Húsverndarráðherrann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. maí 2013 06:00 Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er afdráttarlaus kafli um húsvernd, áreiðanlega sá fyrsti sem ratar inn í stjórnarsáttmála hér á landi. Kaflinn er svona: „Ríkisstjórnin telur mikilvægt að fegra hið manngerða umhverfi, borgir og bæi. Sett verða lög um sérstök verndarsvæði í byggð í samræmi við það sem tíðkast víða í Evrópu og Norður-Ameríku. Markmiðið er að vernda sögulega byggð. Þannig verði framkvæmdir til þess fallnar að styrkja heildarmynd svæðis sem nýtur verndar til samræmis við upprunaleg einkenni þess og auka þannig á menningarlegan styrk þess og aðdráttarafl.“ Það fer ekkert á milli mála hver er höfundur þessa texta. Hann er nánast samhljóða samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur vorið 2010 um að gera skyldi miðborg Reykjavíkur að sérstöku verndarsvæði. Flutningsmaður tillögunnar var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi fulltrúi Framsóknarflokksins í skipulagsráði. Þessi breyting á aðalskipulagi átti að taka gildi 18. ágúst 2010 og var vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra borgarinnar. Þar var henni stungið undir stól og hefur ekki meira til hennar spurzt. Aumingjaskap borgarstjórnar Reykjavíkur við að vernda byggingararfleifð gömlu miðborgarinnar er enda við brugðið. Gömul, falleg og sögufræg hús hafa verið flutt í Árbæjarsafn og búið til úr þeim afkáralegt gerviþorp þannig að koma mætti yfirmáta ljótum nýbyggingum fyrir á lóðunum. Öðrum húsum hefur verið leyft að grotna niður þangað til þau eru orðin dópbæli og brunagildrur og allir eru dauðfegnir þegar einhver verktakinn sem hefur keypt lóðirnar býðst til að rífa draslið og byggja nýtt úr stáli og gleri. Í því skyni að „efla miðborgina“ er samþykkt allt of mikið byggingarmagn á lóðum og jafnvel þegar borgaryfirvöld átta sig á að það voru mistök þorir enginn að höggva á hnútinn og vinda ofan af skipulagsklúðrinu vegna bótaréttar verktakanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur talað bæði af viti og ástríðu fyrir mikilvægi þess að vernda gömlu miðborgina og gamla byggðakjarna í fleiri bæjum. Hann hefur bent á reynsluna frá borgum erlendis, þar sem verndarsvæði eins og þau sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum skapa aðdráttarafl fyrir borgina alla, auka lífsgæði borgarbúa og laða að sér íbúa, fyrirtæki og ferðamenn. Nú er ástríðu-húsverndarmaðurinn Sigmundur Davíð kominn í aðstöðu til að hrinda þessu baráttumáli sínu í framkvæmd. Borgaryfirvöld í Reykjavík eiga að fagna þessum öfluga bandamanni og vinna með honum að því að snúa af braut Kringlu- og Smáralindarvæðingar miðbæjarins. Það er með verndarsvæði byggingararfleifðarinnar eins og hvítvínið með humrinum á sunnudögum; þetta er ekki endilega það mál sem er efst á forgangslista nýrrar ríkisstjórnar en þetta er gott mál, horfir til framfara og á alveg klárlega að komast í framkvæmd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun
Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er afdráttarlaus kafli um húsvernd, áreiðanlega sá fyrsti sem ratar inn í stjórnarsáttmála hér á landi. Kaflinn er svona: „Ríkisstjórnin telur mikilvægt að fegra hið manngerða umhverfi, borgir og bæi. Sett verða lög um sérstök verndarsvæði í byggð í samræmi við það sem tíðkast víða í Evrópu og Norður-Ameríku. Markmiðið er að vernda sögulega byggð. Þannig verði framkvæmdir til þess fallnar að styrkja heildarmynd svæðis sem nýtur verndar til samræmis við upprunaleg einkenni þess og auka þannig á menningarlegan styrk þess og aðdráttarafl.“ Það fer ekkert á milli mála hver er höfundur þessa texta. Hann er nánast samhljóða samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur vorið 2010 um að gera skyldi miðborg Reykjavíkur að sérstöku verndarsvæði. Flutningsmaður tillögunnar var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi fulltrúi Framsóknarflokksins í skipulagsráði. Þessi breyting á aðalskipulagi átti að taka gildi 18. ágúst 2010 og var vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra borgarinnar. Þar var henni stungið undir stól og hefur ekki meira til hennar spurzt. Aumingjaskap borgarstjórnar Reykjavíkur við að vernda byggingararfleifð gömlu miðborgarinnar er enda við brugðið. Gömul, falleg og sögufræg hús hafa verið flutt í Árbæjarsafn og búið til úr þeim afkáralegt gerviþorp þannig að koma mætti yfirmáta ljótum nýbyggingum fyrir á lóðunum. Öðrum húsum hefur verið leyft að grotna niður þangað til þau eru orðin dópbæli og brunagildrur og allir eru dauðfegnir þegar einhver verktakinn sem hefur keypt lóðirnar býðst til að rífa draslið og byggja nýtt úr stáli og gleri. Í því skyni að „efla miðborgina“ er samþykkt allt of mikið byggingarmagn á lóðum og jafnvel þegar borgaryfirvöld átta sig á að það voru mistök þorir enginn að höggva á hnútinn og vinda ofan af skipulagsklúðrinu vegna bótaréttar verktakanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur talað bæði af viti og ástríðu fyrir mikilvægi þess að vernda gömlu miðborgina og gamla byggðakjarna í fleiri bæjum. Hann hefur bent á reynsluna frá borgum erlendis, þar sem verndarsvæði eins og þau sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum skapa aðdráttarafl fyrir borgina alla, auka lífsgæði borgarbúa og laða að sér íbúa, fyrirtæki og ferðamenn. Nú er ástríðu-húsverndarmaðurinn Sigmundur Davíð kominn í aðstöðu til að hrinda þessu baráttumáli sínu í framkvæmd. Borgaryfirvöld í Reykjavík eiga að fagna þessum öfluga bandamanni og vinna með honum að því að snúa af braut Kringlu- og Smáralindarvæðingar miðbæjarins. Það er með verndarsvæði byggingararfleifðarinnar eins og hvítvínið með humrinum á sunnudögum; þetta er ekki endilega það mál sem er efst á forgangslista nýrrar ríkisstjórnar en þetta er gott mál, horfir til framfara og á alveg klárlega að komast í framkvæmd.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun