Lærði jóðl á Youtube Freyr Bjarnason skrifar 26. mars 2013 06:00 „Ég var eiginlega alltaf að syngja þetta lag því ég var alltaf að reyna að jóðla fyrir nokkrum árum. Ég bað þau um að vera með mér í þessu og þeim fannst þetta mjög fyndið," segir Hrefna Björg Gylfadóttir. Hún söng, ásamt Jöru Hilmarsdóttur, lagið Hann kenndi mér að jóðla í úrslitum Gettu betur í beinni útsendingu Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar jóðlaði Hrefna Björg eins og enginn væri morgundagurinn við góðar undirtektir gesta og vafalítið sjónvarpsáhorfenda líka. Aðspurð segist hún hafa fengið áhuga á jóðli þegar hún var í níunda bekk. „Ég var alltaf að hlusta á Franzl Lang, sem er geðveikt flottur jóðlari. Svo reyndi ég bara að læra að jóðla á [vefsíðunni] Youtube og skoða kennsluvideo," segir hún og vill ekki meina að það hafi verið erfitt. „Ég gúglaði það, því mér fannst þetta frekar auðvelt, og þetta er víst eitthvað sem fólk bara getur eða getur ekki. Það er ekki mikið hægt að æfa þetta en ég þurfti samt að æfa þetta svolítið." Hin sautján ára Hrefna Björg er á náttúrufræðibraut í MH. Hún er einnig í Hamrahlíðarkórnum og er að æfa á píanó. Hún segist kunna að jóðla afmælissönginn og að minnsta kosti sex lög eftir Franzl Lang af Youtube. Aðspurð segist hún vel geta hugsað sér tónlistarferil sem jóðlari hér á landi, til dæmis í partíum. „Ef það er einhver „bissness" í því væri það ógeðslega gaman," segir hún og hlær. Jóðl er söngmáti sem talið er að eigi uppruna sinn hjá íbúum svissnesku alpanna. Fáir Íslendingar hafa tileinkað sér þessa óvenjulegu íþrótt og Hrefna Björg á erfitt með að nefna íslenska jóðlara, nema þá helst langömmu sína. En er ekki gaman að kunna að jóðla? „Þetta er svolítið fyndið. Nema hvað að ég er alltaf að reyna að vanda mig við þetta því mér finnst þetta dálítið flott. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar fólk fer geðveikt mikið að hlæja en það er kannski bara af því að þetta er svolítið skrítið." Tónlist Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Ég var eiginlega alltaf að syngja þetta lag því ég var alltaf að reyna að jóðla fyrir nokkrum árum. Ég bað þau um að vera með mér í þessu og þeim fannst þetta mjög fyndið," segir Hrefna Björg Gylfadóttir. Hún söng, ásamt Jöru Hilmarsdóttur, lagið Hann kenndi mér að jóðla í úrslitum Gettu betur í beinni útsendingu Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar jóðlaði Hrefna Björg eins og enginn væri morgundagurinn við góðar undirtektir gesta og vafalítið sjónvarpsáhorfenda líka. Aðspurð segist hún hafa fengið áhuga á jóðli þegar hún var í níunda bekk. „Ég var alltaf að hlusta á Franzl Lang, sem er geðveikt flottur jóðlari. Svo reyndi ég bara að læra að jóðla á [vefsíðunni] Youtube og skoða kennsluvideo," segir hún og vill ekki meina að það hafi verið erfitt. „Ég gúglaði það, því mér fannst þetta frekar auðvelt, og þetta er víst eitthvað sem fólk bara getur eða getur ekki. Það er ekki mikið hægt að æfa þetta en ég þurfti samt að æfa þetta svolítið." Hin sautján ára Hrefna Björg er á náttúrufræðibraut í MH. Hún er einnig í Hamrahlíðarkórnum og er að æfa á píanó. Hún segist kunna að jóðla afmælissönginn og að minnsta kosti sex lög eftir Franzl Lang af Youtube. Aðspurð segist hún vel geta hugsað sér tónlistarferil sem jóðlari hér á landi, til dæmis í partíum. „Ef það er einhver „bissness" í því væri það ógeðslega gaman," segir hún og hlær. Jóðl er söngmáti sem talið er að eigi uppruna sinn hjá íbúum svissnesku alpanna. Fáir Íslendingar hafa tileinkað sér þessa óvenjulegu íþrótt og Hrefna Björg á erfitt með að nefna íslenska jóðlara, nema þá helst langömmu sína. En er ekki gaman að kunna að jóðla? „Þetta er svolítið fyndið. Nema hvað að ég er alltaf að reyna að vanda mig við þetta því mér finnst þetta dálítið flott. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar fólk fer geðveikt mikið að hlæja en það er kannski bara af því að þetta er svolítið skrítið."
Tónlist Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira