Handbolti

Klár þegar kallið kemur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarki Már Gunnarsson
Bjarki Már Gunnarsson fréttablaðið/Valli

Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður HK, var í gær valinn í 17 manna hóp íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku á næsta ári.

Bjarki hefur aldrei leikið með A-landsliðinu í alvöru leik og því frábært tækifæri fyrir hinn unga leikmann. „Þetta er mikill heiður og gaman að fá að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Bjarki.

„Ég er líklega hugsaður sem varnarmaður í liðinu og verð bara klár þegar tækifærið kemur,“ segir Bjarki Már. HK-ingurinn hefur verið við æfingar með leikmönnum landsliðsins hér á landi undanfarið.

„Æfingarnar í þessum úrtakshóp voru frábærar og gerðu mikið fyrir mig sem leikmann. Þetta var frábært framtak hjá Aroni Kristjánssyni og HSÍ í heild sinni.“


Tengdar fréttir

Nú þurfa þeir ungu að stíga upp

Mikið mun mæða á ungum og efnilegum leikmönnum í næstu verkefnum íslenska landsliðsins í handknattleik. Sjö lykilmenn verða fjarverandi í leikjunum gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu og aðrir fá því tækifæri til að sanna sig. Ólafur Gústafsson og Bjarki Már




Fleiri fréttir

Sjá meira


×