Tækifærin sem urðu til í hruninu Mikael Torfason skrifar 31. maí 2013 12:00 Frá hruni hafa flest ný störf orðið til í ferðaþjónustu og fiski. Fiskiðnaðurinn einn og sér hefur skapað yfir ellefu hundruð ný störf og bara í hótel- og veitingahúsarekstri hafa skapast átján hundruð ný störf síðan árið 2008. Flest þessara starfa urðu til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta kom fram í úttekt í Markaðnum sem fylgdi Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þróunin hefur lengi verið þannig að vinnuafl fari úr framleiðslugreinum yfir í þjónustustarfsemi. Þannig kemur fjölgun starfa í ferðaþjónustu í sjálfu sér ekki á óvart. Þetta eru nokkuð sjálfsögð sannindi. Við vitum öll að eftir 2008 fækkaði störfum í mannvirkjagerð stórkostlega en hefðbundin íslensk störf í sjávarútvegi og landbúnaði héldu sér og vel það. Tíðindin eru hins vegar þau að það fór sem margir höfðu spáð í hruninu að það leysti ákveðinn kraft úr læðingi. Allt í einu var fjöldi hæfileikafólks á milli vita og margt af því vildi leita á ný mið. Að sjálfsögðu. Íslenskt efnahagslíf hafði á árunum fyrir hrun verið keyrt áfram á stóriðju og uppgangi bankanna. Fólk var misjafnlega lengi að jafna sig á hruninu en strax í byrjun árs 2009 varð til óformlegur klúbbur sem kallaðist Hugmyndaráðuneytið. Þar voru haldnir reglulegir fundir í rúmt ár. Einn af þeim sem sóttu þá fundi er Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Datamarket, en það fyrirtæki var stofnað árið 2008. Hann sagði í viðtali við Markaðinn að meðal þáttakanda á þessum fundum Humyndaráðuneytisins hefði verið fólk sem stofnaði upp frá því ný fyrirtæki á borð við Oz, Clara, Gogogic, Meniga, Carbon Recycling International, Plain Vanilla og ReMake Electric. Allt eru það fyrirtæki sem ratað hafa í fréttir fyrir frábæran árangur á sínu sviði. „Þessi hópur var mjög miðaður við hugbúnaðargeirann en er hins vegar bara hluti af þessari gerjun sem átti sér stað á þessum tíma. Fjöldi annarra fyrirtækja hefur sprottið upp í hefðbundnum þjónustugeirum sem ég hef kannski ekki jafn góða innsýn í,“ sagði Hjálmar í vikunni. Fyrir þetta fólk markaði hrunið þáttaskil sem voru kannski byggð á neikvæðum grunni en urðu að jákvæðri uppbyggingu. Þetta eru einstaklingar sem sáu tækifæri í miklum breytingum. Í stað þess að einblína á gjaldþrot og atvinnuleysi sá það von og nýja tíma. Allt í einu var fullt af hæfileikafólki á lausu. Þetta var kannski ekki óskastaða. Í það minnsta óskaði sér enginn þess að hér yrði hrun og að íslenskt samfélag lenti í þessum ógöngum. En það er auðvitað miklu betra að horfa á glasið hálffullt en hálftómt. Við getum öll rætt lengi um hvaða lærdóm við eigum að draga af hruninu og árunum sem leiddu okkur að því. Hins vegar er það alveg jafn merkileg spurning að spyrja okkur hvaða lærdóm við ætlum að draga af árunum eftir hrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun
Frá hruni hafa flest ný störf orðið til í ferðaþjónustu og fiski. Fiskiðnaðurinn einn og sér hefur skapað yfir ellefu hundruð ný störf og bara í hótel- og veitingahúsarekstri hafa skapast átján hundruð ný störf síðan árið 2008. Flest þessara starfa urðu til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta kom fram í úttekt í Markaðnum sem fylgdi Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þróunin hefur lengi verið þannig að vinnuafl fari úr framleiðslugreinum yfir í þjónustustarfsemi. Þannig kemur fjölgun starfa í ferðaþjónustu í sjálfu sér ekki á óvart. Þetta eru nokkuð sjálfsögð sannindi. Við vitum öll að eftir 2008 fækkaði störfum í mannvirkjagerð stórkostlega en hefðbundin íslensk störf í sjávarútvegi og landbúnaði héldu sér og vel það. Tíðindin eru hins vegar þau að það fór sem margir höfðu spáð í hruninu að það leysti ákveðinn kraft úr læðingi. Allt í einu var fjöldi hæfileikafólks á milli vita og margt af því vildi leita á ný mið. Að sjálfsögðu. Íslenskt efnahagslíf hafði á árunum fyrir hrun verið keyrt áfram á stóriðju og uppgangi bankanna. Fólk var misjafnlega lengi að jafna sig á hruninu en strax í byrjun árs 2009 varð til óformlegur klúbbur sem kallaðist Hugmyndaráðuneytið. Þar voru haldnir reglulegir fundir í rúmt ár. Einn af þeim sem sóttu þá fundi er Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Datamarket, en það fyrirtæki var stofnað árið 2008. Hann sagði í viðtali við Markaðinn að meðal þáttakanda á þessum fundum Humyndaráðuneytisins hefði verið fólk sem stofnaði upp frá því ný fyrirtæki á borð við Oz, Clara, Gogogic, Meniga, Carbon Recycling International, Plain Vanilla og ReMake Electric. Allt eru það fyrirtæki sem ratað hafa í fréttir fyrir frábæran árangur á sínu sviði. „Þessi hópur var mjög miðaður við hugbúnaðargeirann en er hins vegar bara hluti af þessari gerjun sem átti sér stað á þessum tíma. Fjöldi annarra fyrirtækja hefur sprottið upp í hefðbundnum þjónustugeirum sem ég hef kannski ekki jafn góða innsýn í,“ sagði Hjálmar í vikunni. Fyrir þetta fólk markaði hrunið þáttaskil sem voru kannski byggð á neikvæðum grunni en urðu að jákvæðri uppbyggingu. Þetta eru einstaklingar sem sáu tækifæri í miklum breytingum. Í stað þess að einblína á gjaldþrot og atvinnuleysi sá það von og nýja tíma. Allt í einu var fullt af hæfileikafólki á lausu. Þetta var kannski ekki óskastaða. Í það minnsta óskaði sér enginn þess að hér yrði hrun og að íslenskt samfélag lenti í þessum ógöngum. En það er auðvitað miklu betra að horfa á glasið hálffullt en hálftómt. Við getum öll rætt lengi um hvaða lærdóm við eigum að draga af hruninu og árunum sem leiddu okkur að því. Hins vegar er það alveg jafn merkileg spurning að spyrja okkur hvaða lærdóm við ætlum að draga af árunum eftir hrun.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun