Sökuð um dylgjur um Vatnsendaskuldabréf gar skrifar 31. maí 2013 11:00 Guðríður Arnardóttir „Það er afar slæmt að bæjarfulltrúinn skuli dylgja með þeim hætti sem gert hefur verið án þess að mál séu upplýst,“ segir meirihlutinn í bæjarráði Kópavogs og vísar til ummæla Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Meirihlutinn sagði í bókun í bæjarráði í gær að Guðríður hefði með ummælum í Fréttablaðinu á mánudag látið að því liggja að starfsmenn Kópavogsbæjar hefðu vísvitandi brotið af sér í starfi með því að hafa komið peningum í „skjól“ frá réttmætum eigendum þeirra. Var þar vísað til þess að Kópavogsbær greiddi upp í desember 30 milljónir króna fyrir fram af skuldabréfum vegna eignarnáms bæjarins á Vatnsendalandinu. Guðríður sagði að vegna óljóss eignarhalds á Vatnsenda í kjölfar dómsmála væru peningarnir ekki að ganga til réttmætra eigenda. Í svari fjármálastjóra bæjarins segir að fyrirspurn Guðríðar hafi verið byggð á misskilningi. „Með uppgreiðslu á skuldabréfunum var ekki verið að greiða fyrir jarðarkaup eða eignarnám heldur að lækka skuldir bæjarins,“ útskýrir fjármálastjórinn. „Eðli máls samkvæmt“ hafi fjármálastjórinn einn ákveðið uppgreiðsluna án þess að hún væri kynnt bæjarstjóra sérstaklega. „Það er slæmur ávani að skjóta fyrst og spyrja svo. Það er umræðuhefð sem ætti að heyra sögunni til. Í ljósi ærumeiðandi aðdróttana hefur endurskoðendum bæjarins verið falið að gera úttekt sem er ætlað að varpa skýru ljósi á málsatvik,“ bókuðu Rannveig Ásgeirsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúar meirihlutans. Guðríður Arnardóttir bókaði þá að hefði bæjarstjóra ekki verið kunnugt um uppgreiðslu láns upp á 30 milljónir fram í tímann sem tengist umdeildu eignarnámi á Vatnsenda ætti hann endurskoða starfshætti sína. „Það er ljóst að hér hafa verið gerð mistök, þegar umrætt skuldabréf var greitt upp þótt síðustu greiðslur væru ekki komnar á gjalddaga. Þessu til stuðnings er bent á erindi skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested frá 21. maí þar sem þess er krafist að Kópavogur felli niður allar greiðslur til þinglýsts eiganda Vatnsenda á meðan dánarbúið er undir skiptum og skorið hefur verið úr um afdrif eignarréttar jarðarinnar,“ bókaði Guðríður Arnardóttir. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
„Það er afar slæmt að bæjarfulltrúinn skuli dylgja með þeim hætti sem gert hefur verið án þess að mál séu upplýst,“ segir meirihlutinn í bæjarráði Kópavogs og vísar til ummæla Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Meirihlutinn sagði í bókun í bæjarráði í gær að Guðríður hefði með ummælum í Fréttablaðinu á mánudag látið að því liggja að starfsmenn Kópavogsbæjar hefðu vísvitandi brotið af sér í starfi með því að hafa komið peningum í „skjól“ frá réttmætum eigendum þeirra. Var þar vísað til þess að Kópavogsbær greiddi upp í desember 30 milljónir króna fyrir fram af skuldabréfum vegna eignarnáms bæjarins á Vatnsendalandinu. Guðríður sagði að vegna óljóss eignarhalds á Vatnsenda í kjölfar dómsmála væru peningarnir ekki að ganga til réttmætra eigenda. Í svari fjármálastjóra bæjarins segir að fyrirspurn Guðríðar hafi verið byggð á misskilningi. „Með uppgreiðslu á skuldabréfunum var ekki verið að greiða fyrir jarðarkaup eða eignarnám heldur að lækka skuldir bæjarins,“ útskýrir fjármálastjórinn. „Eðli máls samkvæmt“ hafi fjármálastjórinn einn ákveðið uppgreiðsluna án þess að hún væri kynnt bæjarstjóra sérstaklega. „Það er slæmur ávani að skjóta fyrst og spyrja svo. Það er umræðuhefð sem ætti að heyra sögunni til. Í ljósi ærumeiðandi aðdróttana hefur endurskoðendum bæjarins verið falið að gera úttekt sem er ætlað að varpa skýru ljósi á málsatvik,“ bókuðu Rannveig Ásgeirsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúar meirihlutans. Guðríður Arnardóttir bókaði þá að hefði bæjarstjóra ekki verið kunnugt um uppgreiðslu láns upp á 30 milljónir fram í tímann sem tengist umdeildu eignarnámi á Vatnsenda ætti hann endurskoða starfshætti sína. „Það er ljóst að hér hafa verið gerð mistök, þegar umrætt skuldabréf var greitt upp þótt síðustu greiðslur væru ekki komnar á gjalddaga. Þessu til stuðnings er bent á erindi skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested frá 21. maí þar sem þess er krafist að Kópavogur felli niður allar greiðslur til þinglýsts eiganda Vatnsenda á meðan dánarbúið er undir skiptum og skorið hefur verið úr um afdrif eignarréttar jarðarinnar,“ bókaði Guðríður Arnardóttir.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira