Óttast að bátar barna farist við Fossvogsbrú Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. maí 2013 13:15 Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands. Fréttablaðið/Stefán „Við höfum ekki fengið nein svör,“ segir Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands, sem harðlega gagnrýnir áformaða göngu- og hjólabrú yfir Fossvog. Úlfur segir siglingamenn furða sig á skýrslunni „Brú yfir Fossvog“ sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær leggi til grundvallar áformum sínum. „Þar er ekki minnst á neinar neikvæðar hliðar við þessa brú, það er eins og það séu engin vandamál,“ útskýrir Úlfur sem kveður það fjarri öllum sanni. Auk þess sem Siglingasambandið hefur sent sveitarfélögunum mótmælabréf hafa siglingafélögin Brokey og Ýmir mótmælt brúnni harðlega í bréfi til þessara aðila. Meðal þess sem siglingafélögin finna brúarsmíðinni til foráttu er slysahætta sem börnum og unglingum muni stafa af brúnni. Í Fossvogi sé austanátt ríkjandi átt og því mestar líkur á því að ungmenni sem læri siglingar eða róður reki út voginn og að brúnni. „Sviptivindar og straumbreytingar af völdum brúarinnar geta hrakið báta á stólpana. Bátarnir eru viðkvæmir fyrir slíkum höggum og geta brotnað og sokkið,“ segja siglingafélögin, sem kveða umsjónarmann þurfa að geta brugðist skjótt við lendi nemendur í sjónum. „Brúarstólpar byrgja umsjónarmönnum sýn og lengja þann tíma sem slasaður einstaklingur er í köldum sjónum.“ Þá segir að hætta skapist fyrir sjósundfólk verði brúin byggð og siglingafélögin hrekist úr Fossvogi. „Á hverju sumri eru tugir sundmanna dregnir örmagna upp í öryggisbáta félaganna,“ segja talsmenn Brokeyjar og Ýmis. Þá er það sögð vera „skrumskæling á sannleikanum“ að gefa í skyn að að brúin stytti leiðina úr byggðum sunnan Reykjavíkur að Landspítalanum, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Sé leiðin frá botni Kópavogs að Háskólanum í Reykjavík mæld kemur í ljós að að gamla leiðin er um einum kílómetra styttri en ný leið á brú yfir Fossvog,“ segja félögin. Af fjölmörgum öðrum aðfinnsluatriðum má nefna ábendingu um að sanddæluskip muni ekki komast til að dýpka höfnina hjá Ými eða með þau sjötíu tonn af sandi sem flytja þurfi annað hvert ár á ylströndina í Nauthólsvík. Hugmyndir um opnanlega brú séu vanhugsaðar, umferð báta um Fossvog stórlega vanmetin, ekki tekið nægt tillit til sjávarfalla og mat á áhrifum á lífríkið séu annað tveggja ágiskanir eða byggt á gömlum gögnum. Fossvogsbrú Reykjavík Siglingaíþróttir Tengdar fréttir Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega. 14. maí 2013 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Við höfum ekki fengið nein svör,“ segir Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands, sem harðlega gagnrýnir áformaða göngu- og hjólabrú yfir Fossvog. Úlfur segir siglingamenn furða sig á skýrslunni „Brú yfir Fossvog“ sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær leggi til grundvallar áformum sínum. „Þar er ekki minnst á neinar neikvæðar hliðar við þessa brú, það er eins og það séu engin vandamál,“ útskýrir Úlfur sem kveður það fjarri öllum sanni. Auk þess sem Siglingasambandið hefur sent sveitarfélögunum mótmælabréf hafa siglingafélögin Brokey og Ýmir mótmælt brúnni harðlega í bréfi til þessara aðila. Meðal þess sem siglingafélögin finna brúarsmíðinni til foráttu er slysahætta sem börnum og unglingum muni stafa af brúnni. Í Fossvogi sé austanátt ríkjandi átt og því mestar líkur á því að ungmenni sem læri siglingar eða róður reki út voginn og að brúnni. „Sviptivindar og straumbreytingar af völdum brúarinnar geta hrakið báta á stólpana. Bátarnir eru viðkvæmir fyrir slíkum höggum og geta brotnað og sokkið,“ segja siglingafélögin, sem kveða umsjónarmann þurfa að geta brugðist skjótt við lendi nemendur í sjónum. „Brúarstólpar byrgja umsjónarmönnum sýn og lengja þann tíma sem slasaður einstaklingur er í köldum sjónum.“ Þá segir að hætta skapist fyrir sjósundfólk verði brúin byggð og siglingafélögin hrekist úr Fossvogi. „Á hverju sumri eru tugir sundmanna dregnir örmagna upp í öryggisbáta félaganna,“ segja talsmenn Brokeyjar og Ýmis. Þá er það sögð vera „skrumskæling á sannleikanum“ að gefa í skyn að að brúin stytti leiðina úr byggðum sunnan Reykjavíkur að Landspítalanum, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Sé leiðin frá botni Kópavogs að Háskólanum í Reykjavík mæld kemur í ljós að að gamla leiðin er um einum kílómetra styttri en ný leið á brú yfir Fossvog,“ segja félögin. Af fjölmörgum öðrum aðfinnsluatriðum má nefna ábendingu um að sanddæluskip muni ekki komast til að dýpka höfnina hjá Ými eða með þau sjötíu tonn af sandi sem flytja þurfi annað hvert ár á ylströndina í Nauthólsvík. Hugmyndir um opnanlega brú séu vanhugsaðar, umferð báta um Fossvog stórlega vanmetin, ekki tekið nægt tillit til sjávarfalla og mat á áhrifum á lífríkið séu annað tveggja ágiskanir eða byggt á gömlum gögnum.
Fossvogsbrú Reykjavík Siglingaíþróttir Tengdar fréttir Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega. 14. maí 2013 11:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Göngubrú rothögg fyrir siglingafélögin Kópavogsbær ætlar að ræða við Siglingasamband Íslands um gagnrýni siglingafélaganna við Fossvog á fyrirhugaða göngu- og hjólabrú yfir voginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir brúna í nýju aðalskipulagi sem kynna á fljótlega. 14. maí 2013 11:00