FM Belfast sendir frá sér glænýtt stuðlag Álfrún Pálsdóttir skrifar 22. maí 2013 12:00 Lóa Hjálmtýsdóttir, söngkona FM Belfast, segir þau vera á leiðinni í tónleikaflakk í sumar en þá verður barnapía með í för en meðlimir sveitarinnar eru allir komnir með börn. Fréttablaðið/vilhelm „Við höfum pillað út öll vangalögin, þau passa ekki inn. Þetta verður stuðplata, svipuð okkar fyrri plötum,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir, teiknari og söngkona í sveitinni FM Belfast. Sveitin gaf nýverið frá sér nýja smáskífu, lagið We Are Faster Than You, sem eflaust á eftir að verða einn af sumarsmellunum í ár. Hægt er að nálgast lagið hér á vefnum Tonlist.is en það kemur út á Itunes og Spotify þann 1. júní. Lagið verður á nýrri plötu sveitarinnar sem er í bígerð. „Í fyrsta sinn erum við ekki að gefa út plötuna sjálf hér á landi heldur sér Record Records um útgáfuna sem okkur líst mjög vel á. Platan er tilbúin að hluta til en á eftir að mastera og mixa hana. Það er í raun ómögulegt að segja hvenær af útgáfu verður, vonandi fyrr en seinna,“ segir Lóa og bætir við að þau ætli að gefa út nokkrar smáskífur áður en sjálf platan kemur út. „Við gerðum það með fyrstu plötuna okkar og fannst lögin þannig öðlast meira sjálfstætt líf og fá meira vægi en ef platan kæmi öll út í einu strax.“ Sveitin er þessa dagana að spila í Makedóníu og Grikklandi en Lóa sjálf er fjarri góðu gamni. Sonur hennar og Árna Hlöðverssonar, annars forsprakka FM Belfast, er lasinn og varð hún því eftir heima. Örvar Smárason þurfti einnig að boða forföll í þennan tónleikatúr en hann er í prófum og á von sínu öðru barni með leikkonunni Birgittu Birgisdóttir innan skamms. „Það er frekar skrítið að vera ekki með núna en við aðlöguðum dagskrána að þessu fyrirkomulagi. Við erum orðin svo mikil barnasveit sem er frekar fyndið.“ Þau verða á flakki milli tónlistarhátíða á meginlandi Evrópu í sumar og ætla að taka litla strákinn sinn með. „Við verðum með barnapíu með okkur svo að það er þægilegt fyrir alla. Ég hlakka mikið til.“ Nýja smáskífan er komin á Tonlist.is. Hún verður síðan gefin út á iTunes og Spotify 1. júní. Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við höfum pillað út öll vangalögin, þau passa ekki inn. Þetta verður stuðplata, svipuð okkar fyrri plötum,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir, teiknari og söngkona í sveitinni FM Belfast. Sveitin gaf nýverið frá sér nýja smáskífu, lagið We Are Faster Than You, sem eflaust á eftir að verða einn af sumarsmellunum í ár. Hægt er að nálgast lagið hér á vefnum Tonlist.is en það kemur út á Itunes og Spotify þann 1. júní. Lagið verður á nýrri plötu sveitarinnar sem er í bígerð. „Í fyrsta sinn erum við ekki að gefa út plötuna sjálf hér á landi heldur sér Record Records um útgáfuna sem okkur líst mjög vel á. Platan er tilbúin að hluta til en á eftir að mastera og mixa hana. Það er í raun ómögulegt að segja hvenær af útgáfu verður, vonandi fyrr en seinna,“ segir Lóa og bætir við að þau ætli að gefa út nokkrar smáskífur áður en sjálf platan kemur út. „Við gerðum það með fyrstu plötuna okkar og fannst lögin þannig öðlast meira sjálfstætt líf og fá meira vægi en ef platan kæmi öll út í einu strax.“ Sveitin er þessa dagana að spila í Makedóníu og Grikklandi en Lóa sjálf er fjarri góðu gamni. Sonur hennar og Árna Hlöðverssonar, annars forsprakka FM Belfast, er lasinn og varð hún því eftir heima. Örvar Smárason þurfti einnig að boða forföll í þennan tónleikatúr en hann er í prófum og á von sínu öðru barni með leikkonunni Birgittu Birgisdóttir innan skamms. „Það er frekar skrítið að vera ekki með núna en við aðlöguðum dagskrána að þessu fyrirkomulagi. Við erum orðin svo mikil barnasveit sem er frekar fyndið.“ Þau verða á flakki milli tónlistarhátíða á meginlandi Evrópu í sumar og ætla að taka litla strákinn sinn með. „Við verðum með barnapíu með okkur svo að það er þægilegt fyrir alla. Ég hlakka mikið til.“ Nýja smáskífan er komin á Tonlist.is. Hún verður síðan gefin út á iTunes og Spotify 1. júní.
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp