Handbolti

Nýtti ákvæðið og sleit samningnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir og Kristín Clausen fagna Íslandsmeistaratitlinum með Stjörnunni árið 2009.
Elísabet Gunnarsdóttir og Kristín Clausen fagna Íslandsmeistaratitlinum með Stjörnunni árið 2009. Fréttablaðið/Anton

„Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég verði áfram hjá Fram eða fari í Stjörnuna,“ segir línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir. Elísabet staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að hún hefði sagt upp samningi sínum við Fram á dögunum.

„Samningurinn var uppsegjanlegur og ég nýtti mér það ákvæði,“ segir Elísabet, sem varð Íslandsmeistari með Fram á dögunum. Hún segist ekki hafa rætt við Stjörnuna enn sem komið er en vera spennt að spila með uppeldisfélagi sínu í Garðabænum.

„Auðvitað heillar það að spila með mínum vinkonum í Stjörnunni. Jóna Margrét (Ragnarsdóttir) og Rakel Dögg (Bragadóttir) eru mínar bestu vinkonur,“ segir Elísabet. „Hvort sem ég verð áfram eða ekki þá er Framliðið ungt og efnilegt lið sem þarf að byggja upp,“ segir landsliðskonan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×