Lærði jóðl á Youtube Freyr Bjarnason skrifar 26. mars 2013 06:00 „Ég var eiginlega alltaf að syngja þetta lag því ég var alltaf að reyna að jóðla fyrir nokkrum árum. Ég bað þau um að vera með mér í þessu og þeim fannst þetta mjög fyndið," segir Hrefna Björg Gylfadóttir. Hún söng, ásamt Jöru Hilmarsdóttur, lagið Hann kenndi mér að jóðla í úrslitum Gettu betur í beinni útsendingu Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar jóðlaði Hrefna Björg eins og enginn væri morgundagurinn við góðar undirtektir gesta og vafalítið sjónvarpsáhorfenda líka. Aðspurð segist hún hafa fengið áhuga á jóðli þegar hún var í níunda bekk. „Ég var alltaf að hlusta á Franzl Lang, sem er geðveikt flottur jóðlari. Svo reyndi ég bara að læra að jóðla á [vefsíðunni] Youtube og skoða kennsluvideo," segir hún og vill ekki meina að það hafi verið erfitt. „Ég gúglaði það, því mér fannst þetta frekar auðvelt, og þetta er víst eitthvað sem fólk bara getur eða getur ekki. Það er ekki mikið hægt að æfa þetta en ég þurfti samt að æfa þetta svolítið." Hin sautján ára Hrefna Björg er á náttúrufræðibraut í MH. Hún er einnig í Hamrahlíðarkórnum og er að æfa á píanó. Hún segist kunna að jóðla afmælissönginn og að minnsta kosti sex lög eftir Franzl Lang af Youtube. Aðspurð segist hún vel geta hugsað sér tónlistarferil sem jóðlari hér á landi, til dæmis í partíum. „Ef það er einhver „bissness" í því væri það ógeðslega gaman," segir hún og hlær. Jóðl er söngmáti sem talið er að eigi uppruna sinn hjá íbúum svissnesku alpanna. Fáir Íslendingar hafa tileinkað sér þessa óvenjulegu íþrótt og Hrefna Björg á erfitt með að nefna íslenska jóðlara, nema þá helst langömmu sína. En er ekki gaman að kunna að jóðla? „Þetta er svolítið fyndið. Nema hvað að ég er alltaf að reyna að vanda mig við þetta því mér finnst þetta dálítið flott. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar fólk fer geðveikt mikið að hlæja en það er kannski bara af því að þetta er svolítið skrítið." Tónlist Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég var eiginlega alltaf að syngja þetta lag því ég var alltaf að reyna að jóðla fyrir nokkrum árum. Ég bað þau um að vera með mér í þessu og þeim fannst þetta mjög fyndið," segir Hrefna Björg Gylfadóttir. Hún söng, ásamt Jöru Hilmarsdóttur, lagið Hann kenndi mér að jóðla í úrslitum Gettu betur í beinni útsendingu Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar jóðlaði Hrefna Björg eins og enginn væri morgundagurinn við góðar undirtektir gesta og vafalítið sjónvarpsáhorfenda líka. Aðspurð segist hún hafa fengið áhuga á jóðli þegar hún var í níunda bekk. „Ég var alltaf að hlusta á Franzl Lang, sem er geðveikt flottur jóðlari. Svo reyndi ég bara að læra að jóðla á [vefsíðunni] Youtube og skoða kennsluvideo," segir hún og vill ekki meina að það hafi verið erfitt. „Ég gúglaði það, því mér fannst þetta frekar auðvelt, og þetta er víst eitthvað sem fólk bara getur eða getur ekki. Það er ekki mikið hægt að æfa þetta en ég þurfti samt að æfa þetta svolítið." Hin sautján ára Hrefna Björg er á náttúrufræðibraut í MH. Hún er einnig í Hamrahlíðarkórnum og er að æfa á píanó. Hún segist kunna að jóðla afmælissönginn og að minnsta kosti sex lög eftir Franzl Lang af Youtube. Aðspurð segist hún vel geta hugsað sér tónlistarferil sem jóðlari hér á landi, til dæmis í partíum. „Ef það er einhver „bissness" í því væri það ógeðslega gaman," segir hún og hlær. Jóðl er söngmáti sem talið er að eigi uppruna sinn hjá íbúum svissnesku alpanna. Fáir Íslendingar hafa tileinkað sér þessa óvenjulegu íþrótt og Hrefna Björg á erfitt með að nefna íslenska jóðlara, nema þá helst langömmu sína. En er ekki gaman að kunna að jóðla? „Þetta er svolítið fyndið. Nema hvað að ég er alltaf að reyna að vanda mig við þetta því mér finnst þetta dálítið flott. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar fólk fer geðveikt mikið að hlæja en það er kannski bara af því að þetta er svolítið skrítið."
Tónlist Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira