Slagurinn mun standa um forystuhlutverkið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 29. apríl 2013 09:30 Forystumenn flokkanna hittust í umræðum á Stöð 2 í gærkvöldi. Engar formlegar viðræður eru hafnar um stjórnarmyndun. fréttablaðið/vilhelm Yfirgnæfandi líkur eru á samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji láta reyna á slíka stjórn, enda sé það eina mögulega tveggja flokka stjórnarsamstarfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn hins vegar munu láta málefnin ráða för. Hann muni ekki hvika frá stefnu sinni varðandi skuldamál heimilanna. Engar formlegar viðræður fóru af stað í gær. „Ég ætla nú bara að bíða eftir því að forsetinn fari yfir málin og gefa honum svigrúm til þess og meta svo hlutina í framhaldi, en það hafa ekki farið fram neinar viðræður milli okkar og annarra flokka. Ég geri ráð fyrir því að við bíðum eftir því að hann kalli í okkur,“ sagði Sigmundur Davíð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í gær að í dag myndi hann hitta formenn allra flokka sem náðu inn á þing og í framhaldi af því ákveða hverjum fyrst yrði veitt umboð til stjórnarmyndunar.Hver verður forsætisráðherra? Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Sjálfstæðisflokksins hafi margir hverjir viljað að formaðurinn tæki forystu og kallaði til viðræðna, áður en forsetinn ræddi við alla flokka. Ekki væri eftir neinu að bíða og með því fengi flokkurinn ákveðið forskot í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Þar liggur í raun mesta spennan. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn, en úrslitin eru hins vegar þau næstverstu í sögu flokksins. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna og flokkarnir hafa jafnmarga þingmenn, nítján talsins. „Ég ætla ekki að stilla því þannig upp á þessum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson um það hvort hann ætlaði að krefjast forsætisráðherraembættisins.Ráðuneytum skipt upp Heimildir blaðsins herma að um leið og það skýrist hvor flokkurinn muni leiða ríkisstjórnina verði tiltölulega auðvelt að skipta ráðuneytum niður. Bjarni hefur talað um að skipta velferðarráðuneytinu upp og hafa heilbrigðismálin í sér ráðuneyti. Verði af því þarf að skipta öðru ráðuneyti upp, eigi flokkarnir að vera með jafnmarga ráðherra, sem er langlíklegast. Þar hafa menn horft til innanríkisráðuneytisins eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það er því líklegt að ráðherrar í næstu ríkisstjórn verði tíu talsins.Skuldamálin Fyrst þarf hins vegar að semja um málefnin. Þó ákveðinn samhljómur hafi verið í áherslum flokkanna á skuldamál heimila, var Framsókn með skýrt afmarkaðar tillögur sem enginn hinna flokkanna hefur tekið undir. Að sumu leyti er flokkurinn því einangraður. Hann er hins vegar sigurvegari kosninganna og getur bæði starfað til hægri og vinstri. Líklega verður fundin einhver leið til að semja um þau mál, hvernig sem hún mun líta út. Aðrir flokkar en þeir tveir stærstu gera ekki ráð fyrir öðru en að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur nái saman. Þeir huga varla að öðrum möguleikum fyrr en, og þá ef, siglir í strand hjá þeim. Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji láta reyna á slíka stjórn, enda sé það eina mögulega tveggja flokka stjórnarsamstarfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn hins vegar munu láta málefnin ráða för. Hann muni ekki hvika frá stefnu sinni varðandi skuldamál heimilanna. Engar formlegar viðræður fóru af stað í gær. „Ég ætla nú bara að bíða eftir því að forsetinn fari yfir málin og gefa honum svigrúm til þess og meta svo hlutina í framhaldi, en það hafa ekki farið fram neinar viðræður milli okkar og annarra flokka. Ég geri ráð fyrir því að við bíðum eftir því að hann kalli í okkur,“ sagði Sigmundur Davíð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í gær að í dag myndi hann hitta formenn allra flokka sem náðu inn á þing og í framhaldi af því ákveða hverjum fyrst yrði veitt umboð til stjórnarmyndunar.Hver verður forsætisráðherra? Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Sjálfstæðisflokksins hafi margir hverjir viljað að formaðurinn tæki forystu og kallaði til viðræðna, áður en forsetinn ræddi við alla flokka. Ekki væri eftir neinu að bíða og með því fengi flokkurinn ákveðið forskot í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Þar liggur í raun mesta spennan. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn, en úrslitin eru hins vegar þau næstverstu í sögu flokksins. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna og flokkarnir hafa jafnmarga þingmenn, nítján talsins. „Ég ætla ekki að stilla því þannig upp á þessum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson um það hvort hann ætlaði að krefjast forsætisráðherraembættisins.Ráðuneytum skipt upp Heimildir blaðsins herma að um leið og það skýrist hvor flokkurinn muni leiða ríkisstjórnina verði tiltölulega auðvelt að skipta ráðuneytum niður. Bjarni hefur talað um að skipta velferðarráðuneytinu upp og hafa heilbrigðismálin í sér ráðuneyti. Verði af því þarf að skipta öðru ráðuneyti upp, eigi flokkarnir að vera með jafnmarga ráðherra, sem er langlíklegast. Þar hafa menn horft til innanríkisráðuneytisins eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það er því líklegt að ráðherrar í næstu ríkisstjórn verði tíu talsins.Skuldamálin Fyrst þarf hins vegar að semja um málefnin. Þó ákveðinn samhljómur hafi verið í áherslum flokkanna á skuldamál heimila, var Framsókn með skýrt afmarkaðar tillögur sem enginn hinna flokkanna hefur tekið undir. Að sumu leyti er flokkurinn því einangraður. Hann er hins vegar sigurvegari kosninganna og getur bæði starfað til hægri og vinstri. Líklega verður fundin einhver leið til að semja um þau mál, hvernig sem hún mun líta út. Aðrir flokkar en þeir tveir stærstu gera ekki ráð fyrir öðru en að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur nái saman. Þeir huga varla að öðrum möguleikum fyrr en, og þá ef, siglir í strand hjá þeim.
Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira