Ríkisstjórn nýrrar kynslóðar Þorsteinn Pálsson skrifar 25. maí 2013 06:00 Með nýrri ríkisstjórn verða pólitísk umskipti og landsstjórnin fær nýtt yfirbragð. Um leið verða afgerandi straumhvörf þegar ný kynslóð stjórnmálamanna stormar inn í Stjórnarráðið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er yngsti forsætisráðherra lýðveldisins. Fyrir hálfu ári var hann enn í vörn með Framsóknarflokkinn. Honum lánaðist hins vegar á örfáum vikum að skapa sér og flokki sínum þá stöðu að óumdeilt væri að hann tæki við þessu vandasama hlutverki. Menn geta deilt um pólitík hans en enginn getur frá honum tekið að hann bjó þessa óvenjulega sterku stöðu til sjálfur. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var í vörn innan Sjálfstæðisflokksins þó að hann hafi fram að landsfundi í febrúar verið langt kominn með að endurheimta fyrra fylgi. Tveimur vikum fyrir kosningar tókst honum hins vegar að ná þeim undirtökum og ávinna sér það traust að forysta hans sýnist nú vera óskoruð. Um leið hefur hann tryggt jöfn áhrif við forystuflokk ríkisstjórnarinnar. Þannig eiga forystumenn beggja stjórnarflokkanna það sammerkt að hafa snúið vörn í sókn á punktinum, annar út á við en hinn inn á við. Báðir eru því í sterkri stöðu til að geta sameiginlega snúið vörn landsins í sókn. Það eru þau umskipti sem flestir binda vonir við að þessi ríkisstjórn nýrrar kynslóðar valdi. Andrúmsloftið er með henni. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt almennt orðalag stjórnarsáttmálans um markmið, athuganir og skoðanir án afgerandi loforða. Á þetta má horfa frá öðru sjónarhorni. Í ljósi almennra hagsmuna þjóðarbúsins og áhættusamra loforða í kosningabaráttunni er það fremur styrkur en veikleiki að leiðtogar ríkisstjórnarinnar sýni þá ábyrgð að binda ekki myllusteina um háls sér í sáttmálanum. Efnahagsáætlun í tímaþröng Þó að stjórnarsáttmálinn sé ekki skuldbindandi hafa stjórnarflokkarnir eigi að síður vakið vonir sem þeir verða að rísa undir. Á tveimur sviðum hefur ríkisstjórnin aðeins tíma til haustsins til að sýna að hún sé fær um að varðveita það ótvíræða traust sem hún nýtur. Annað er loforðið um endurgreiðslu á verðbótum húsnæðislána. Hún þarf að vera afgerandi. En enginn getur ætlast til fullra efnda eins og þeim var lýst í kosningabaráttunni. Hitt skiptir meira máli að í einu og öllu verði staðið við loforðið um að kostnaðurinn falli ekki á almenning, hvorki í gegnum skatta né verðbólgu. Í stjórnarsáttmálanum er sagt að leysa megi úr því máli með stofnun sérstaks sjóðs. Án frekari útskýringa gæti það þýtt að almenningur borgi brúsann eftir leiðum seðlaprentunar og verðbólgu. Það væru svik. Hitt snýr að þýðingarmesta fyrirheitinu um víðtækt samráð við vinnumarkaðinn til að tryggja stöðugleika og hagvöxt. Sama dag og formenn stjórnarflokkanna undirrituðu formlega nýjan ríkisstjórnarsáttmála lýstu Samtök atvinnulífsins yfir því að skynsamlegast væri að gera skammtíma kjarasamninga vegna óvissu í efnahagsmálum. Þetta er örugglega ekki hugsað sem vantraust en felur þó í sér sterkustu aðvörun úr þessari átt sem beint hefur verið til nýrrar stjórnar. Þeirri óvissu þarf að eyða fyrir haustið.Vigtin í utanríkismálum til Bessastaða Að því er varðar aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið liggur beint við að skilja sáttmálann svo að hléið sem nú stendur verði framlengt þar til þjóðin tekur ákvörðun. Með því móti yrði dyrum ekki endanlega lokað og samstarfið við vinnumarkaðinn auðveldað. Í ljósi aðstæðna þarf þetta ekki að vera óskynsamlegt. Hitt er þó ekki út í hött að líta svo á að í reynd hafi ákvörðun um að hætta viðræðunum aðeins verið pakkað inn í silki. Þar með er dyrunum lokað. Þetta er skilningur margra í nánd við hjörtu stjórnarflokkanna. Líklega er hann nær réttu lagi. Þó að engar afgerandi breytingar á utanríkisstefnunni séu berum orðum boðaðar liggja þær í loftinu án þess að djúp umræða eða fræðileg greining búi þar að baki. Í stjórnarsáttmálanum er ekki minnst á varnarhagsmuni landsins. En þar er skýrt tekið fram að ný skref í viðskipta- og efnahagssamvinnu eigi að stíga með tengslamyndun við einstök ríki í Asíu og Suður-Ameríku. Í meira en 60 ár hafa ný skref á þessum sviðum verið stigin með aukinni samvinnu við bandalagsþjóðir í Evrópu og Norður-Ameríku. Sú samvinna hefur síðan verið stökkpallur í mikilvægri sókn inn á aðra markaði. Þá ályktun má því draga að verið sé að hverfa frá þeim grunni utanríkisstefnunnar sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins mótuðu á sinni tíð. Í staðinn er farið nær þeirri línu sem núverandi forseti Íslands hefur lagt með ríkari áherslu á Kína en vestræn ríki og tvíhliða tengsl fremur en þátttöku í bandalögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Með nýrri ríkisstjórn verða pólitísk umskipti og landsstjórnin fær nýtt yfirbragð. Um leið verða afgerandi straumhvörf þegar ný kynslóð stjórnmálamanna stormar inn í Stjórnarráðið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er yngsti forsætisráðherra lýðveldisins. Fyrir hálfu ári var hann enn í vörn með Framsóknarflokkinn. Honum lánaðist hins vegar á örfáum vikum að skapa sér og flokki sínum þá stöðu að óumdeilt væri að hann tæki við þessu vandasama hlutverki. Menn geta deilt um pólitík hans en enginn getur frá honum tekið að hann bjó þessa óvenjulega sterku stöðu til sjálfur. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var í vörn innan Sjálfstæðisflokksins þó að hann hafi fram að landsfundi í febrúar verið langt kominn með að endurheimta fyrra fylgi. Tveimur vikum fyrir kosningar tókst honum hins vegar að ná þeim undirtökum og ávinna sér það traust að forysta hans sýnist nú vera óskoruð. Um leið hefur hann tryggt jöfn áhrif við forystuflokk ríkisstjórnarinnar. Þannig eiga forystumenn beggja stjórnarflokkanna það sammerkt að hafa snúið vörn í sókn á punktinum, annar út á við en hinn inn á við. Báðir eru því í sterkri stöðu til að geta sameiginlega snúið vörn landsins í sókn. Það eru þau umskipti sem flestir binda vonir við að þessi ríkisstjórn nýrrar kynslóðar valdi. Andrúmsloftið er með henni. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt almennt orðalag stjórnarsáttmálans um markmið, athuganir og skoðanir án afgerandi loforða. Á þetta má horfa frá öðru sjónarhorni. Í ljósi almennra hagsmuna þjóðarbúsins og áhættusamra loforða í kosningabaráttunni er það fremur styrkur en veikleiki að leiðtogar ríkisstjórnarinnar sýni þá ábyrgð að binda ekki myllusteina um háls sér í sáttmálanum. Efnahagsáætlun í tímaþröng Þó að stjórnarsáttmálinn sé ekki skuldbindandi hafa stjórnarflokkarnir eigi að síður vakið vonir sem þeir verða að rísa undir. Á tveimur sviðum hefur ríkisstjórnin aðeins tíma til haustsins til að sýna að hún sé fær um að varðveita það ótvíræða traust sem hún nýtur. Annað er loforðið um endurgreiðslu á verðbótum húsnæðislána. Hún þarf að vera afgerandi. En enginn getur ætlast til fullra efnda eins og þeim var lýst í kosningabaráttunni. Hitt skiptir meira máli að í einu og öllu verði staðið við loforðið um að kostnaðurinn falli ekki á almenning, hvorki í gegnum skatta né verðbólgu. Í stjórnarsáttmálanum er sagt að leysa megi úr því máli með stofnun sérstaks sjóðs. Án frekari útskýringa gæti það þýtt að almenningur borgi brúsann eftir leiðum seðlaprentunar og verðbólgu. Það væru svik. Hitt snýr að þýðingarmesta fyrirheitinu um víðtækt samráð við vinnumarkaðinn til að tryggja stöðugleika og hagvöxt. Sama dag og formenn stjórnarflokkanna undirrituðu formlega nýjan ríkisstjórnarsáttmála lýstu Samtök atvinnulífsins yfir því að skynsamlegast væri að gera skammtíma kjarasamninga vegna óvissu í efnahagsmálum. Þetta er örugglega ekki hugsað sem vantraust en felur þó í sér sterkustu aðvörun úr þessari átt sem beint hefur verið til nýrrar stjórnar. Þeirri óvissu þarf að eyða fyrir haustið.Vigtin í utanríkismálum til Bessastaða Að því er varðar aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið liggur beint við að skilja sáttmálann svo að hléið sem nú stendur verði framlengt þar til þjóðin tekur ákvörðun. Með því móti yrði dyrum ekki endanlega lokað og samstarfið við vinnumarkaðinn auðveldað. Í ljósi aðstæðna þarf þetta ekki að vera óskynsamlegt. Hitt er þó ekki út í hött að líta svo á að í reynd hafi ákvörðun um að hætta viðræðunum aðeins verið pakkað inn í silki. Þar með er dyrunum lokað. Þetta er skilningur margra í nánd við hjörtu stjórnarflokkanna. Líklega er hann nær réttu lagi. Þó að engar afgerandi breytingar á utanríkisstefnunni séu berum orðum boðaðar liggja þær í loftinu án þess að djúp umræða eða fræðileg greining búi þar að baki. Í stjórnarsáttmálanum er ekki minnst á varnarhagsmuni landsins. En þar er skýrt tekið fram að ný skref í viðskipta- og efnahagssamvinnu eigi að stíga með tengslamyndun við einstök ríki í Asíu og Suður-Ameríku. Í meira en 60 ár hafa ný skref á þessum sviðum verið stigin með aukinni samvinnu við bandalagsþjóðir í Evrópu og Norður-Ameríku. Sú samvinna hefur síðan verið stökkpallur í mikilvægri sókn inn á aðra markaði. Þá ályktun má því draga að verið sé að hverfa frá þeim grunni utanríkisstefnunnar sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins mótuðu á sinni tíð. Í staðinn er farið nær þeirri línu sem núverandi forseti Íslands hefur lagt með ríkari áherslu á Kína en vestræn ríki og tvíhliða tengsl fremur en þátttöku í bandalögum.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun