Golfið er alltaf númer eitt Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. apríl 2013 11:30 Græni jakkinn kallar á gríðarlega athygli Bubba Watson vann Masters-mótið í fyrra og hér sést hann mæta í viðtal í þætti David Letterman. nordicphotos/Getty Bubba Watson vann Masters-mótið í fyrra og leitaði sér ráða um hvernig best væri að vinna með alla athyglina frá aðdáendum og fjölmiðlum. Bandaríski kylfingurinn Bubba Watson á titil að verja á Augusta National-vellinum á Masters-mótinu. Hann vann mótið í fyrra eftir bráðabana við Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Watson sló ótrúlegu höggi úr vonlausri stöðu inn á flöt á annarri holu bráðabanans og tryggði sér sigur. Höggið er talið eitt það ótrúlegasta í sögu golfsins en Watson náði að láta boltann taka nánast 90 gráðu vinkilbeygju og inn á flöt í fuglafæri eftir að hafa verið umkringdur trjám. Watson er einn af skemmtilegri kylfingum á PGA-mótaröðinni. Hann er ærslafullur bæði innan vallar sem utan og leikur hans er ólíkur leik flestra. Þótt alla dreymi um að vinna risamót fylgir því oft aukin athygli og í íþróttum getur það haft slæm áhrif á frammistöðu. Watson hefur fundið fyrir athyglinni„Ég leitaði til nokkurra leikmanna eins og Graeme McDowell, (Rory) McIlroy, spurði Tiger og fleiri ráða. Ég spurði hvernig maður ætti að höndla alla þessa athygli frá aðdáendum og fjölmiðlum? Allt verður þetta til þess að maður fjarlægist golfið,“ segir Watson. Það varð honum kannski til happs að hann og eiginkona hans, Angie, ættleiddu á sama tíma son og því fór mikill tími hjá Watson í að annast nýjasta fjölskyldumeðliminn. „Ég sleppti nokkrum mótum eftir að við eignuðumst Caleb. Ég náði þar með að slaka á með fjölskyldunni og endurstilla mig.“ Golfið í fyrsta sætiðWatson hefur ekki unnið mót síðan hann sigraði á Masters fyrir ári. Hann hefur lítinn áhuga á því að falla í gleymsku sem kylfingur sem sigraði bara á einu risamóti. „Ég vil ekki verða þekktur fyrir að hafa unnið eitt mót. Ég ætla mér stærri hluti en það,“ segir Watson. Hann gæti vel orðið fjórði kylfingurinn í sögu Masters-mótsins til að verja titil sinn um helgina. Jack Nicklaus, Nick Faldo og Tiger Woods hafa afrekað það. Þó að Watson hafi ekki leiðst að sýna sig í spjallþáttum í græna jakkanum eftir sigurinn á síðasta ári heldur hann báðum fótum á jörðinni. „Umboðsmaðurinn minn gaf mér gott ráð strax eftir sigurinn á Masters. Hann ráðlagði mér að setja golfið í fyrsta sætið. Við sögðum nei við mörgum beiðnum frá fjölmiðlum. Bubba Watson er fyrst og fremst kylfingur, höfðum þetta einfalt og golf var alltaf númer eitt.“ Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Bubba Watson vann Masters-mótið í fyrra og leitaði sér ráða um hvernig best væri að vinna með alla athyglina frá aðdáendum og fjölmiðlum. Bandaríski kylfingurinn Bubba Watson á titil að verja á Augusta National-vellinum á Masters-mótinu. Hann vann mótið í fyrra eftir bráðabana við Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Watson sló ótrúlegu höggi úr vonlausri stöðu inn á flöt á annarri holu bráðabanans og tryggði sér sigur. Höggið er talið eitt það ótrúlegasta í sögu golfsins en Watson náði að láta boltann taka nánast 90 gráðu vinkilbeygju og inn á flöt í fuglafæri eftir að hafa verið umkringdur trjám. Watson er einn af skemmtilegri kylfingum á PGA-mótaröðinni. Hann er ærslafullur bæði innan vallar sem utan og leikur hans er ólíkur leik flestra. Þótt alla dreymi um að vinna risamót fylgir því oft aukin athygli og í íþróttum getur það haft slæm áhrif á frammistöðu. Watson hefur fundið fyrir athyglinni„Ég leitaði til nokkurra leikmanna eins og Graeme McDowell, (Rory) McIlroy, spurði Tiger og fleiri ráða. Ég spurði hvernig maður ætti að höndla alla þessa athygli frá aðdáendum og fjölmiðlum? Allt verður þetta til þess að maður fjarlægist golfið,“ segir Watson. Það varð honum kannski til happs að hann og eiginkona hans, Angie, ættleiddu á sama tíma son og því fór mikill tími hjá Watson í að annast nýjasta fjölskyldumeðliminn. „Ég sleppti nokkrum mótum eftir að við eignuðumst Caleb. Ég náði þar með að slaka á með fjölskyldunni og endurstilla mig.“ Golfið í fyrsta sætiðWatson hefur ekki unnið mót síðan hann sigraði á Masters fyrir ári. Hann hefur lítinn áhuga á því að falla í gleymsku sem kylfingur sem sigraði bara á einu risamóti. „Ég vil ekki verða þekktur fyrir að hafa unnið eitt mót. Ég ætla mér stærri hluti en það,“ segir Watson. Hann gæti vel orðið fjórði kylfingurinn í sögu Masters-mótsins til að verja titil sinn um helgina. Jack Nicklaus, Nick Faldo og Tiger Woods hafa afrekað það. Þó að Watson hafi ekki leiðst að sýna sig í spjallþáttum í græna jakkanum eftir sigurinn á síðasta ári heldur hann báðum fótum á jörðinni. „Umboðsmaðurinn minn gaf mér gott ráð strax eftir sigurinn á Masters. Hann ráðlagði mér að setja golfið í fyrsta sætið. Við sögðum nei við mörgum beiðnum frá fjölmiðlum. Bubba Watson er fyrst og fremst kylfingur, höfðum þetta einfalt og golf var alltaf númer eitt.“
Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00
14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30
Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30