Handbolti

Njóta þess að spila gegn besta landsliði heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs.
Þórir Hergeirsson, þjálfari Noregs.
Ísland mætir heims- og Ólympíumeisturum Noregs í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni á sunnudag klukkan 16.00. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson þjálfar norska liðið en það hefur dvalið hér á landi við æfingar í rúma viku.

„Aðalatriðið hjá okkur verður að hafa gaman af því að spila gegn besta landsliði heims. Við munum gera okkar besta og sjá hvernig við stöndum gagnvart þeim,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins.

Bæði lið verða með flesta sína bestu menn í leiknum en Ísland verður án þeirra Rutar Jónsdóttur, Elísabetar Gunnarsdóttur og Guðnýjar Jennýjar Ásmundsdóttur.

„Við mætum afslöppuð til leiks og munum reyna að veita þeim einhverja keppni. En að sama skapi munum við lítið hugsa um úrslit leiksins og þá frekar um frammistöðuna. Við munum gefa fleiri leikmönnum tækifæri en í venjulegum leik og líklegt að einhver fái að spila sinn fyrsta landsleik,“ segir Ágúst, sem hvetur áhugasama um að koma á leikinn.

„Það verður frábært að fá að sjá þetta magnaða norska lið spila í Höllinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×