Syngja bæði á hebresku og úkraínsku 25. mars 2013 11:30 „Það þýðir ekkert að standa á sviðinu og kunna ekki þessa texta. Þetta verður möppulaust „show“,“ segir Friðrik Ómar. Söngvararnir í sýningunni Saga Eurovison. Friðrik Ómar, Regína Ósk og Selma Björnsdóttir, hafa verið í stífri tungumála- og framburðarkennslu að undanförnu. Þau þurfa að syngja á fjölmörgum snúnum erlendum tungumálum í sýningunni, þar á meðal hebresku, úkraínsku, frönsku, slóvensku, ítölsku og þýsku. „Þetta gengur ótrúlega vel. Það einhvern veginn liggur ótrúlega vel fyrir okkur að syngja á fullt af tungumálum. Við tökum þessa sýningu eins og leiksýningu. Við erum búin að æfa í mánuð og eigum sex vikur eftir. Þetta er ekkert sveitaball,“ segir Friðrik Ómar og hlær. Ellefu tónleikar eru fyrirhugaðir víða um land þar sem saga Eurovision-keppninnar verður rakin frá árinu 1956 til dagsins í dag. Fyrstu tónleikarnir verða í Hofi á Akureyri 19. apríl en þeir stærstu verða í Eldborg í Hörpu 4. maí. „Við förum þrjá hringi í kringum landið. Ég fékk frænda minn, sem er með meirapróf, til að keyra okkur. Fyrst ætluðum við að keyra sjálf en þetta er svo þétt prógram að við verðum að hvílast eitthvað,“ segir Friðrik Ómar, sem vonast til að sýningin fari til útlanda í framtíðinni. „Þetta „show“ er „international“. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur.“ Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Það þýðir ekkert að standa á sviðinu og kunna ekki þessa texta. Þetta verður möppulaust „show“,“ segir Friðrik Ómar. Söngvararnir í sýningunni Saga Eurovison. Friðrik Ómar, Regína Ósk og Selma Björnsdóttir, hafa verið í stífri tungumála- og framburðarkennslu að undanförnu. Þau þurfa að syngja á fjölmörgum snúnum erlendum tungumálum í sýningunni, þar á meðal hebresku, úkraínsku, frönsku, slóvensku, ítölsku og þýsku. „Þetta gengur ótrúlega vel. Það einhvern veginn liggur ótrúlega vel fyrir okkur að syngja á fullt af tungumálum. Við tökum þessa sýningu eins og leiksýningu. Við erum búin að æfa í mánuð og eigum sex vikur eftir. Þetta er ekkert sveitaball,“ segir Friðrik Ómar og hlær. Ellefu tónleikar eru fyrirhugaðir víða um land þar sem saga Eurovision-keppninnar verður rakin frá árinu 1956 til dagsins í dag. Fyrstu tónleikarnir verða í Hofi á Akureyri 19. apríl en þeir stærstu verða í Eldborg í Hörpu 4. maí. „Við förum þrjá hringi í kringum landið. Ég fékk frænda minn, sem er með meirapróf, til að keyra okkur. Fyrst ætluðum við að keyra sjálf en þetta er svo þétt prógram að við verðum að hvílast eitthvað,“ segir Friðrik Ómar, sem vonast til að sýningin fari til útlanda í framtíðinni. „Þetta „show“ er „international“. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur.“
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira