Lækningar fremur en refsingar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 13. maí 2013 07:00 Eiturlyf. Sjálft orðið er hlaðið sprengikrafti: ?eitur? er það sem skaðar okkur en ?lyf? er það sem bætir líðan okkar til líkama og sálar. Annað orðið vísar til eyðingar, hitt til lækninga. Eiturlyfin lækna náttúrlega ekki neitt. Þau eru ávísun á svikareynslu; þau veita stundarfró, óvissuferð inn í hugann, ranghugmyndir. En sjálft orðið endurspeglar þversagnakennda afstöðu samfélagsins til þessara efna sem eiga það sammerkt að skekkja skynjun fólks á sig og umhverfið og stytta því leiðina að tilteknum boðefnum heilans sem annars eru frátekin fyrir heilbrigðari iðju: líkamsáreynslu, kynlíf og hugleiðslu. Fjöldi manns notar hins vegar eiturlyf – hass, spítt, kókaín, gras, sýru, að ógleymdu öllu læknadópinu – að misjafnlega miklum staðaldri, menning okkar er gegnsýrð boðum og upplifunum sem misaugljóslega vísa í vímu eiturlyfjanna; og stundum grunar mann að ýmislegt í aðdraganda hrunsins megi rekja til ótæpilegrar notkunar á örvandi efnum sem fylltu menn af bjartsýni og dug, nokkuð umfram tilefni. Góðærið var ein allsherjar ranghugmynd.Að missa af sjálfum sér Ekki þarf að fara mörgum orðum um þær hörmungar sem af neyslu eiturlyfja hljótast, bæði fyrir þau sem þeim ánetjast og ástvini. Þau leggja líf fólks í rúst. Hitt er vissulega líka til að fólk noti slík efni endrum og sinnum til að gera sér dagamun; en það hættir þá líka á að gjalda upplifunina dýru verði, eftirköst vímunnar geta orðið þunglyndi og stæk grámakennd; boðefnahirslur heilans eru tómar. Eiturlyf eru ógeðsleg. Sá sem notar þau fer illa að ráði sínu. En er það rétta leiðin í baráttunni við þau að gera það að glæp að hafa þau undir höndum og setja fólk í fangelsi fyrir? Er ekki réttara að líta á þau sem ánetjast hafa eiturlyfjum sem sjúklinga en glæpamenn? Eiturlyfin eru umlukin áru bannhelgi og hins forboðna, sem gerir þau í vissum skilningi eftirsóknarverð fyrir þau sem vilja hafna þeim veruleika sem þeim er búinn. En eiturlyf eru ekki spennandi og djúp. Þau eru bjánaleg, grunn og niðurlægjandi. Þau sem nota eiturlyf að staðaldri – eru alltaf skökk – dæma sjálf sig úr leik og þarf ekki dómstóla til. Það er ef til vill hægt að ímynda sér útúrreyktan þjónustufulltrúa í banka, spíttaðan tannlækni, kókaðan flugmann, sýruhaus á fundi húsfélagsins um litinn á þakinu – og svo framvegis – en helst vildi maður vera laus við að slíkt fólk verði á vegi manns þannig á sig komið og hætt við að það endist ekki lengi í vinnu eða yfirleitt daglegu lífi eins og við skiljum það. Það fer ekki saman við daglegt líf að nota eiturlyf reglulega; maður er ekki með sjálfum sér – maður missir af lífinu. Sumpart gilda sömu lögmál um þetta og áfengið, hið viðurkennda og vottaða vímuefni okkar daga, sem hefur reyndar þann meginkost að maður sér á augabragði þegar fólk hefur neytt þess í óhófi. En þó að einhver mæti fullur á leiksýningu eða í sund setjum við viðkomandi ekki í fangelsi – við reynum að leiða honum fyrir sjónir að nú sé komið í óefni og hann þurfi að leita sér hjálpar, hafi viðkomandi á annað borð áhuga á því að upplifa lífið með óbrjáluðum sönsum.Gildi fræðslu Reykingar drepa. Þeim fylgir andstyggileg stybba og fólk sem ánetjast hefur langvarandi tóbaksreykingum er líklegt til að kafna fyrr eða síðar – þ.e.a.s. deyja úr lungnasjúkdómum. Myndi einhver kveikja sér í sígarettu í miðri röð í Landsbankanum – eins og tíðkaðist á þeim árum þegar ég var ungur og kekk og alltaf fyrstur út á gólfið – yrði viðkomandi snarlega látinn drepa í eða rekinn á dyr með sína fúlu brælu og ömurlegu mannasiði. Það var mikið framfaraskref þegar reykingar voru bannaðar í opinberu rými. En þurfum við nokkuð að setja fólk í fangelsi fyrir það að reykja? Náðst hefur undraverður árangur á undanförnum árum í því að leiða unglingum fyrir sjónir hvílíkt skaðræði reykingar eru og í kjölfarið hefur tekist að draga stórkostlega úr unglingadrykkju sem um árabil virtist einhvers konar þjóðfélagslögmál hér á landi. Í framhaldi af því virðist einnig hafa dregið úr fikti við marijúanareykingar, þrátt fyrir markvissa markaðssetningu á því hættulega efni. Þessi mikla viðhorfsbreyting hefur náðst með samtali, fræðslu og umhyggju. Í þessum efnum eins og ýmsum öðrum eru Bandaríkin víti til varnaðar. Þar blés Nixon forseti til stríðsins gegn eiturlyfjum á sínum tíma en hann gerði sér þó grein fyrir því að eiturlyfjanotkunin var birtingarmynd á vanda en ekki sjálf rótin. Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina þar í landi og til orðið baneitruð blanda af refsilosta, rasisma og einkavæðingu á fangelsiskerfinu, þar sem það er hreinlega afkomuspursmál fyrir fjölda manns að geta fyllt fangelsi af fátæku og umkomulausu fólki og lögreglumenn á prósentum hundelta vesæla fíkla. Allir játa að sjálft stríðið gegn eiturlyfjum sé löngu tapað. Hvað er maðurinn eiginlega að tala um? Að sala eiturlyfja verði gefin frjáls? Að það verði sérstök eiturlyfjadeild í stórmörkuðum – kannski með fæðubótarefnunum? Að sérstök reykból verði opnuð í stíl við ópíumdyngjur í byrjun 20. aldar? Ekki kannski beinlínis: fremur hitt að við lítum ekki á það endilega sem úrlausnarefni dómskerfisins að kljást við þennan vanda heldur fremur heilbrigðiskerfisins og skólanna, með fræðslu og umhyggju að leiðarljósi fremur en heift og refsigleði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Eiturlyf. Sjálft orðið er hlaðið sprengikrafti: ?eitur? er það sem skaðar okkur en ?lyf? er það sem bætir líðan okkar til líkama og sálar. Annað orðið vísar til eyðingar, hitt til lækninga. Eiturlyfin lækna náttúrlega ekki neitt. Þau eru ávísun á svikareynslu; þau veita stundarfró, óvissuferð inn í hugann, ranghugmyndir. En sjálft orðið endurspeglar þversagnakennda afstöðu samfélagsins til þessara efna sem eiga það sammerkt að skekkja skynjun fólks á sig og umhverfið og stytta því leiðina að tilteknum boðefnum heilans sem annars eru frátekin fyrir heilbrigðari iðju: líkamsáreynslu, kynlíf og hugleiðslu. Fjöldi manns notar hins vegar eiturlyf – hass, spítt, kókaín, gras, sýru, að ógleymdu öllu læknadópinu – að misjafnlega miklum staðaldri, menning okkar er gegnsýrð boðum og upplifunum sem misaugljóslega vísa í vímu eiturlyfjanna; og stundum grunar mann að ýmislegt í aðdraganda hrunsins megi rekja til ótæpilegrar notkunar á örvandi efnum sem fylltu menn af bjartsýni og dug, nokkuð umfram tilefni. Góðærið var ein allsherjar ranghugmynd.Að missa af sjálfum sér Ekki þarf að fara mörgum orðum um þær hörmungar sem af neyslu eiturlyfja hljótast, bæði fyrir þau sem þeim ánetjast og ástvini. Þau leggja líf fólks í rúst. Hitt er vissulega líka til að fólk noti slík efni endrum og sinnum til að gera sér dagamun; en það hættir þá líka á að gjalda upplifunina dýru verði, eftirköst vímunnar geta orðið þunglyndi og stæk grámakennd; boðefnahirslur heilans eru tómar. Eiturlyf eru ógeðsleg. Sá sem notar þau fer illa að ráði sínu. En er það rétta leiðin í baráttunni við þau að gera það að glæp að hafa þau undir höndum og setja fólk í fangelsi fyrir? Er ekki réttara að líta á þau sem ánetjast hafa eiturlyfjum sem sjúklinga en glæpamenn? Eiturlyfin eru umlukin áru bannhelgi og hins forboðna, sem gerir þau í vissum skilningi eftirsóknarverð fyrir þau sem vilja hafna þeim veruleika sem þeim er búinn. En eiturlyf eru ekki spennandi og djúp. Þau eru bjánaleg, grunn og niðurlægjandi. Þau sem nota eiturlyf að staðaldri – eru alltaf skökk – dæma sjálf sig úr leik og þarf ekki dómstóla til. Það er ef til vill hægt að ímynda sér útúrreyktan þjónustufulltrúa í banka, spíttaðan tannlækni, kókaðan flugmann, sýruhaus á fundi húsfélagsins um litinn á þakinu – og svo framvegis – en helst vildi maður vera laus við að slíkt fólk verði á vegi manns þannig á sig komið og hætt við að það endist ekki lengi í vinnu eða yfirleitt daglegu lífi eins og við skiljum það. Það fer ekki saman við daglegt líf að nota eiturlyf reglulega; maður er ekki með sjálfum sér – maður missir af lífinu. Sumpart gilda sömu lögmál um þetta og áfengið, hið viðurkennda og vottaða vímuefni okkar daga, sem hefur reyndar þann meginkost að maður sér á augabragði þegar fólk hefur neytt þess í óhófi. En þó að einhver mæti fullur á leiksýningu eða í sund setjum við viðkomandi ekki í fangelsi – við reynum að leiða honum fyrir sjónir að nú sé komið í óefni og hann þurfi að leita sér hjálpar, hafi viðkomandi á annað borð áhuga á því að upplifa lífið með óbrjáluðum sönsum.Gildi fræðslu Reykingar drepa. Þeim fylgir andstyggileg stybba og fólk sem ánetjast hefur langvarandi tóbaksreykingum er líklegt til að kafna fyrr eða síðar – þ.e.a.s. deyja úr lungnasjúkdómum. Myndi einhver kveikja sér í sígarettu í miðri röð í Landsbankanum – eins og tíðkaðist á þeim árum þegar ég var ungur og kekk og alltaf fyrstur út á gólfið – yrði viðkomandi snarlega látinn drepa í eða rekinn á dyr með sína fúlu brælu og ömurlegu mannasiði. Það var mikið framfaraskref þegar reykingar voru bannaðar í opinberu rými. En þurfum við nokkuð að setja fólk í fangelsi fyrir það að reykja? Náðst hefur undraverður árangur á undanförnum árum í því að leiða unglingum fyrir sjónir hvílíkt skaðræði reykingar eru og í kjölfarið hefur tekist að draga stórkostlega úr unglingadrykkju sem um árabil virtist einhvers konar þjóðfélagslögmál hér á landi. Í framhaldi af því virðist einnig hafa dregið úr fikti við marijúanareykingar, þrátt fyrir markvissa markaðssetningu á því hættulega efni. Þessi mikla viðhorfsbreyting hefur náðst með samtali, fræðslu og umhyggju. Í þessum efnum eins og ýmsum öðrum eru Bandaríkin víti til varnaðar. Þar blés Nixon forseti til stríðsins gegn eiturlyfjum á sínum tíma en hann gerði sér þó grein fyrir því að eiturlyfjanotkunin var birtingarmynd á vanda en ekki sjálf rótin. Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina þar í landi og til orðið baneitruð blanda af refsilosta, rasisma og einkavæðingu á fangelsiskerfinu, þar sem það er hreinlega afkomuspursmál fyrir fjölda manns að geta fyllt fangelsi af fátæku og umkomulausu fólki og lögreglumenn á prósentum hundelta vesæla fíkla. Allir játa að sjálft stríðið gegn eiturlyfjum sé löngu tapað. Hvað er maðurinn eiginlega að tala um? Að sala eiturlyfja verði gefin frjáls? Að það verði sérstök eiturlyfjadeild í stórmörkuðum – kannski með fæðubótarefnunum? Að sérstök reykból verði opnuð í stíl við ópíumdyngjur í byrjun 20. aldar? Ekki kannski beinlínis: fremur hitt að við lítum ekki á það endilega sem úrlausnarefni dómskerfisins að kljást við þennan vanda heldur fremur heilbrigðiskerfisins og skólanna, með fræðslu og umhyggju að leiðarljósi fremur en heift og refsigleði.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun