Tileinka sjómönnum plötuna Freyr Bjarnason skrifar 31. maí 2013 09:00 KK og Maggi Eiríks hafa sent frá sér sjómannaplötuna Úti á sjó. Fréttablaðið/vilhelm „Engin stétt manna á Íslandi frá landnámstíð hefur fært meiri fórn en sjómenn og fjölskyldur þeirra. Enda er platan tileinkuð þeim,“ segir KK um nýjustu plötu sína og Magga Eiríks, Úti á sjó. Hún hefur að geyma sjómannalög frá seinni hluta síðustu aldar. „Vinur okkar Magga, sem er skipstjóri á togara í Vestmannaeyjum, hringdi í mig og spurði: „Kristján, af hverju gefið þið Maggi ekki út plötu með sjómannalögum?“ Magga leist bara vel á þetta og við ákváðum að fara í hljóðver,“ segir KK. Hann er sjálfur strandveiðimaður og á litla trillu sem heitir Æðruleysi. „Margir eldri Íslendingar hafa verið eitthvað til sjós. Maggi var til sjós í gamla daga og feður okkar voru sjómenn. Sjómennskan var það sem allt snerist um hér áður fyrr, og gerir mikið enn þá.“ KK og Maggi hafa gefið út þrjár vinsælar ferðalagaplötur. Spurður hvort fleiri sjómannaplötur séu á leiðinni hlær hann og segist ekki búast við því enda séu þeir Maggi að undirbúa plötu með eigin efni. Þeir félagar spila á tónleikunum Óskalögum sjómanna í Hörpu á laugardag. „Ef ég á frí á sjómannadaginn ætla ég að setja fánann upp og sigla út á hafið. Það yrði rosalega gaman,“ segir KK. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Engin stétt manna á Íslandi frá landnámstíð hefur fært meiri fórn en sjómenn og fjölskyldur þeirra. Enda er platan tileinkuð þeim,“ segir KK um nýjustu plötu sína og Magga Eiríks, Úti á sjó. Hún hefur að geyma sjómannalög frá seinni hluta síðustu aldar. „Vinur okkar Magga, sem er skipstjóri á togara í Vestmannaeyjum, hringdi í mig og spurði: „Kristján, af hverju gefið þið Maggi ekki út plötu með sjómannalögum?“ Magga leist bara vel á þetta og við ákváðum að fara í hljóðver,“ segir KK. Hann er sjálfur strandveiðimaður og á litla trillu sem heitir Æðruleysi. „Margir eldri Íslendingar hafa verið eitthvað til sjós. Maggi var til sjós í gamla daga og feður okkar voru sjómenn. Sjómennskan var það sem allt snerist um hér áður fyrr, og gerir mikið enn þá.“ KK og Maggi hafa gefið út þrjár vinsælar ferðalagaplötur. Spurður hvort fleiri sjómannaplötur séu á leiðinni hlær hann og segist ekki búast við því enda séu þeir Maggi að undirbúa plötu með eigin efni. Þeir félagar spila á tónleikunum Óskalögum sjómanna í Hörpu á laugardag. „Ef ég á frí á sjómannadaginn ætla ég að setja fánann upp og sigla út á hafið. Það yrði rosalega gaman,“ segir KK.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira