Vinsæll herratískubloggari Álfrún Pálsdóttir skrifar 2. maí 2013 17:00 Tískubloggsíða Sindra Snæs Jenssonar, Sindrijensson.com, hefur vakið mikla athygli en þar fjallar hann af metnaði um herratískuna. „Áhuginn á tísku kviknaði í menntaskóla en þá lagði maður jogginggallann á hilluna og fór að spá í hverju maður klæddist,“ segir Sindri Snær Jensson, tískubloggari og knattspyrnumarkmaður, sem heldur úti tískubloggsíðunni Sindrijensson.com. Síðan var opnuð fyrir tæplega tveimur mánuðum og hefur fengið góðar viðtökur. Daglega heimsækja um 1.000-4.000 manns síðuna þar sem Sindri leggur metnað í að fjalla faglega um strauma og stefnur í herratískunni ásamt því að fá vel valda herra í tískuspjall til sín. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi en fann aldrei tíma til að hrinda henni í framkvæmd enda vil ég gera hlutina vel þegar ég tek þá að mér,“ segir Sindri, sem loksins fann tíma er hann flutti til Malmö í Svíþjóð með kærustunni sinni síðasta haust. Sindri er markmaður og spilaði síðasta sumar með úrvalsdeildarliðinu Val. Upphaflega ætlaði hann að finna sér lið í Svíþjóð en það hefur ekki gengið sem skyldi. „Ég hef verið að æfa með liðum hérna úti og fengið nokkur samningstilboð en engin nógu góð. Þess vegna get ég kallað mig heimavinnandi húsföður og tískubloggara núna. Ég fæ margar spurningar í viku frá lesendum um tísku sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sindri sem eyðir um 2-3 klukkutímum á dag í bloggsíðuna. Sindri starfaði lengi vel sem verslunarstjóri í Galleríi 17 og líkir tískuáhuganum við bakteríu sem honum tekst ekki að losna við. „Það sem heillar mig við tískuna er hvernig maður getur tjáð sig í gegnum klæðaburðinn. Mín skoðun er sú að það er engin afsökun til fyrir að vera ekki snyrtilegur til fara.“ Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
„Áhuginn á tísku kviknaði í menntaskóla en þá lagði maður jogginggallann á hilluna og fór að spá í hverju maður klæddist,“ segir Sindri Snær Jensson, tískubloggari og knattspyrnumarkmaður, sem heldur úti tískubloggsíðunni Sindrijensson.com. Síðan var opnuð fyrir tæplega tveimur mánuðum og hefur fengið góðar viðtökur. Daglega heimsækja um 1.000-4.000 manns síðuna þar sem Sindri leggur metnað í að fjalla faglega um strauma og stefnur í herratískunni ásamt því að fá vel valda herra í tískuspjall til sín. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi en fann aldrei tíma til að hrinda henni í framkvæmd enda vil ég gera hlutina vel þegar ég tek þá að mér,“ segir Sindri, sem loksins fann tíma er hann flutti til Malmö í Svíþjóð með kærustunni sinni síðasta haust. Sindri er markmaður og spilaði síðasta sumar með úrvalsdeildarliðinu Val. Upphaflega ætlaði hann að finna sér lið í Svíþjóð en það hefur ekki gengið sem skyldi. „Ég hef verið að æfa með liðum hérna úti og fengið nokkur samningstilboð en engin nógu góð. Þess vegna get ég kallað mig heimavinnandi húsföður og tískubloggara núna. Ég fæ margar spurningar í viku frá lesendum um tísku sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sindri sem eyðir um 2-3 klukkutímum á dag í bloggsíðuna. Sindri starfaði lengi vel sem verslunarstjóri í Galleríi 17 og líkir tískuáhuganum við bakteríu sem honum tekst ekki að losna við. „Það sem heillar mig við tískuna er hvernig maður getur tjáð sig í gegnum klæðaburðinn. Mín skoðun er sú að það er engin afsökun til fyrir að vera ekki snyrtilegur til fara.“
Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira