Tónlist

Sign undirbýr nýja plötu

Hljómsveitin Sign undirbýr nýja plötu.
Hljómsveitin Sign undirbýr nýja plötu.

Hljómsveitin Sign stefnir að útgáfu nýrrar plötu seinna á þessu ári. Þeir Ragnar Zolberg og Arnar Grétarsson, forsprakkar hljómsveitarinnar, hafa undanfarið verið í Noregi þar sem þeir hafa lagt lokahönd á lagasmíðarnar.

Þeir eru núna staddir í Uppsala í Svíþjóð þar sem þeir hitta fyrir upptökustjórann Daniel Bergstrand í Dugout-Studios. Hann hefur stjórnað og unnið að upptökum með nokkrum af þeim hljómsveitum sem eru hvað mest í uppáhaldi meðlima Sign. Þar má nefna Meshuggah, In Flames, Soilwork, Rised First, Devin Townsend og Strapping Young Lad.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×