Vandinn við hvíta lygi Þorsteinn Pálsson skrifar 18. maí 2013 12:00 Ekki er beinlínis hægt að segja að menn hafi skrökvað í kosningabaráttunni um stöðu ríkissjóðs og yfirvofandi hættu á greiðsluþroti þjóðarbúsins vegna gjaldeyrisskorts. En það á við talsmenn fráfarandi ríkisstjórnar og þeirrar sem senn tekur við, að þeir skautuðu lipurlega fram hjá þessum vökum í ísnum. Forystumenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa samhliða stjórnarmyndun sent út skilaboð um að fjárlögin gefi ekki rétta mynd af stöðu ríkissjóðs. Þegar spurt er hvers vegna þetta kemur fram núna er aðalatriðið að upplýsingar um raunverulega stöðu ríkissjóðs eiga að koma til umræðu og liggja til grundvallar nýjum ákvörðunum. Það var því mikilvægt og hafið yfir gagnrýni að draga þessar staðreyndir inn í umræðuna. Gamla stjórnarandstaðan gefur síðan til kynna að gamla ríkisstjórnin hafi blekkt kjósendur. Talsmenn fráfarandi ríkisstjórnar segja að forystumenn nýju stjórnarflokkanna hefðu mátt gera sér grein fyrir öllum staðreyndum í þessum efnum fyrir kosningar. Um leið láta þeir að því liggja að ástæðan fyrir þessum uppljóstrunum sé sú að væntanleg ríkisstjórn reyni nú að hófstilla væntingar landsmanna og jafnvel finna afsakanir fyrir því að ganga á svig við kosningaloforðin. Hverjir segja satt? Svarið er: Báðir. Kosningabaráttan átti vitaskuld að snúast um þessar alvarlegu staðreyndir. Meirihlutinn og minnihlutinn höfðu þar sömu skyldur, en kusu að beina athyglinni að öðru. Þetta er í hnotskurn vandinn við hvíta lygi í pólitík. Nú kemur hún báðum í koll.Evrópuaðvörun Steingríms Í þessu samhengi eru skrif Steingríms J. Sigfússonar á vefsíðu Financial Times í vikunni um margt athyglisverð. Þar varaði hann evrópska stjórnmálamenn við, í ljósi kosningaúrslitanna hér, að þeirra biði þung refsing kjósenda ef þeir sýndu ábyrgð í ríkisfjármálum. Sumir segja að með þessu hafi leiðtogi fráfarandi ríkisstjórnar verið að skamma kjósendur. Allt eins má segja að hann hafi verið að kasta ljósi á umræðu sem nú fer fram víða í Evrópu. Hér heima hefur Morgunblaðið endurspeglað hana með andófi við kröfur um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum af því að þær eigi rætur í Evrópusambandinu og hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og grafi þar af leiðandi undan fullveldi ríkja. Fráfarandi ríkisstjórn náði þó nokkrum árangri í ríkisfjármálum meðan hún fylgdi áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Á hinn bóginn voru það mistök að skjóta lokamarkmiðinu í þeim efnum á frest. Það sýndi líka veikleika og tvískinnung að halda því fram fyrir kosningar að tími aukinna ríkisumsvifa væri runninn upp meðan árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna erlendra lána er níutíu milljarðar króna. Síðan var það afdrifarík þröngsýni að hindra framgang þess hluta áætlunar AlÞjóðagjaldeyrissjóðsins sem sneri að verðmætasköpun í orkufrekum iðnaði. Margir kjósendur gerðu sér grein fyrir að með því var beinlínis verið að koma í veg fyrir kjarabætur og sterkari samkeppnisstöðu velferðarkerfisins. Trúlega hafa siðferðilegar brotalamir þó farið einna verst með fráfarandi ríkisstjórnarflokka. Þær komu fram í ýmsum myndum: Í landsdómsmálinu. Í því að víkja ekki eftir að hafa tapað tvisvar í þjóðaratkvæði. Í kröfum til Alþingis um að samþykkja mikla lagabálka eins og fiskveiðilög og stjórnarskrá áður en sérfræðingar fengu tækifæri til að segja álit sitt. Í þeirri tvöfeldni VG að semja um aðild að Evrópusambandinu en vera samt á móti.Völdu kjósendur innistæðulausar ávísanir? Þegar spurt er hvort kosningaúrslitin beri vitni um að kjósendur hafni ábyrgð og velji innistæðulausar ávísanir er svarið ekki alveg einhlítt. Samfylkingin og VG töpuðu 28 hundraðshlutum af heildaratkvæðafjöldanum. Það er hrun. Sjálfstæðisflokkurinn gaf talsverð loforð um lækkun skatta. Eftir mikið áfall í síðustu kosningum fékk hann þó aðeins þrjá hundraðshluta til baka af þeim 28 sem stjórnarflokkarnir töpuðu. Framsóknarflokkurinn gaf stærsta kosningaloforðið og fékk rúmlega níu hundraðshluta. Samtals fengu stjórnarandstöðuflokkarnir á síðasta kjörtímabili innan við helminginn af því fylgi sem yfirgaf stjórnarflokkana. Talsmenn Bjartrar framtíðar sögðu blákalt að ekki væri innistæða fyrir loforðum um endurgreiðslu húsnæðislána. Samt fékk þessi nýi flokkur rúmlega átta hundraðshluta af atkvæðaflóttanum frá gömlu stjórnarflokkunum, litlu minna en Framsóknarflokkurinn. Að þessu virtu má ætla að önnur atriði en eftirspurn eftir innistæðulausum ávísunum hafi ráðið nokkru um afstöðu kjósenda. Dreifing atkvæðanna gæti allt eins bent til að framboð af ríkari ábyrgð og skýrari langtíma markmiðum hafi verið minna en eftirspurnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Ekki er beinlínis hægt að segja að menn hafi skrökvað í kosningabaráttunni um stöðu ríkissjóðs og yfirvofandi hættu á greiðsluþroti þjóðarbúsins vegna gjaldeyrisskorts. En það á við talsmenn fráfarandi ríkisstjórnar og þeirrar sem senn tekur við, að þeir skautuðu lipurlega fram hjá þessum vökum í ísnum. Forystumenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa samhliða stjórnarmyndun sent út skilaboð um að fjárlögin gefi ekki rétta mynd af stöðu ríkissjóðs. Þegar spurt er hvers vegna þetta kemur fram núna er aðalatriðið að upplýsingar um raunverulega stöðu ríkissjóðs eiga að koma til umræðu og liggja til grundvallar nýjum ákvörðunum. Það var því mikilvægt og hafið yfir gagnrýni að draga þessar staðreyndir inn í umræðuna. Gamla stjórnarandstaðan gefur síðan til kynna að gamla ríkisstjórnin hafi blekkt kjósendur. Talsmenn fráfarandi ríkisstjórnar segja að forystumenn nýju stjórnarflokkanna hefðu mátt gera sér grein fyrir öllum staðreyndum í þessum efnum fyrir kosningar. Um leið láta þeir að því liggja að ástæðan fyrir þessum uppljóstrunum sé sú að væntanleg ríkisstjórn reyni nú að hófstilla væntingar landsmanna og jafnvel finna afsakanir fyrir því að ganga á svig við kosningaloforðin. Hverjir segja satt? Svarið er: Báðir. Kosningabaráttan átti vitaskuld að snúast um þessar alvarlegu staðreyndir. Meirihlutinn og minnihlutinn höfðu þar sömu skyldur, en kusu að beina athyglinni að öðru. Þetta er í hnotskurn vandinn við hvíta lygi í pólitík. Nú kemur hún báðum í koll.Evrópuaðvörun Steingríms Í þessu samhengi eru skrif Steingríms J. Sigfússonar á vefsíðu Financial Times í vikunni um margt athyglisverð. Þar varaði hann evrópska stjórnmálamenn við, í ljósi kosningaúrslitanna hér, að þeirra biði þung refsing kjósenda ef þeir sýndu ábyrgð í ríkisfjármálum. Sumir segja að með þessu hafi leiðtogi fráfarandi ríkisstjórnar verið að skamma kjósendur. Allt eins má segja að hann hafi verið að kasta ljósi á umræðu sem nú fer fram víða í Evrópu. Hér heima hefur Morgunblaðið endurspeglað hana með andófi við kröfur um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum af því að þær eigi rætur í Evrópusambandinu og hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og grafi þar af leiðandi undan fullveldi ríkja. Fráfarandi ríkisstjórn náði þó nokkrum árangri í ríkisfjármálum meðan hún fylgdi áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Á hinn bóginn voru það mistök að skjóta lokamarkmiðinu í þeim efnum á frest. Það sýndi líka veikleika og tvískinnung að halda því fram fyrir kosningar að tími aukinna ríkisumsvifa væri runninn upp meðan árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna erlendra lána er níutíu milljarðar króna. Síðan var það afdrifarík þröngsýni að hindra framgang þess hluta áætlunar AlÞjóðagjaldeyrissjóðsins sem sneri að verðmætasköpun í orkufrekum iðnaði. Margir kjósendur gerðu sér grein fyrir að með því var beinlínis verið að koma í veg fyrir kjarabætur og sterkari samkeppnisstöðu velferðarkerfisins. Trúlega hafa siðferðilegar brotalamir þó farið einna verst með fráfarandi ríkisstjórnarflokka. Þær komu fram í ýmsum myndum: Í landsdómsmálinu. Í því að víkja ekki eftir að hafa tapað tvisvar í þjóðaratkvæði. Í kröfum til Alþingis um að samþykkja mikla lagabálka eins og fiskveiðilög og stjórnarskrá áður en sérfræðingar fengu tækifæri til að segja álit sitt. Í þeirri tvöfeldni VG að semja um aðild að Evrópusambandinu en vera samt á móti.Völdu kjósendur innistæðulausar ávísanir? Þegar spurt er hvort kosningaúrslitin beri vitni um að kjósendur hafni ábyrgð og velji innistæðulausar ávísanir er svarið ekki alveg einhlítt. Samfylkingin og VG töpuðu 28 hundraðshlutum af heildaratkvæðafjöldanum. Það er hrun. Sjálfstæðisflokkurinn gaf talsverð loforð um lækkun skatta. Eftir mikið áfall í síðustu kosningum fékk hann þó aðeins þrjá hundraðshluta til baka af þeim 28 sem stjórnarflokkarnir töpuðu. Framsóknarflokkurinn gaf stærsta kosningaloforðið og fékk rúmlega níu hundraðshluta. Samtals fengu stjórnarandstöðuflokkarnir á síðasta kjörtímabili innan við helminginn af því fylgi sem yfirgaf stjórnarflokkana. Talsmenn Bjartrar framtíðar sögðu blákalt að ekki væri innistæða fyrir loforðum um endurgreiðslu húsnæðislána. Samt fékk þessi nýi flokkur rúmlega átta hundraðshluta af atkvæðaflóttanum frá gömlu stjórnarflokkunum, litlu minna en Framsóknarflokkurinn. Að þessu virtu má ætla að önnur atriði en eftirspurn eftir innistæðulausum ávísunum hafi ráðið nokkru um afstöðu kjósenda. Dreifing atkvæðanna gæti allt eins bent til að framboð af ríkari ábyrgð og skýrari langtíma markmiðum hafi verið minna en eftirspurnin.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun