Gagnsæi er lykillinn að fulltrúalýðræði 7. apríl 2013 20:15 Smári McCarthy , Pírati Píratar eru eitt af fjölmörgum nýjum framboðum sem komið hafa fram fyrir þessar kosningar. Þeim virðist þó hafa gengið betur en öðrum að koma sínum boðskap á framfæri þar sem þeir mælast með 5,6% fylgi og fjóra þingmenn í síðustu könnun Fréttablaðsins. Smári McCarthy, forystumaður Pírata í Suðurkjördæmi, segir þessa nýjustu könnun vera ánægjulega en ekki koma á óvart í sjálfu sér. Hann segist telja að með því að komast yfir fimm prósenta fylgi, sem tryggir framboðum þingsæti, verði farið að líta á Pírata sem raunhæfan valkost. „Á hinn bóginn eru enn nokkur framboð fyrir neðan fimm prósenta mörkin sem almenningur og fjölmiðlar ættu að gefa mun meiri athygli." Sérstaða sem alþjóðleg hreyfing Smári segir að þrátt fyrir hinn óvenjumikla fjölda nýrra framboða hafi píratar ekki átt erfitt með að skapa sér sérstöðu í kosningabaráttunni. „Við erum enda með aðra sýn á hlutina en aðrir. Við erum hluti af stórri alþjóðlegri hreyfingu pírata í 62 löndum." Þið hafið stefnumál eins og beint lýðræði, gagnsæi, netfrelsi og fleira, en hvar standið þið í öðrum málaflokkum, til dæmis skuldastöðu heimilanna, Evrópumálum og félagsmálum? „Fulltrúalýðræði felur annars vegar í sér að fólk eigi að vera upplýst og hins vegar að það eigi að taka ákvarðanir. En fólk er ekki nógu vel upplýst um gang mála í samfélaginu, því að gagnsæi í stjórnkerfinu er takmarkað, og hefur því takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á stjórn landsins." Smári segir að nú sé tækifæri, bæði tækni og kunnátta til að víkka út þjóðmálaumræðuna til almennings. „Það felur í sér að færa völd til almennings og þar eru öll málefni undir, hvort sem er menntun eða skuldamál eða hvað sem er." Hann segir Pírata hafa stefnu í skuldamálum en ekki leggja til eina leið umfram aðrar. Smári segir þó ljóst að 110% hafi ekki borið árangur og Píratar séu fylgjandi lyklaskilaleiðinni. Annar hluti stefnu þeirra í þessum málum sé að gera fjármálastofnunum skylt að tilkynna ef skuldir lántakenda skipti um hendur. „Erlendir bankar kaupa skuldir og afskrifa kannski hluta þeirra til að fá skattafríðindi, en skuldunauturinn hér heima er enn að borga af sömu skuld og búið er að afskrifa úti. Það er galið og við viljum setja í lög að bankar verði að tilkynna um slíkt. Það eru einfaldar aðgerðir sem munu skila miklu fyrir marga," segir Smári og bætir því við að ekki sé hægt að taka ákvarðanir um framhald í skuldamálum fyrr en fyrir liggi hvernig ástandið er í raun og veru.Gagnsæi gegn sóun almannafjár Hvað varðar ríkisútgjöld telja píratar að aukið gagnsæi og upplýsingar til almennings ættu að geta hamlað sóun almannafjár. „Eitt svarið er að opna bókhald ríkisins. Við vitum hversu mikið er á fjárlögum, en við vitum ekki nákvæmlega hvernig peningunum er eytt. Allar viðskiptafærslur ríkisins ættu að liggja fyrir, helst opnar á netinu, með þeim hætti að hver sem er geti skoðað þær og ef þeim fyndist eitthvað orka tvímælis gætu þeir kallað eftir athugun á því."Unga fólkið líklegri kjósendur Píratar njóta mun meira fylgis hjá ungu fólki, en Smári segir að fyrir því sé rökrétt ástæða. „Auðvitað viljum við ná til sem flestra, en áherslan er á að tala til þeirra sem eru tilbúnir til að skilja okkur og nú er staðan þannig að það er yngra fólkið. Við lofum ekki að við munum búa til glæsta framtíð fyrir þau, heldur ætlum við að bjóða þeim upp á tækifæri til að skapa sína eigin framtíð. Ég vona þó auðvitað að sem flestir kynni sér okkar stefnumál, því að við erum ekki að tala um neitt róttækt og byltingarkennt, heldur einföld mannréttindi og sjálfsögð lýðræðisleg réttindi." Smári segist viss um að píratar verði meðal þingmanna næsta haust. „Ég trúi því og held að það sé nauðsynlegt, því að burtséð frá þeim stóru vandamálum sem samfélagið stendur fyrir í augnablikinu eru líka ákveðin tækifæri sem enginn hinna flokkanna er að tala um að nýta sér." Smári nefnir sem dæmi áherslu á vaxandi alþjóðleg netviðskipti. „Ísland þarf að ákveða á næstu árum hversu mikla hlutdeild í nethagkerfinu við viljum eiga. Þetta eru ekki bara einhverjir nördar á bak við tölvur sem eru að gera eitthvað, heldur fellur undir þetta allur framleiðsluiðnaður, allt sem felur í sér útflutning eða þjónustu mun verða undir áhrifum af netviðskiptum á næstu árum. Við verðum að móta kerfi sem hlúir sérstaklega að litlum fyrirtækjum, því það er smáiðjan, sérstaklega lítil framleiðslufyrirtæki á landsbyggðinni, sem kemur helst til með að reiða sig á gott lagaumhverfi sem verndar tjáningarfrelsi og fjarskipti og uppbyggingu á fjarskiptamöguleikum. Það er okkar atvinnustefna í grunninn, að tryggja það að fólk komist á alþjóðamarkað með sínar vörur." Kosningar 2013 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Sjá meira
Píratar eru eitt af fjölmörgum nýjum framboðum sem komið hafa fram fyrir þessar kosningar. Þeim virðist þó hafa gengið betur en öðrum að koma sínum boðskap á framfæri þar sem þeir mælast með 5,6% fylgi og fjóra þingmenn í síðustu könnun Fréttablaðsins. Smári McCarthy, forystumaður Pírata í Suðurkjördæmi, segir þessa nýjustu könnun vera ánægjulega en ekki koma á óvart í sjálfu sér. Hann segist telja að með því að komast yfir fimm prósenta fylgi, sem tryggir framboðum þingsæti, verði farið að líta á Pírata sem raunhæfan valkost. „Á hinn bóginn eru enn nokkur framboð fyrir neðan fimm prósenta mörkin sem almenningur og fjölmiðlar ættu að gefa mun meiri athygli." Sérstaða sem alþjóðleg hreyfing Smári segir að þrátt fyrir hinn óvenjumikla fjölda nýrra framboða hafi píratar ekki átt erfitt með að skapa sér sérstöðu í kosningabaráttunni. „Við erum enda með aðra sýn á hlutina en aðrir. Við erum hluti af stórri alþjóðlegri hreyfingu pírata í 62 löndum." Þið hafið stefnumál eins og beint lýðræði, gagnsæi, netfrelsi og fleira, en hvar standið þið í öðrum málaflokkum, til dæmis skuldastöðu heimilanna, Evrópumálum og félagsmálum? „Fulltrúalýðræði felur annars vegar í sér að fólk eigi að vera upplýst og hins vegar að það eigi að taka ákvarðanir. En fólk er ekki nógu vel upplýst um gang mála í samfélaginu, því að gagnsæi í stjórnkerfinu er takmarkað, og hefur því takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á stjórn landsins." Smári segir að nú sé tækifæri, bæði tækni og kunnátta til að víkka út þjóðmálaumræðuna til almennings. „Það felur í sér að færa völd til almennings og þar eru öll málefni undir, hvort sem er menntun eða skuldamál eða hvað sem er." Hann segir Pírata hafa stefnu í skuldamálum en ekki leggja til eina leið umfram aðrar. Smári segir þó ljóst að 110% hafi ekki borið árangur og Píratar séu fylgjandi lyklaskilaleiðinni. Annar hluti stefnu þeirra í þessum málum sé að gera fjármálastofnunum skylt að tilkynna ef skuldir lántakenda skipti um hendur. „Erlendir bankar kaupa skuldir og afskrifa kannski hluta þeirra til að fá skattafríðindi, en skuldunauturinn hér heima er enn að borga af sömu skuld og búið er að afskrifa úti. Það er galið og við viljum setja í lög að bankar verði að tilkynna um slíkt. Það eru einfaldar aðgerðir sem munu skila miklu fyrir marga," segir Smári og bætir því við að ekki sé hægt að taka ákvarðanir um framhald í skuldamálum fyrr en fyrir liggi hvernig ástandið er í raun og veru.Gagnsæi gegn sóun almannafjár Hvað varðar ríkisútgjöld telja píratar að aukið gagnsæi og upplýsingar til almennings ættu að geta hamlað sóun almannafjár. „Eitt svarið er að opna bókhald ríkisins. Við vitum hversu mikið er á fjárlögum, en við vitum ekki nákvæmlega hvernig peningunum er eytt. Allar viðskiptafærslur ríkisins ættu að liggja fyrir, helst opnar á netinu, með þeim hætti að hver sem er geti skoðað þær og ef þeim fyndist eitthvað orka tvímælis gætu þeir kallað eftir athugun á því."Unga fólkið líklegri kjósendur Píratar njóta mun meira fylgis hjá ungu fólki, en Smári segir að fyrir því sé rökrétt ástæða. „Auðvitað viljum við ná til sem flestra, en áherslan er á að tala til þeirra sem eru tilbúnir til að skilja okkur og nú er staðan þannig að það er yngra fólkið. Við lofum ekki að við munum búa til glæsta framtíð fyrir þau, heldur ætlum við að bjóða þeim upp á tækifæri til að skapa sína eigin framtíð. Ég vona þó auðvitað að sem flestir kynni sér okkar stefnumál, því að við erum ekki að tala um neitt róttækt og byltingarkennt, heldur einföld mannréttindi og sjálfsögð lýðræðisleg réttindi." Smári segist viss um að píratar verði meðal þingmanna næsta haust. „Ég trúi því og held að það sé nauðsynlegt, því að burtséð frá þeim stóru vandamálum sem samfélagið stendur fyrir í augnablikinu eru líka ákveðin tækifæri sem enginn hinna flokkanna er að tala um að nýta sér." Smári nefnir sem dæmi áherslu á vaxandi alþjóðleg netviðskipti. „Ísland þarf að ákveða á næstu árum hversu mikla hlutdeild í nethagkerfinu við viljum eiga. Þetta eru ekki bara einhverjir nördar á bak við tölvur sem eru að gera eitthvað, heldur fellur undir þetta allur framleiðsluiðnaður, allt sem felur í sér útflutning eða þjónustu mun verða undir áhrifum af netviðskiptum á næstu árum. Við verðum að móta kerfi sem hlúir sérstaklega að litlum fyrirtækjum, því það er smáiðjan, sérstaklega lítil framleiðslufyrirtæki á landsbyggðinni, sem kemur helst til með að reiða sig á gott lagaumhverfi sem verndar tjáningarfrelsi og fjarskipti og uppbyggingu á fjarskiptamöguleikum. Það er okkar atvinnustefna í grunninn, að tryggja það að fólk komist á alþjóðamarkað með sínar vörur."
Kosningar 2013 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Sjá meira