Vigdís og spítalinn í Malaví Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. mars 2013 06:00 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands á Alþingi í fyrradag. Áætlunin felur í sér að næstu fjögur árin fari um 24 milljarðar króna samtals í þróunaraðstoð. Í lok tímabilsins muni Ísland því verja um 0,42 prósentum af landsframleiðslu í þróunaraðstoð. Við höfum þó margoft skuldbundið okkur með lögum til að uppfylla það markmið Sameinuðu þjóðanna að þróuð iðnríki leggi 0,7 prósent landsframleiðslu til þróunaraðstoðar. „Þetta stríðir gegn sannfæringu minni, að vera að hækka þessi gjöld með þessum hætti," sagði Vigdís í samtali við Stöð 2 í fyrrakvöld. „Tuttugu og fjórir milljarðar í erlendum gjaldeyri næstu fjögur ár á meðan íslenzka þjóðin telur sig ekki hafa efni á því að gera hér þær bætur sem þarf að gera á Landspítalanum sem þarf að gera til að bjarga lífi og limum landsmanna." Ætli Vigdís Hauksdóttir hafi komið á spítala í Malaví, sem er eitt af þróunarsamvinnuríkjum Íslands? Þar háttar sums staðar þannig til að verðandi mæður sitja á jörðinni í steikjandi sólinni og hitanum á meðan þær bíða eftir mæðraskoðun. Spítalalóðin er full af ættingjum sjúklinga sem elda ofan í ástvini sína á hlóðum og sinna ýmsum öðrum þörfum þeirra af því að spítalinn hefur hvorki mannskap né peninga í það. Alnæmissjúklingar liggja á gólfinu af því að það eru ekki til nógu mörg sjúkrarúm. Kona af geðdeildinni hleypur allsnakin fram hjá, öskrandi formælingar. Við vildum vissulega gera betur á Landspítalanum en ástandið þar er þó býsna langt frá þeirri sáru neyð og skelfingu sem er daglegt brauð á sjúkrastofnunum víða í þróunarríkjunum. Þrátt fyrir það sem við upplifum sem kreppu og fjárskort er Ísland eitt af ríkustu löndum heims; númer 13 á þróunarlista Sameinuðu þjóðanna. Malaví er númer 170. Þótt framlag Íslands til þróunarsamvinnu sé smátt í flestum samanburði skiptir það raunverulegu máli. Spítalarnir og heilsugæzlustöðvarnar sem Ísland hefur byggt í Malaví í samvinnu við heimamenn hafa bjargað fjölda mannslífa og bætt lífsgæði í héruðum þar sem búa fleiri samanlagt en eiga heima á Íslandi. Þessi árangur er nokkurs virði, þótt kostnaðurinn stríði gegn sannfæringu íslenzks þingmanns. Okkur ber ekki bara siðferðileg skylda til að rétta þróunarríkjunum hjálparhönd. Þá skyldu sína hefur Ísland raunar rækt mun lakar en flest nágrannaríkin undanfarna áratugi. Það eru líka beinharðir öryggis- og viðskiptahagsmunir vestrænna ríkja að hjálpa fátækum ríkjum til sjálfshjálpar. Stuðningur við menntun, heilbrigðisþjónustu, valdeflingu kvenna og atvinnuþróun, sem allt er á dagskrá Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, vinnur gegn stríðsátökum og uppgangi öfgahreyfinga, dregur úr flóttamannastraumi og byggir upp nýja markaði. Sjónarmið Vigdísar Hauksdóttur lýsa bæði vanþekkingu og þröngsýni. En allt gæti þetta staðið til bóta. Ef Vigdís verður til dæmis utanríkisráðherra í næstu ríkisstjórn verður henni venju samkvæmt boðið að heimsækja fátæku ríkin sem njóta þróunaraðstoðar Íslands. Hún gæti lært heilmikið af þeirri heimsókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands á Alþingi í fyrradag. Áætlunin felur í sér að næstu fjögur árin fari um 24 milljarðar króna samtals í þróunaraðstoð. Í lok tímabilsins muni Ísland því verja um 0,42 prósentum af landsframleiðslu í þróunaraðstoð. Við höfum þó margoft skuldbundið okkur með lögum til að uppfylla það markmið Sameinuðu þjóðanna að þróuð iðnríki leggi 0,7 prósent landsframleiðslu til þróunaraðstoðar. „Þetta stríðir gegn sannfæringu minni, að vera að hækka þessi gjöld með þessum hætti," sagði Vigdís í samtali við Stöð 2 í fyrrakvöld. „Tuttugu og fjórir milljarðar í erlendum gjaldeyri næstu fjögur ár á meðan íslenzka þjóðin telur sig ekki hafa efni á því að gera hér þær bætur sem þarf að gera á Landspítalanum sem þarf að gera til að bjarga lífi og limum landsmanna." Ætli Vigdís Hauksdóttir hafi komið á spítala í Malaví, sem er eitt af þróunarsamvinnuríkjum Íslands? Þar háttar sums staðar þannig til að verðandi mæður sitja á jörðinni í steikjandi sólinni og hitanum á meðan þær bíða eftir mæðraskoðun. Spítalalóðin er full af ættingjum sjúklinga sem elda ofan í ástvini sína á hlóðum og sinna ýmsum öðrum þörfum þeirra af því að spítalinn hefur hvorki mannskap né peninga í það. Alnæmissjúklingar liggja á gólfinu af því að það eru ekki til nógu mörg sjúkrarúm. Kona af geðdeildinni hleypur allsnakin fram hjá, öskrandi formælingar. Við vildum vissulega gera betur á Landspítalanum en ástandið þar er þó býsna langt frá þeirri sáru neyð og skelfingu sem er daglegt brauð á sjúkrastofnunum víða í þróunarríkjunum. Þrátt fyrir það sem við upplifum sem kreppu og fjárskort er Ísland eitt af ríkustu löndum heims; númer 13 á þróunarlista Sameinuðu þjóðanna. Malaví er númer 170. Þótt framlag Íslands til þróunarsamvinnu sé smátt í flestum samanburði skiptir það raunverulegu máli. Spítalarnir og heilsugæzlustöðvarnar sem Ísland hefur byggt í Malaví í samvinnu við heimamenn hafa bjargað fjölda mannslífa og bætt lífsgæði í héruðum þar sem búa fleiri samanlagt en eiga heima á Íslandi. Þessi árangur er nokkurs virði, þótt kostnaðurinn stríði gegn sannfæringu íslenzks þingmanns. Okkur ber ekki bara siðferðileg skylda til að rétta þróunarríkjunum hjálparhönd. Þá skyldu sína hefur Ísland raunar rækt mun lakar en flest nágrannaríkin undanfarna áratugi. Það eru líka beinharðir öryggis- og viðskiptahagsmunir vestrænna ríkja að hjálpa fátækum ríkjum til sjálfshjálpar. Stuðningur við menntun, heilbrigðisþjónustu, valdeflingu kvenna og atvinnuþróun, sem allt er á dagskrá Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, vinnur gegn stríðsátökum og uppgangi öfgahreyfinga, dregur úr flóttamannastraumi og byggir upp nýja markaði. Sjónarmið Vigdísar Hauksdóttur lýsa bæði vanþekkingu og þröngsýni. En allt gæti þetta staðið til bóta. Ef Vigdís verður til dæmis utanríkisráðherra í næstu ríkisstjórn verður henni venju samkvæmt boðið að heimsækja fátæku ríkin sem njóta þróunaraðstoðar Íslands. Hún gæti lært heilmikið af þeirri heimsókn.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun