Hugmyndafræði á haus Þorsteinn Pálsson skrifar 30. mars 2013 06:00 Alla jafnan sætir ekki tíðindum þegar ráðherrar af Norðurlöndum koma hingað. Þó vakti heimsókn Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, nokkru meiri athygli á dögunum en gengur og gerist. Hann var áður leiðtogi Hægri flokksins og forsætisráðherra. Koma hans hingað að þessu sinni gefur tilefni til að skoða ýmsar hliðar Evrópusambandsumræðunnar. Nefna má hversu hugmyndafræðilegt reiptog hér sker sig frá því sem almennt er í þeim löndum sem við jöfnum okkur helst til og eigum mest viðskipti við. Evrópusamstarfið byggir fyrst og fremst á þeirri hugsun að athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja yfir landamæri og út fyrir landsteina auki hagvöxt og velferð. Í annan stað er hugsunin sú að tryggja verði jafnræði með samræmdum leikreglum. Í þriðja lagi er hugsunin sú að slíkt samstarf skyldra þjóða efli þær í samskiptum við fjarlægari heimshluta. Loks hafa menn talið að með þessu móti megi tryggja frið og öryggi betur en með annars konar samskiptaháttum. Af sjálfu leiðir að borgaralegir flokkar og sósíaldemókratar hafa alls staðar náð saman um þessa umgjörð efnahagslífs og alþjóðasamstarfs. Hreinir vinstri flokkar og þeir sem lengst eru til hægri eru af hugmyndafræðilegum ástæðum gjarnan á öndverðum meiði. Ísland hefur lengst af fallið inn í þessa mynd. Það er fyrst á allra síðustu árum að meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna hefur snúið þessari hugmyndafræði á haus.Röksemdasmit Í frjálsu þjóðfélagi hljóta ólík hugmyndafræðileg viðhorf að leiða til rökræðna og átaka í kosningum. Það er eins og vera ber. En hitt er ekki vandalaust þegar hugmyndafræðinni er snúið á haus eins og hér hefur gerst í rökræðum um Evrópusambandið. Málefnaleg ósamkvæmni í innanlandspólitíkinni og Evrópupólitíkinni getur nefnilega valdið röksemdasmiti. Án þess að rýrð sé kastað á nokkurn bera Morgunblaðið og netmiðillinn Evrópuvaktin höfuð og herðar yfir aðra málflytjendur gegn frekara Evrópusamstarfi. Þó að málflutningur Morgunblaðsins hafi um skeið verið Framsóknarflokknum notadrýgstur er gamalgróin ímynd blaðsins þó sú að þar megi finna viljans sverð og andans skjöld fyrir borgaralegri hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins. Á sínum tíma var Hannes Pétursson skáld tíður gestur á síðum Morgunblaðsins. Fyrir skömmu skrifaði skáldið grein í þetta blað þar sem sjónum var beint að þeim lýsingum sem andstæðingar frekari Evrópusamvinnu nota um forysturíki Evrópusambandsins. Þau eru jafnan nefnd nýlenduríki. Þau eru sögð kúga smáþjóðir. Þau eru kölluð varðhundar bankavaldsins gegn hagsmunum almennings. Brussel er álitin háborg umsátursins um Ísland. Forystumenn sömu ríkja hafa lengi hist í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Þar hafa þeir fram til þessa haldið á kyndli frelsisins, verið brjóstvörn lýðræðis og hlífiskjöldur smáríkja. Getur geð þeirra verið svo klofið eftir því hvar þeir hittast í borginni? Eða höfum við eftir allt verið í hættulegum félagsskap frá 1949 eins og Þjóðviljinn fullyrti með nákvæmlega sömu orðum og Morgunblaðið notar nú um Evrópusambandið?Með eða móti óreiðumönnum? Eftir að dró úr deilum um atvinnufrelsi og þjóðnýtingu hefur markalínan milli vinstri og hægri í pólitík helst verið dregin milli ráðdeildar og óreiðu í fjármálum. Við hrösuðum illa á sviði peningamála fyrir fáum árum og þurftum að biðja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og nokkur Evrópusambandsríki ásjár. Aðstoð var veitt með ströngum skilyrðum um íhaldsráðstafanir í fjármálum. Kýpur hefur um hríð verið á barmi hengiflugsins. Gagnrýnendur Evrópusambandsaðildar færa nú þau rök helst gegn aðild Íslands að þau skilyrði sem sambandið setur Kýpur um ráðdeild á móti aðstoð lýsi óvild forysturíkja þess í garð smáríkja. Með öðrum orðum: Tilgangurinn helgarmeðalið. Afstaða er tekin með þeim sem bera ábyrgð á óreiðunni á Kýpur og gegn þeim sem halda fast við ráðdeildina ef það má verða til að sá tortryggni í garð Evrópusambandsins. Önnur röksemd sem beitt er gegn Evrópusambandinu eru hugmyndir sem þar eru ræddar um sameiginlega ríkisfjármálareglu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir sams konar hugmyndum. En slík hugsun er talin sprottin af hinu illa í Evrópusamhengi. Hvernig geta menn gert kröfur um ráðdeild og að þjóðin lifi í samræmi við efni þegar slíkt þykir vera yfirgangur og ofríki gagnvart ríkjum sem hafa spilað rassinn úr buxunum? Alltént er hætt við að ráðdeildarboðskapurinn á heimavígstöðvunum veikist. Röksemdasmit af þessum toga gæti verið ein skýringin á þeirri málefnalegu upplausn og fylgissveiflum sem nú einkenna stjórnmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun
Alla jafnan sætir ekki tíðindum þegar ráðherrar af Norðurlöndum koma hingað. Þó vakti heimsókn Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, nokkru meiri athygli á dögunum en gengur og gerist. Hann var áður leiðtogi Hægri flokksins og forsætisráðherra. Koma hans hingað að þessu sinni gefur tilefni til að skoða ýmsar hliðar Evrópusambandsumræðunnar. Nefna má hversu hugmyndafræðilegt reiptog hér sker sig frá því sem almennt er í þeim löndum sem við jöfnum okkur helst til og eigum mest viðskipti við. Evrópusamstarfið byggir fyrst og fremst á þeirri hugsun að athafnafrelsi einstaklinga og fyrirtækja yfir landamæri og út fyrir landsteina auki hagvöxt og velferð. Í annan stað er hugsunin sú að tryggja verði jafnræði með samræmdum leikreglum. Í þriðja lagi er hugsunin sú að slíkt samstarf skyldra þjóða efli þær í samskiptum við fjarlægari heimshluta. Loks hafa menn talið að með þessu móti megi tryggja frið og öryggi betur en með annars konar samskiptaháttum. Af sjálfu leiðir að borgaralegir flokkar og sósíaldemókratar hafa alls staðar náð saman um þessa umgjörð efnahagslífs og alþjóðasamstarfs. Hreinir vinstri flokkar og þeir sem lengst eru til hægri eru af hugmyndafræðilegum ástæðum gjarnan á öndverðum meiði. Ísland hefur lengst af fallið inn í þessa mynd. Það er fyrst á allra síðustu árum að meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna hefur snúið þessari hugmyndafræði á haus.Röksemdasmit Í frjálsu þjóðfélagi hljóta ólík hugmyndafræðileg viðhorf að leiða til rökræðna og átaka í kosningum. Það er eins og vera ber. En hitt er ekki vandalaust þegar hugmyndafræðinni er snúið á haus eins og hér hefur gerst í rökræðum um Evrópusambandið. Málefnaleg ósamkvæmni í innanlandspólitíkinni og Evrópupólitíkinni getur nefnilega valdið röksemdasmiti. Án þess að rýrð sé kastað á nokkurn bera Morgunblaðið og netmiðillinn Evrópuvaktin höfuð og herðar yfir aðra málflytjendur gegn frekara Evrópusamstarfi. Þó að málflutningur Morgunblaðsins hafi um skeið verið Framsóknarflokknum notadrýgstur er gamalgróin ímynd blaðsins þó sú að þar megi finna viljans sverð og andans skjöld fyrir borgaralegri hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins. Á sínum tíma var Hannes Pétursson skáld tíður gestur á síðum Morgunblaðsins. Fyrir skömmu skrifaði skáldið grein í þetta blað þar sem sjónum var beint að þeim lýsingum sem andstæðingar frekari Evrópusamvinnu nota um forysturíki Evrópusambandsins. Þau eru jafnan nefnd nýlenduríki. Þau eru sögð kúga smáþjóðir. Þau eru kölluð varðhundar bankavaldsins gegn hagsmunum almennings. Brussel er álitin háborg umsátursins um Ísland. Forystumenn sömu ríkja hafa lengi hist í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Þar hafa þeir fram til þessa haldið á kyndli frelsisins, verið brjóstvörn lýðræðis og hlífiskjöldur smáríkja. Getur geð þeirra verið svo klofið eftir því hvar þeir hittast í borginni? Eða höfum við eftir allt verið í hættulegum félagsskap frá 1949 eins og Þjóðviljinn fullyrti með nákvæmlega sömu orðum og Morgunblaðið notar nú um Evrópusambandið?Með eða móti óreiðumönnum? Eftir að dró úr deilum um atvinnufrelsi og þjóðnýtingu hefur markalínan milli vinstri og hægri í pólitík helst verið dregin milli ráðdeildar og óreiðu í fjármálum. Við hrösuðum illa á sviði peningamála fyrir fáum árum og þurftum að biðja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og nokkur Evrópusambandsríki ásjár. Aðstoð var veitt með ströngum skilyrðum um íhaldsráðstafanir í fjármálum. Kýpur hefur um hríð verið á barmi hengiflugsins. Gagnrýnendur Evrópusambandsaðildar færa nú þau rök helst gegn aðild Íslands að þau skilyrði sem sambandið setur Kýpur um ráðdeild á móti aðstoð lýsi óvild forysturíkja þess í garð smáríkja. Með öðrum orðum: Tilgangurinn helgarmeðalið. Afstaða er tekin með þeim sem bera ábyrgð á óreiðunni á Kýpur og gegn þeim sem halda fast við ráðdeildina ef það má verða til að sá tortryggni í garð Evrópusambandsins. Önnur röksemd sem beitt er gegn Evrópusambandinu eru hugmyndir sem þar eru ræddar um sameiginlega ríkisfjármálareglu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir sams konar hugmyndum. En slík hugsun er talin sprottin af hinu illa í Evrópusamhengi. Hvernig geta menn gert kröfur um ráðdeild og að þjóðin lifi í samræmi við efni þegar slíkt þykir vera yfirgangur og ofríki gagnvart ríkjum sem hafa spilað rassinn úr buxunum? Alltént er hætt við að ráðdeildarboðskapurinn á heimavígstöðvunum veikist. Röksemdasmit af þessum toga gæti verið ein skýringin á þeirri málefnalegu upplausn og fylgissveiflum sem nú einkenna stjórnmálin.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun