Gatið í planinu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. júní 2013 06:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, talaði um krónuna og höftin í umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra á mánudaginn. Hann ræddi um mikilvægi trausts fjárfesta á umhverfinu og benti á að höftin á krónunni hefðu skert frelsi Íslendinga til athafna. „Meðan höftin standa erum við eins og gölluð vara í augum umheimsins. Ég hef stundum sagt að höftin séu eins og blikkandi ljós yfir landinu þar sem stendur „varúð – við trúum ekki á virði gjaldmiðilsins“,“ sagði Bjarni. Þetta er rétt lýsing hjá ráðherranum. En trúir hann því virkilega að það sé hægt að komast út úr höftunum til langframa án þess að stefna á að taka upp nýjan gjaldmiðil? Á sínum tíma sýndi Bjarni, ásamt Illuga Gunnarssyni núverandi menntamálaráðherra, þann kjark að segja satt um íslenzku krónuna og stöðu hennar. Þeir skrifuðu grein í þetta blað í desember 2008 og sögðu þá meðal annars: „Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu og þar með möguleikum okkar á að nýta til fulls þau tækifæri sem felast í innri markaði Evrópu, laða til okkar fjárfestingar og hámarka samkeppnishæfni atvinnulífsins. Vöxtur nýrra atvinnugreina og fyrirtækja sem starfa að stórum hluta erlendis en eiga höfuðstöðvar hér á landi takmarkast mjög af stærð myntarinnar og því óöryggi sem af henni hlýst. Ekki verður horft fram hjá þeim veikleikum sem felast í smæð myntkerfisins. Meira að segja Bretar velta því nú fyrir sér hvort myntsvæði þeirra sé of lítið til að tryggja samkeppnishæfni þjóðarinnar. Það kemur því ekki á óvart að forystumenn íslensks atvinnulífs leggi um þessar mundir vaxandi áherslu á að mótuð verði stefna í gjaldmiðilsmálum á nýjum forsendum. Leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hafa á sama tíma sannfæringu fyrir því að án nýs gjaldmiðils muni ekki takast að verja stöðugleika og þar með kaupmátt almennings.“ Ekkert af þeim atriðum sem þarna eru talin upp varðandi stöðu krónunnar hefur breytzt. Krónan er áfram óstöðugur gjaldmiðill. Tilvist hennar dregur úr trausti fjárfesta. Fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi telja sig ekki geta búið við hana til langframa. Atvinnulífið kallar enn eftir stöðugum gjaldmiðli. Leiðtogar ASÍ færa áfram rök fyrir því að nýr gjaldmiðill sé forsendan fyrir því að tryggja kaupmátt og hemja verðbólgu og vexti. Og þótt það sé ýmist skulda-, ríkisfjármála- eða bankakreppa í mörgum ríkjum sem nota evruna, breytir það ekki því að evran er stöðugur, alþjóðlegur gjaldmiðill sem myndi stórbæta samkeppnisstöðu íslenzks atvinnulífs. Jafnvel þótt takist að ná samningum við erlenda krónueigendur og losa um höftin, breytist það ekki að krónan er sveiflukenndur gjaldmiðill og myntsvæðið pínulítið. Án nýs gjaldmiðils er tómt mál að tala um að útrýma verðbólgu eða verðtryggingu. Styrkir saga peningamálastjórnunar á Íslandi fjármálaráðherrann í trúnni á að krónan verði einhvern tímann trúverðugur framtíðargjaldmiðill? Vöntur á nýrri peningamálastefnu er stóra gatið í plani ríkisstjórnarinnar um að efla íslenzkt efnahagslíf. Þótt ráðherrar ríkisstjórnarinnar þori ekki lengur að segja sannleikann um krónuna, hljóta sumir þeirra að sjá það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, talaði um krónuna og höftin í umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra á mánudaginn. Hann ræddi um mikilvægi trausts fjárfesta á umhverfinu og benti á að höftin á krónunni hefðu skert frelsi Íslendinga til athafna. „Meðan höftin standa erum við eins og gölluð vara í augum umheimsins. Ég hef stundum sagt að höftin séu eins og blikkandi ljós yfir landinu þar sem stendur „varúð – við trúum ekki á virði gjaldmiðilsins“,“ sagði Bjarni. Þetta er rétt lýsing hjá ráðherranum. En trúir hann því virkilega að það sé hægt að komast út úr höftunum til langframa án þess að stefna á að taka upp nýjan gjaldmiðil? Á sínum tíma sýndi Bjarni, ásamt Illuga Gunnarssyni núverandi menntamálaráðherra, þann kjark að segja satt um íslenzku krónuna og stöðu hennar. Þeir skrifuðu grein í þetta blað í desember 2008 og sögðu þá meðal annars: „Óstöðugur gjaldmiðill dregur úr trausti á hagkerfinu og þar með möguleikum okkar á að nýta til fulls þau tækifæri sem felast í innri markaði Evrópu, laða til okkar fjárfestingar og hámarka samkeppnishæfni atvinnulífsins. Vöxtur nýrra atvinnugreina og fyrirtækja sem starfa að stórum hluta erlendis en eiga höfuðstöðvar hér á landi takmarkast mjög af stærð myntarinnar og því óöryggi sem af henni hlýst. Ekki verður horft fram hjá þeim veikleikum sem felast í smæð myntkerfisins. Meira að segja Bretar velta því nú fyrir sér hvort myntsvæði þeirra sé of lítið til að tryggja samkeppnishæfni þjóðarinnar. Það kemur því ekki á óvart að forystumenn íslensks atvinnulífs leggi um þessar mundir vaxandi áherslu á að mótuð verði stefna í gjaldmiðilsmálum á nýjum forsendum. Leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hafa á sama tíma sannfæringu fyrir því að án nýs gjaldmiðils muni ekki takast að verja stöðugleika og þar með kaupmátt almennings.“ Ekkert af þeim atriðum sem þarna eru talin upp varðandi stöðu krónunnar hefur breytzt. Krónan er áfram óstöðugur gjaldmiðill. Tilvist hennar dregur úr trausti fjárfesta. Fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi telja sig ekki geta búið við hana til langframa. Atvinnulífið kallar enn eftir stöðugum gjaldmiðli. Leiðtogar ASÍ færa áfram rök fyrir því að nýr gjaldmiðill sé forsendan fyrir því að tryggja kaupmátt og hemja verðbólgu og vexti. Og þótt það sé ýmist skulda-, ríkisfjármála- eða bankakreppa í mörgum ríkjum sem nota evruna, breytir það ekki því að evran er stöðugur, alþjóðlegur gjaldmiðill sem myndi stórbæta samkeppnisstöðu íslenzks atvinnulífs. Jafnvel þótt takist að ná samningum við erlenda krónueigendur og losa um höftin, breytist það ekki að krónan er sveiflukenndur gjaldmiðill og myntsvæðið pínulítið. Án nýs gjaldmiðils er tómt mál að tala um að útrýma verðbólgu eða verðtryggingu. Styrkir saga peningamálastjórnunar á Íslandi fjármálaráðherrann í trúnni á að krónan verði einhvern tímann trúverðugur framtíðargjaldmiðill? Vöntur á nýrri peningamálastefnu er stóra gatið í plani ríkisstjórnarinnar um að efla íslenzkt efnahagslíf. Þótt ráðherrar ríkisstjórnarinnar þori ekki lengur að segja sannleikann um krónuna, hljóta sumir þeirra að sjá það.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun