"Seiseijú mikil ósköp“ Þorsteinn Pálsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 Halldór Laxness greinir frá því í formála ritgerðasafns að hann hafi látið sér detta í hug kenningu er hann kynnti fyrir góðkunningja sínum sem lagt hafði þau mál fyrir sig. Þegar skáldið spurði hvort eitthvað væri til í þessu var svarið þetta: „Seiseijú mikil ósköp.“ Fimmtán stjórnmálaflokkar leggja kenningar sínar fyrir kjósendur um þessar mundir. Kenningin um að endurgreiða megi verðbólguna öllum að kostnaðarlausu yfirgnæfir allar aðrar. Framsóknarmenn staðhæfa að hún sé sótt í smiðju Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Ef álykta má um viðbrögð kjósenda af því sem skoðanakannanir segja er engu líkara en svar þeirra verði á sömu lund og það sem góðkunninginn gaf Nóbelsskáldinu. Þó að vel hafi farið á því að setja það tilsvar utan á bókarblöð er ekki endilega víst að það hitti í mark sem heiti á stjórnarsáttmála. Loforð Framsóknarflokksins um ókeypis endurgreiðslu á verðbólgunni hefur staðið í full fjögur ár með mismunandi útfærslu eftir því hvernig vindar hafa blásið. En kjósendur kveiktu fyrst á þessu kostaboði fyrir tveimur mánuðum. Einmitt á sama tíma og Framsóknarflokkurinn fékk vind í seglin byrjaði allt að ganga á afturfótunum fyrir Sjálfstæðisflokknum. Um áramót virtist hann hafa náð að vinna upp tapið frá því síðast. Tveimur vikum fyrir kosningar nú var sá árangur horfinn. Þá sneri Bjarni Benediktsson vörn í sókn með dramatísku sjónvarpsviðtali.Umhugsunarefni Þetta eru sannarlega óvenjulegar sveiflur í aðdraganda kosninga. Umhugsunarefnið er að þær tengjast ekki málefnum á sjáanlegan máta. Þeir sem voru óánægðir með þá þröngsýni sem gætti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins höfðu síst ástæðu til að hverfa að Framsóknarflokknum því að fyrirmyndin að henni var þangað sótt. Sjónvarpsviðtalið við Bjarna Benediktsson dró að sönnu tjöldin frá átökum um forystu í flokknum. Það er oft veikleikamerki. Í þessu tilviki reyndist það styrkur. Ástæðan er sennilega sú að opin umræða benti til að veikleikinn sem orsakaði fylgistapið hefði einkum legið í of augljósum ákafa þeirra sem ryðja vildu formanninum úr vegi. Sjálfsöryggi er gott en rangt stöðumat er jafnan hættulegt. Ríkisstjórnarflokkarnir unnu fyrir fjórum árum stærsta stjórnmálasigur lýðveldistímans. Þrátt fyrir það hefur ríkisstjórnin í raun verið dauð síðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lét af handleiðslu sinni fyrir tæpum tveimur árum. Nú er svo komið að umtalið um stjórnarflokkana er minna en um nýju smáflokkana. Það er svo langt síðan ríkisstjórnin gekk fyrir ætternisstapann í augum kjósenda að tilvera hennar er ekki dagskrárefni í kosningunum. Fara þarf þrjátíu ár aftur í tímann til að finna fordæmi. Forsætisráðherra hélt af stað með aðildarumsókn að Evrópusambandinu í malpoka sínum og lýkur vegferðinni nú fjórum árum síðar með því að taka upp úr honum fríverslunarsamning við Kína. Það er sú lausn sem forseti Íslands og fylgismenn hans hafa predikað sem mótleik gegn nýju skrefi í vestrænni samvinnu. Samfylkingin segir að þetta sé ekki kúvending. Þá sýnir þetta bara skort á samkvæmni í pólitískri hugsun. Tómarúm blasir við þegar svipast er um eftir kjölfestu til að hafa forystu á hendi um að ljúka aðildarviðræðunum sem skýr vilji meirihluta kjósenda stendur til. Framtíðin í utanríkismálum hefur aldrei áður hangið þannig í lausu lofti þegar þjóðin hefur gengið að kjörborðinu.Meinlokan Formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafa báðir reynt að skjóta inn umræðu um raunveruleg úrlausnarefni eins og breytt skattaumhverfi og stöðugleika í peningamálum. Þar hefur mátt finna samhljóm með ASÍ og SA. Sú umræða hefur hins vegar vikið fyrir tilboði um ókeypis endurgreiðslu á verðbólgunni. Ætla hefði mátt að hrunið kallaði fram ríkari kröfur kjósenda um raunsæi. Það hefur ekki orðið. Ástæðan liggur ekki í augum uppi. Í þessu samhengi er þó rétt að gefa því gaum að flest áform og fyrirheit í kosningaumræðunni byggja á því að héðan í frá sé unnt að halda áfram frá þeim stað sem menn töldu sig vera á fyrir hrun. Þetta bendir til að almennt hafi menn ekki gert upp við hrunið með því að viðurkenna í raun að launin og velferðin byggðust þá á fölskum forsendum. Þau verðmæti voru aldrei sköpuð sem þarf til að standa undir því lífskjarastigi. Til þess að svo megi verða þarf að bæta samkeppnisstöðu landsins. Áður en menn lofa hvernig á að ráðstafa þeim verðmætum þarf að leggja á ráðin hvernig þau verða til. Of margir loka augunum fyrir þeirri staðreynd að vegurinn að torgi velmegunarinnar liggur um þrengingar. Verði ný ríkisstjórn mynduð á slíkri meinloku er hætt við áframhaldandi vandræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Halldór Laxness greinir frá því í formála ritgerðasafns að hann hafi látið sér detta í hug kenningu er hann kynnti fyrir góðkunningja sínum sem lagt hafði þau mál fyrir sig. Þegar skáldið spurði hvort eitthvað væri til í þessu var svarið þetta: „Seiseijú mikil ósköp.“ Fimmtán stjórnmálaflokkar leggja kenningar sínar fyrir kjósendur um þessar mundir. Kenningin um að endurgreiða megi verðbólguna öllum að kostnaðarlausu yfirgnæfir allar aðrar. Framsóknarmenn staðhæfa að hún sé sótt í smiðju Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Ef álykta má um viðbrögð kjósenda af því sem skoðanakannanir segja er engu líkara en svar þeirra verði á sömu lund og það sem góðkunninginn gaf Nóbelsskáldinu. Þó að vel hafi farið á því að setja það tilsvar utan á bókarblöð er ekki endilega víst að það hitti í mark sem heiti á stjórnarsáttmála. Loforð Framsóknarflokksins um ókeypis endurgreiðslu á verðbólgunni hefur staðið í full fjögur ár með mismunandi útfærslu eftir því hvernig vindar hafa blásið. En kjósendur kveiktu fyrst á þessu kostaboði fyrir tveimur mánuðum. Einmitt á sama tíma og Framsóknarflokkurinn fékk vind í seglin byrjaði allt að ganga á afturfótunum fyrir Sjálfstæðisflokknum. Um áramót virtist hann hafa náð að vinna upp tapið frá því síðast. Tveimur vikum fyrir kosningar nú var sá árangur horfinn. Þá sneri Bjarni Benediktsson vörn í sókn með dramatísku sjónvarpsviðtali.Umhugsunarefni Þetta eru sannarlega óvenjulegar sveiflur í aðdraganda kosninga. Umhugsunarefnið er að þær tengjast ekki málefnum á sjáanlegan máta. Þeir sem voru óánægðir með þá þröngsýni sem gætti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins höfðu síst ástæðu til að hverfa að Framsóknarflokknum því að fyrirmyndin að henni var þangað sótt. Sjónvarpsviðtalið við Bjarna Benediktsson dró að sönnu tjöldin frá átökum um forystu í flokknum. Það er oft veikleikamerki. Í þessu tilviki reyndist það styrkur. Ástæðan er sennilega sú að opin umræða benti til að veikleikinn sem orsakaði fylgistapið hefði einkum legið í of augljósum ákafa þeirra sem ryðja vildu formanninum úr vegi. Sjálfsöryggi er gott en rangt stöðumat er jafnan hættulegt. Ríkisstjórnarflokkarnir unnu fyrir fjórum árum stærsta stjórnmálasigur lýðveldistímans. Þrátt fyrir það hefur ríkisstjórnin í raun verið dauð síðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lét af handleiðslu sinni fyrir tæpum tveimur árum. Nú er svo komið að umtalið um stjórnarflokkana er minna en um nýju smáflokkana. Það er svo langt síðan ríkisstjórnin gekk fyrir ætternisstapann í augum kjósenda að tilvera hennar er ekki dagskrárefni í kosningunum. Fara þarf þrjátíu ár aftur í tímann til að finna fordæmi. Forsætisráðherra hélt af stað með aðildarumsókn að Evrópusambandinu í malpoka sínum og lýkur vegferðinni nú fjórum árum síðar með því að taka upp úr honum fríverslunarsamning við Kína. Það er sú lausn sem forseti Íslands og fylgismenn hans hafa predikað sem mótleik gegn nýju skrefi í vestrænni samvinnu. Samfylkingin segir að þetta sé ekki kúvending. Þá sýnir þetta bara skort á samkvæmni í pólitískri hugsun. Tómarúm blasir við þegar svipast er um eftir kjölfestu til að hafa forystu á hendi um að ljúka aðildarviðræðunum sem skýr vilji meirihluta kjósenda stendur til. Framtíðin í utanríkismálum hefur aldrei áður hangið þannig í lausu lofti þegar þjóðin hefur gengið að kjörborðinu.Meinlokan Formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafa báðir reynt að skjóta inn umræðu um raunveruleg úrlausnarefni eins og breytt skattaumhverfi og stöðugleika í peningamálum. Þar hefur mátt finna samhljóm með ASÍ og SA. Sú umræða hefur hins vegar vikið fyrir tilboði um ókeypis endurgreiðslu á verðbólgunni. Ætla hefði mátt að hrunið kallaði fram ríkari kröfur kjósenda um raunsæi. Það hefur ekki orðið. Ástæðan liggur ekki í augum uppi. Í þessu samhengi er þó rétt að gefa því gaum að flest áform og fyrirheit í kosningaumræðunni byggja á því að héðan í frá sé unnt að halda áfram frá þeim stað sem menn töldu sig vera á fyrir hrun. Þetta bendir til að almennt hafi menn ekki gert upp við hrunið með því að viðurkenna í raun að launin og velferðin byggðust þá á fölskum forsendum. Þau verðmæti voru aldrei sköpuð sem þarf til að standa undir því lífskjarastigi. Til þess að svo megi verða þarf að bæta samkeppnisstöðu landsins. Áður en menn lofa hvernig á að ráðstafa þeim verðmætum þarf að leggja á ráðin hvernig þau verða til. Of margir loka augunum fyrir þeirri staðreynd að vegurinn að torgi velmegunarinnar liggur um þrengingar. Verði ný ríkisstjórn mynduð á slíkri meinloku er hætt við áframhaldandi vandræðum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun