Nýdönsk með árlega tónleika Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 18. apríl 2013 13:00 Hægt verður að sjá Nýdönsk á sviði árlega héðan í frá. „Eftir 25 ára afmælistónleikana í fyrra helltist yfir okkur löngun til að gera þetta aftur að ári. Þetta var svo einstök upplifun“, segir Jón Ólafsson, meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Hljómsveitin hefur nú ákveðið að blása til tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar 21. september og er stefnan að stórtónleikar með sveitinni verði árlegur viðburður héðan í frá. Stefnt er að því að hafa tónleikana í september ár hvert, sem Jón telur vera góðan mánuð þar sem það sé lognið á undan storminum sem fylgir jólaösinni með tilheyrandi útgáfu- og jólatónleikum. „Tónleikarnir verða ólíkir frá ári til árs. Við höfum gefið út reiðinnar býsn af efni í gegnum tíðina þannig að það ætti ekki að vera vandamál. Hugsanlega fáum við svo gesti til að krydda þetta aðeins,“ segir Jón og bætir við að þeir gætu rétt eins komið úr hópi dýratemjara eins og tónlistarfólks. Tónleikarnir bera yfirskriftina Fram á nótt eftir einu þekktasta lagi hljómsveitarinnar en vinsælustu lög sveitarinnar verða einmitt höfð í brennidepli. „Við tónlistarmennirnir höfum tilhneigingu til að lauma minna þekktum lögum inn á milli þeirra þekktustu því okkur þykir svo gaman að spila þau. Að þessu sinni ætlum við þó að beygja okkur í duftið og spila eingöngu okkar vinsælustu lög. Þegar nær dregur munum við bjóða upp á skoðanakönnun þar sem áhangendur geta pantað uppáhaldslög sín fyrir tónleikana.“ Forsala miða hefst 2. maí. Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Eftir 25 ára afmælistónleikana í fyrra helltist yfir okkur löngun til að gera þetta aftur að ári. Þetta var svo einstök upplifun“, segir Jón Ólafsson, meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Hljómsveitin hefur nú ákveðið að blása til tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar 21. september og er stefnan að stórtónleikar með sveitinni verði árlegur viðburður héðan í frá. Stefnt er að því að hafa tónleikana í september ár hvert, sem Jón telur vera góðan mánuð þar sem það sé lognið á undan storminum sem fylgir jólaösinni með tilheyrandi útgáfu- og jólatónleikum. „Tónleikarnir verða ólíkir frá ári til árs. Við höfum gefið út reiðinnar býsn af efni í gegnum tíðina þannig að það ætti ekki að vera vandamál. Hugsanlega fáum við svo gesti til að krydda þetta aðeins,“ segir Jón og bætir við að þeir gætu rétt eins komið úr hópi dýratemjara eins og tónlistarfólks. Tónleikarnir bera yfirskriftina Fram á nótt eftir einu þekktasta lagi hljómsveitarinnar en vinsælustu lög sveitarinnar verða einmitt höfð í brennidepli. „Við tónlistarmennirnir höfum tilhneigingu til að lauma minna þekktum lögum inn á milli þeirra þekktustu því okkur þykir svo gaman að spila þau. Að þessu sinni ætlum við þó að beygja okkur í duftið og spila eingöngu okkar vinsælustu lög. Þegar nær dregur munum við bjóða upp á skoðanakönnun þar sem áhangendur geta pantað uppáhaldslög sín fyrir tónleikana.“ Forsala miða hefst 2. maí.
Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira