Ekki “fansý” pakki heldur hörkuvinna Freyr Bjarnason skrifar 27. maí 2013 09:00 John Grant, Jakob Smári Magnússon, Pétur Hallgrímsson og Kristinn spiluðu með Sinéad o´Connor á tónleikaferðinni. „Það er rosalega gaman að fá að koma á alla þessa staði og spila fyrir svona mikið af fólki,“ segir trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson. Hann er staddur á Íslandi í tveggja vikna hléi frá tónleikaferðalagi um heiminn með bandaríska tónlistarmanninum og Íslandsvininum John Grant. Þeir, ásamt bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni og gítarleikaranum Pétri Hallgrímssyni, eru að kynna nýjustu plötu Grants, Pale Green Ghosts, sem var tekin upp hér á landi. Aðspurður segist hann viðtökurnar hafa verið rosalega góðar en þeir hafa spilað á um fjörutíu tónleikum í heildina. Ferðalagið hófst í Evrópu um miðjan apríl og eftir það var förinni heitið til New York. Í maí spiluðu þeir svo í þrjár vikur á Írlandi, Englandi og í Skotlandi. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hitaði upp fyrir þá á tónleikaferðinni um Bretlandseyjar. „Hann stóð sig eins og hetja og fékk mjög góðar viðtökur. Þeir seldu heilmikið af plötum og bolum eftir tónleikana og náðu örugglega að opna á stóran aðdáendahóp.“ Tónleikaferðalaginu lauk svo með spilamennsku í sjónvarpsþætti Jools Holland hjá BBC. „Það var mjög skemmtilegt. Það voru flott bönd sem voru að spila á sama tíma eins og Low, sem voru alveg æðisleg. Að hvíldinni á Íslandi lokinni halda þeir félagar til Skandinavíu og spila á fernum tónleikum. Eftir það tekur við tónleikaferð um Bandaríkin og spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal á Hróaskeldu í Danmörku. Aðspurður segir Kristinn Snær tónleikaferðina vera það lengsta sem hann hefur komist á ferli sínum til þessa. „En þetta er hörkuvinna og langir dagar. Þetta er ekkert partí og afslöppun og skemmtilegheit. Stundum hefur maður ekki tíma til að borða fyrir gigg og við rótum og stillum upp sjálfir, þannig að þetta er ekki „fansý“ pakki eins og hjá The Rolling Stones,“ segir hann. Hann viðurkennir að það sé erfitt að vera fjarri fjölskyldu og ástvinum í svona langan tíma. „En þetta er tækifæri sem býðst kannski einu sinni á ævinni. Þá er bara að hrökkva eða stökkva.“ Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Það er rosalega gaman að fá að koma á alla þessa staði og spila fyrir svona mikið af fólki,“ segir trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson. Hann er staddur á Íslandi í tveggja vikna hléi frá tónleikaferðalagi um heiminn með bandaríska tónlistarmanninum og Íslandsvininum John Grant. Þeir, ásamt bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni og gítarleikaranum Pétri Hallgrímssyni, eru að kynna nýjustu plötu Grants, Pale Green Ghosts, sem var tekin upp hér á landi. Aðspurður segist hann viðtökurnar hafa verið rosalega góðar en þeir hafa spilað á um fjörutíu tónleikum í heildina. Ferðalagið hófst í Evrópu um miðjan apríl og eftir það var förinni heitið til New York. Í maí spiluðu þeir svo í þrjár vikur á Írlandi, Englandi og í Skotlandi. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hitaði upp fyrir þá á tónleikaferðinni um Bretlandseyjar. „Hann stóð sig eins og hetja og fékk mjög góðar viðtökur. Þeir seldu heilmikið af plötum og bolum eftir tónleikana og náðu örugglega að opna á stóran aðdáendahóp.“ Tónleikaferðalaginu lauk svo með spilamennsku í sjónvarpsþætti Jools Holland hjá BBC. „Það var mjög skemmtilegt. Það voru flott bönd sem voru að spila á sama tíma eins og Low, sem voru alveg æðisleg. Að hvíldinni á Íslandi lokinni halda þeir félagar til Skandinavíu og spila á fernum tónleikum. Eftir það tekur við tónleikaferð um Bandaríkin og spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal á Hróaskeldu í Danmörku. Aðspurður segir Kristinn Snær tónleikaferðina vera það lengsta sem hann hefur komist á ferli sínum til þessa. „En þetta er hörkuvinna og langir dagar. Þetta er ekkert partí og afslöppun og skemmtilegheit. Stundum hefur maður ekki tíma til að borða fyrir gigg og við rótum og stillum upp sjálfir, þannig að þetta er ekki „fansý“ pakki eins og hjá The Rolling Stones,“ segir hann. Hann viðurkennir að það sé erfitt að vera fjarri fjölskyldu og ástvinum í svona langan tíma. „En þetta er tækifæri sem býðst kannski einu sinni á ævinni. Þá er bara að hrökkva eða stökkva.“
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira