Úr ferskeytlum í rapp Sara McMahon skrifar 13. maí 2013 15:00 Arnljótur Sigurðsson tónlistarmaður kenndi grunnskólabörnum að yrkja ljóð. fréttablaðið/valli „Ég fór um bekki hér og þar og kenndi börnum að semja ljóð. Ég byrjaði á því að láta þau finna orð sem þeim þóttu falleg og svo unnu þau út frá þeim. Ljóðin þurftu hvorki að vera rytmísk né rímuð,“ segir Arnljótur Sigurðsson tónlistarmaður sem kenndi grunnskólabörnum að semja ljóð, en kennslan var liður í barnamenningarhátíð Reykjavíkur sem fram fór dagana 23. til 28. apríl. Arnljótur er bassaleikari og söngvari reggísveitarinnar Ojba Rasta og einnig meðlimur í rappsveitinni Fallegum mönnum. Hann hóf snemma að setja saman ferskeytlur og var skáldið Æri Tobbi í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég byrjaði á því að vera bragfræðilegur en færðist svo yfir í rappið á unglingsárunum. Vinir mínir voru mikið í „free-styling“ og ég varð auðvitað að vera jafn sniðugur og þeir. Í rappinu var ekki gerð sú krafa að maður yrði að vera Nóbelskáld í fyrstu setningu, maður þurfti bara að vera fljótur að grípa í tungumálið.“ Móðir Arnljóts er að hans sögn mikill hagyrðingur og meðlimur í Kvæðamannafélaginu Iðunni. „Þetta er í ættinni. Áhuginn á ljóðlist er í raun í báðum ættum mínum,“ segir hann. Börnin sem sóttu námskeiðin hjá Arnljóti voru öll efnileg skáld að hans mati. „Þau voru öll lítil tón- og ljóðskáld og ég varð sjálfur fyrir miklum innblæstri – ætli ég hafi ekki lært meira af þeim, en þau af mér. Mér skilst að sum hafi haldið áfram að semja ljóð eftir tímann og það þykir mér gleðilegt. Kannski hefur svolítið ljóðaæði gripið um sig í grunnskólum borgarinnar eftir þetta,“ segir hann í gamansömum tón. Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég fór um bekki hér og þar og kenndi börnum að semja ljóð. Ég byrjaði á því að láta þau finna orð sem þeim þóttu falleg og svo unnu þau út frá þeim. Ljóðin þurftu hvorki að vera rytmísk né rímuð,“ segir Arnljótur Sigurðsson tónlistarmaður sem kenndi grunnskólabörnum að semja ljóð, en kennslan var liður í barnamenningarhátíð Reykjavíkur sem fram fór dagana 23. til 28. apríl. Arnljótur er bassaleikari og söngvari reggísveitarinnar Ojba Rasta og einnig meðlimur í rappsveitinni Fallegum mönnum. Hann hóf snemma að setja saman ferskeytlur og var skáldið Æri Tobbi í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég byrjaði á því að vera bragfræðilegur en færðist svo yfir í rappið á unglingsárunum. Vinir mínir voru mikið í „free-styling“ og ég varð auðvitað að vera jafn sniðugur og þeir. Í rappinu var ekki gerð sú krafa að maður yrði að vera Nóbelskáld í fyrstu setningu, maður þurfti bara að vera fljótur að grípa í tungumálið.“ Móðir Arnljóts er að hans sögn mikill hagyrðingur og meðlimur í Kvæðamannafélaginu Iðunni. „Þetta er í ættinni. Áhuginn á ljóðlist er í raun í báðum ættum mínum,“ segir hann. Börnin sem sóttu námskeiðin hjá Arnljóti voru öll efnileg skáld að hans mati. „Þau voru öll lítil tón- og ljóðskáld og ég varð sjálfur fyrir miklum innblæstri – ætli ég hafi ekki lært meira af þeim, en þau af mér. Mér skilst að sum hafi haldið áfram að semja ljóð eftir tímann og það þykir mér gleðilegt. Kannski hefur svolítið ljóðaæði gripið um sig í grunnskólum borgarinnar eftir þetta,“ segir hann í gamansömum tón.
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“