Stúlkur og stælgæjar standandi upp við bar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. júní 2013 12:00 Björg Magnúsdóttir Bækur Ekki þessi týpa. Höfundur: Björg Magnúsdóttir. JPV-útgáfa Konseptið um vinkonurnar fjórar sem lifa og hrærast í hringiðu borgarinnar er orðið dálítið þreytt, enda um tuttugu ár síðan stöllurnar í Sex and the City lögðu heiminn að velskóuðum fótum sér. Girls blésu þó nýju lífi í konseptið, skelltu inn stærri skammti af raunveruleika, gáfu glamúrnum langt nef og konur um víða veröld fögnuðu ákaft. Fyrsta skáldsaga Bjargar Magnúsdóttur fer bil beggja, hér er slatti af SATC og slatti af Girls en aðallega þó alveg hellingur af íslenskum hallærisgangi, sveittum barferðum, neyðarlegum uppákomum og endalausri vináttu. Flott frumraun. Vinkonurnar fjórar eru ólíkar og koma sín úr hverri áttinni, Bryndís er femínískur sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu, Regína er hægrisinnuð bankamær, Inga er uppstrílaður lögfræðingur með hreinlætisæði og Tinna er mömmustelpan sæta sem starfar sem hönnuður sýninga á Þjóðminjasafninu. Dálítið klisjukenndar týpur reyndar en höfundur er vel meðvitaður um það og leikur sér með klisjurnar fram og til baka þannig að lesandinn engist á köflum um af hlátri. Hitt kynið er auðvitað ansi ofarlega í huga stallsystranna eins og við er að búast hjá ungum konum en höfundur fær risaplús fyrir það að gera eltingaleikinn við drengina aldrei að aðalatriði heldur fókusera á karaktera vinkvennanna og samskiptin þeirra á milli. Sagan er sannferðug og drepfyndin lýsing á baráttunni við að fóta sig í hinni glerhálu og viðsjárverðu fullorðinsveröld, baráttu sem virðist furðu lítið breytast frá kynslóð til kynslóðar. Lipurlega skrifuð og samtölin blessunarlega laus við nokkurn bókmálskeim. Það er helst þegar höfundur byrjar að lýsa innri átökum persónanna sem textanum fatast flugið og klisjurnar ryðjast fram hver um aðra þvera. Einnig skortir nokkuð á dýptina í þessum lýsingum þannig að lesandinn finnur hvorki til samkenndar né vorkunnar gagnvart þessum ungu konum, sem þrátt fyrir þessi minniháttar áföll hafa það fjandi gott og eru vel settar í lífinu. Mikið af textanum er byggt upp á endalausum samtölum milli vinkvennanna um flest sem veldur ungum konum vangaveltum, allt frá karlastandi til rasisma, kynjakvóta og klámiðnaðar. Á köflum verða þessar samræður dálítið langdregnar og hefði að ósekju mátt skera hressilega niður. Upp úr stendur þó að sagan er fantalega fyndin, persónurnar sympatískar og atburðarásin sannfærandi alveg fram undir síðustu kaflana. Þá, eins og oft vill verða þegar hnýta þarf lausa enda í frásögn, tekur ýkjustíllinn völdin og þótt hægt sé að hlæja hjartanlega að uppgjörinu í Garðabænum virkar það dálítið á skjön við þann raunsæja anda sem ríkir í sögunni almennt. Það er nokkuð ljóst af niðurlagi sögunnar að við eigum eftir að frétta meira af þeim vinkonunum og það er sannarlega gleðiefni. Þessi saga er hvergi nærri búin. Niðurstaða: Hressileg og drepfyndin skvísusaga. Velheppnuð blanda af SATC og Girls með dassi af alíslenskum hallærisgangi. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Bækur Ekki þessi týpa. Höfundur: Björg Magnúsdóttir. JPV-útgáfa Konseptið um vinkonurnar fjórar sem lifa og hrærast í hringiðu borgarinnar er orðið dálítið þreytt, enda um tuttugu ár síðan stöllurnar í Sex and the City lögðu heiminn að velskóuðum fótum sér. Girls blésu þó nýju lífi í konseptið, skelltu inn stærri skammti af raunveruleika, gáfu glamúrnum langt nef og konur um víða veröld fögnuðu ákaft. Fyrsta skáldsaga Bjargar Magnúsdóttur fer bil beggja, hér er slatti af SATC og slatti af Girls en aðallega þó alveg hellingur af íslenskum hallærisgangi, sveittum barferðum, neyðarlegum uppákomum og endalausri vináttu. Flott frumraun. Vinkonurnar fjórar eru ólíkar og koma sín úr hverri áttinni, Bryndís er femínískur sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu, Regína er hægrisinnuð bankamær, Inga er uppstrílaður lögfræðingur með hreinlætisæði og Tinna er mömmustelpan sæta sem starfar sem hönnuður sýninga á Þjóðminjasafninu. Dálítið klisjukenndar týpur reyndar en höfundur er vel meðvitaður um það og leikur sér með klisjurnar fram og til baka þannig að lesandinn engist á köflum um af hlátri. Hitt kynið er auðvitað ansi ofarlega í huga stallsystranna eins og við er að búast hjá ungum konum en höfundur fær risaplús fyrir það að gera eltingaleikinn við drengina aldrei að aðalatriði heldur fókusera á karaktera vinkvennanna og samskiptin þeirra á milli. Sagan er sannferðug og drepfyndin lýsing á baráttunni við að fóta sig í hinni glerhálu og viðsjárverðu fullorðinsveröld, baráttu sem virðist furðu lítið breytast frá kynslóð til kynslóðar. Lipurlega skrifuð og samtölin blessunarlega laus við nokkurn bókmálskeim. Það er helst þegar höfundur byrjar að lýsa innri átökum persónanna sem textanum fatast flugið og klisjurnar ryðjast fram hver um aðra þvera. Einnig skortir nokkuð á dýptina í þessum lýsingum þannig að lesandinn finnur hvorki til samkenndar né vorkunnar gagnvart þessum ungu konum, sem þrátt fyrir þessi minniháttar áföll hafa það fjandi gott og eru vel settar í lífinu. Mikið af textanum er byggt upp á endalausum samtölum milli vinkvennanna um flest sem veldur ungum konum vangaveltum, allt frá karlastandi til rasisma, kynjakvóta og klámiðnaðar. Á köflum verða þessar samræður dálítið langdregnar og hefði að ósekju mátt skera hressilega niður. Upp úr stendur þó að sagan er fantalega fyndin, persónurnar sympatískar og atburðarásin sannfærandi alveg fram undir síðustu kaflana. Þá, eins og oft vill verða þegar hnýta þarf lausa enda í frásögn, tekur ýkjustíllinn völdin og þótt hægt sé að hlæja hjartanlega að uppgjörinu í Garðabænum virkar það dálítið á skjön við þann raunsæja anda sem ríkir í sögunni almennt. Það er nokkuð ljóst af niðurlagi sögunnar að við eigum eftir að frétta meira af þeim vinkonunum og það er sannarlega gleðiefni. Þessi saga er hvergi nærri búin. Niðurstaða: Hressileg og drepfyndin skvísusaga. Velheppnuð blanda af SATC og Girls með dassi af alíslenskum hallærisgangi.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira