Sat í fjögur og hálft ár í fangelsi - Íhugar að sækja bætur 26. mars 2013 06:00 Guðjón Skarphéðinsson Hafið er yfir allan skynsamlegan vafa að framburður allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi verið óáreiðanlegur. Ekki átti að leggja þá til grundvallar. Sálfræðingar segja líklegt að þeir hafi „hvergi komið þar nálægt“. „Ég get ekki mikið sagt þegar svona stórmenni komast að þessari niðurstöðu og er því í vandræðum með að mótmæla þeim,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, sóknarprestur á Staðastað. Hann sat í fjögur og hálft ár í fangelsi fyrir aðild sína að Geirfinnsmálinu. Í skýrslu nefndarinnar segir að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, hafi verið falskur. Spurður hvort til greina komi að sækja bætur fyrir vistina á Kvíabryggju, segist Guðjón ekki vera kominn svo langt í lífinu að vera búinn að ákveða það. „Ég kann ekkert á peninga, en er það ekki venjan að mál fari einhverja svoleiðis leið? En ég get svo sem ekkert sagt um hvenær eða hvernig ég geri það. Ég er ekki með neinn lögfræðing, hann er dáinn og bróðir hans sem síðan varð lögfræðingurinn minn er líka dáinn, svo ég þori varla að biðja þann þriðja,“ segir Guðjón. „Ég geri ráð fyrir því að fólkið sem var þarna líka muni hafa uppi einhverjar aðgerðir og síðan muni þetta fljóta sína leið.“ Guðjón segir það ekki nýjar fregnir að framburður hans í málinu á sínum tíma hafi verið falskur, en hann efast um að hann muni lesa skýrsluna. „Ég hef enga ástæðu til að lesa þessa skýrslu, ég hef hana ekki undir höndum og þótt ég fengi hana efast ég um að ég myndi nenna að lesa hana.“- sv Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Hafið er yfir allan skynsamlegan vafa að framburður allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi verið óáreiðanlegur. Ekki átti að leggja þá til grundvallar. Sálfræðingar segja líklegt að þeir hafi „hvergi komið þar nálægt“. „Ég get ekki mikið sagt þegar svona stórmenni komast að þessari niðurstöðu og er því í vandræðum með að mótmæla þeim,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, sóknarprestur á Staðastað. Hann sat í fjögur og hálft ár í fangelsi fyrir aðild sína að Geirfinnsmálinu. Í skýrslu nefndarinnar segir að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, hafi verið falskur. Spurður hvort til greina komi að sækja bætur fyrir vistina á Kvíabryggju, segist Guðjón ekki vera kominn svo langt í lífinu að vera búinn að ákveða það. „Ég kann ekkert á peninga, en er það ekki venjan að mál fari einhverja svoleiðis leið? En ég get svo sem ekkert sagt um hvenær eða hvernig ég geri það. Ég er ekki með neinn lögfræðing, hann er dáinn og bróðir hans sem síðan varð lögfræðingurinn minn er líka dáinn, svo ég þori varla að biðja þann þriðja,“ segir Guðjón. „Ég geri ráð fyrir því að fólkið sem var þarna líka muni hafa uppi einhverjar aðgerðir og síðan muni þetta fljóta sína leið.“ Guðjón segir það ekki nýjar fregnir að framburður hans í málinu á sínum tíma hafi verið falskur, en hann efast um að hann muni lesa skýrsluna. „Ég hef enga ástæðu til að lesa þessa skýrslu, ég hef hana ekki undir höndum og þótt ég fengi hana efast ég um að ég myndi nenna að lesa hana.“- sv
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira