru fyrir ungt fólk á aldrinum 14 til 18 ára. Gilda þeir miðar á alla viðburði sem verða í Reykjaneshöllinni en þar koma einmitt öll stóru erlendu atriðin fram. „Dagskráin þar stendur yfir á milli klukkan 19 og 23 öll kvöld. Eftir það fara krakkarnir svo heim og hinir halda niður í bæ þar sem dúndurdagskráin heldur áfram fram eftir nóttu,“ segir Óli Geir en afar takmarkaður fjöldi unglingamiða verður í boði. Nýjasta erlenda atriðið hefur nú verið tilkynnt og verða það strákarnir í hljómsveitinni Rudimental. Sveitin samanstendur af fjórum ungum Bretum og hefur hún verið starfandi frá árinu 2010. Það var þó ekki fyrr en í fyrra sem þeir náðu alvöru vinsældum þegar lag þeirra, Feel the Love, sló í gegn. Lagið komst meðal annars í efsta sæti yfir bestu lög í Bretlandi og var valið lag ársins 2012 á íslensku útvarpsrásinni Flass. „Það er líka svo geggjað við þá að þetta verður allt í beinni. Það verður ekkert spilað undir á diskum eða neitt svoleiðis heldur verður allt bandið á sviðinu,“ segir Óli Geir. Stór hópur fólks kemur til landsins í tengslum við erlendu atriði hátíðarinnar og má búast við yfir hundrað manns sem koma í beinum tengslum við þau ellefu atriði. Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Það er svo mikið af unglingum sem eru svakalegir aðdáendur þessara stóru erlendu nafna svo mér fannst þetta góð leið til að sinna þeim hópi líka,“ segir Ólafur Geir Jónsson, skipuleggjandi Keflavík Music Festival. Í dag fara í sölu sérstakir unglingamiðar á hátíðina sem eru fyrir ungt fólk á aldrinum 14 til 18 ára. Gilda þeir miðar á alla viðburði sem verða í Reykjaneshöllinni en þar koma einmitt öll stóru erlendu atriðin fram. „Dagskráin þar stendur yfir á milli klukkan 19 og 23 öll kvöld. Eftir það fara krakkarnir svo heim og hinir halda niður í bæ þar sem dúndurdagskráin heldur áfram fram eftir nóttu,“ segir Óli Geir en afar takmarkaður fjöldi unglingamiða verður í boði. Nýjasta erlenda atriðið hefur nú verið tilkynnt og verða það strákarnir í hljómsveitinni Rudimental. Sveitin samanstendur af fjórum ungum Bretum og hefur hún verið starfandi frá árinu 2010. Það var þó ekki fyrr en í fyrra sem þeir náðu alvöru vinsældum þegar lag þeirra, Feel the Love, sló í gegn. Lagið komst meðal annars í efsta sæti yfir bestu lög í Bretlandi og var valið lag ársins 2012 á íslensku útvarpsrásinni Flass. „Það er líka svo geggjað við þá að þetta verður allt í beinni. Það verður ekkert spilað undir á diskum eða neitt svoleiðis heldur verður allt bandið á sviðinu,“ segir Óli Geir. Stór hópur fólks kemur til landsins í tengslum við erlendu atriði hátíðarinnar og má búast við yfir hundrað manns sem koma í beinum tengslum við þau ellefu atriði.
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira