Tónlist

Upptökurnar gengu vel

Alex James úr Blur segir að upptökutímar hljómsveitarinnar í Hong Kong hafi gengið mjög vel. Söngvarinn Damon Albarn sagði á tónleikum í Hong Kong í síðasta mánuði að hljómsveitin væri á leiðinni í hljóðver á nýjan leik.



„Við verðum í viku í Hong Kong og okkur datt í hug að það væri gaman að prófa að taka upp nýja plötu.“



James hefur núna bætt þessu um upptökurnar við í samtali við Bang Showbiz: „Þetta var algjör snilld. Við djömmuðum bara, sem var mjög gott. Vonandi kemur eitthvað út úr þessu.“

Tíu ár eru liðin frá útkomu síðustu plötu Blur, Think Tank.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×