Súpergrúppa siglir um landið í sumar Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 31. maí 2013 07:00 Guðni Finnsson, Jónas Sig, Lára Rúnars, Mugison, Ómar Guðjónsson og Arnar Gíslason mynda súpergrúppuna Áhöfnin á Húna. „Þetta er allt gert fyrir Landsbjörg. Við erum bara að fara að skemmta okkur og eiga frábært sumarfrí,“ segir Jón Þór Þorleifsson, túrpabbi hljómsveitarinnar Áhöfnin á Húna. Það eru engir nýgræðingar sem standa að baki hljómsveitinni en hana skipa Mugison, Jónas Sig, Lára Rúnars, Ómar Guðjónsson, Guðni Finnsson og Arnar Gíslason. „Við erum öll vinir og við tókum okkur bara saman um að gera þetta. Þetta er ótrúlega klikkuð og skemmtileg hugmynd og auðvitað algjör súpergrúppa,“ segir Jón Þór en sveitin var stofnuð sérstaklega til að sigla hringinn í kringum landið í júlímánuði og halda tónleika í sextán höfnum. Allur ágóðinn rennur svo til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Hvað gerist svo eftir júlímánuð er alveg óráðið. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Þór. Fararskjóti sveitarinnar er 50 ára gamli eikarbáturinn Húni II, en hún dregur einmitt nafn sitt af bátnum líka. Jón Þór segir mennina sem fylgja bátnum vera frábæran hóp stórskemmtilegra áhugamanna um að halda honum gangandi, svo það verði gaman að verja þessum mánuði á sjó með þeim. Áhöfnin á Húna mun spila lög eftir Mugison, Jónas, Láru og Ómar en öllum hefur þeim verið breytt svo hljómsveitin flytji þau í sameiningu. „Þetta verður ekki þannig að hvert þeirra stígur á svið með sitt lag heldur er þetta bara ein heild sem gerir hlutina saman. Við erum öll með gæsahúð á æfingum, þetta kemur svo vel út,“ segir Jón Þór. Áhöfnin á Húna kemur fram í fyrsta skipti í söfnunarþætti fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg á Rúv í kvöld. Rúv verður svo viðloðandi verkefnið áfram í sumar og fylgir sveitinni eftir. „Það verða beinar útsendingar frá nokkrum tónleikum og svo verður fylgst með hópnum bæði á viðburðunum og á bátnum þeirra á milli. Þetta verður heljarinnar sirkus,“ segir Jón Þór. „Það getur auðvitað ýmislegt gerst í bátnum,“ bætir hann við dularfullur. Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er allt gert fyrir Landsbjörg. Við erum bara að fara að skemmta okkur og eiga frábært sumarfrí,“ segir Jón Þór Þorleifsson, túrpabbi hljómsveitarinnar Áhöfnin á Húna. Það eru engir nýgræðingar sem standa að baki hljómsveitinni en hana skipa Mugison, Jónas Sig, Lára Rúnars, Ómar Guðjónsson, Guðni Finnsson og Arnar Gíslason. „Við erum öll vinir og við tókum okkur bara saman um að gera þetta. Þetta er ótrúlega klikkuð og skemmtileg hugmynd og auðvitað algjör súpergrúppa,“ segir Jón Þór en sveitin var stofnuð sérstaklega til að sigla hringinn í kringum landið í júlímánuði og halda tónleika í sextán höfnum. Allur ágóðinn rennur svo til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Hvað gerist svo eftir júlímánuð er alveg óráðið. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Þór. Fararskjóti sveitarinnar er 50 ára gamli eikarbáturinn Húni II, en hún dregur einmitt nafn sitt af bátnum líka. Jón Þór segir mennina sem fylgja bátnum vera frábæran hóp stórskemmtilegra áhugamanna um að halda honum gangandi, svo það verði gaman að verja þessum mánuði á sjó með þeim. Áhöfnin á Húna mun spila lög eftir Mugison, Jónas, Láru og Ómar en öllum hefur þeim verið breytt svo hljómsveitin flytji þau í sameiningu. „Þetta verður ekki þannig að hvert þeirra stígur á svið með sitt lag heldur er þetta bara ein heild sem gerir hlutina saman. Við erum öll með gæsahúð á æfingum, þetta kemur svo vel út,“ segir Jón Þór. Áhöfnin á Húna kemur fram í fyrsta skipti í söfnunarþætti fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg á Rúv í kvöld. Rúv verður svo viðloðandi verkefnið áfram í sumar og fylgir sveitinni eftir. „Það verða beinar útsendingar frá nokkrum tónleikum og svo verður fylgst með hópnum bæði á viðburðunum og á bátnum þeirra á milli. Þetta verður heljarinnar sirkus,“ segir Jón Þór. „Það getur auðvitað ýmislegt gerst í bátnum,“ bætir hann við dularfullur.
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp