Pína og peningar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. júní 2013 11:00 Leikararnir Wahlberg, Johnson og Mackie bera myndina Pain & Gain uppi að sögn gagnrýnanda. Pain & Gain Leikstjórn: Michael Bay Leikarar: Mark Wahlberg, Dwayne Johnson, Anthony Mackie, Tony Shalhoub. Transformers-kempan Michael Bay fer hér tímabundið úr vélmennum í vöðvatröll, og segir okkur söguna af því þegar hópur vaxtarræktarmanna í Miami píndi aleiguna af auðmanni einum á tíunda áratugnum. Sagan er sem sé sönn, eða í það minnsta byggð á sönnum atburðum. Þetta sorglega sakamál er framreitt á kolsvartan máta og það gerir Bay ágætlega. Í upphafi virðast tröllin vinaleg en frekar vitlaus. Gamanið kárnar þó þegar á líður og reynast mennirnir vera hin mestu dusilmenni. Ofbeldið er yfirgengilegt og smám saman fer áhorfandinn að óska þess að hetjunum verði stungið í grjótið sem fyrst og sem lengst. Helsti styrkur myndarinnar er leikhópurinn, en þremenningarnir Wahlberg, Johnson og Mackie eru allir frábærir í sínum hlutverkum. Veikleiki hennar er lengdin, en sagan er ekki það bitastæð að hún þurfi meira en tvær klukkustundir til að vera sögð. Þá er húmorinn stundum á kostnað minnihlutahópa og konurnar eru hafðar aðeins til skrauts. Það er eflaust hluti af kúltúr durtanna sem myndin fjallar um en öfgamaðurinn Bay hefur ekki snefil af þeirri sjálfsstjórn sem þarf til að þannig grín verði ekki barnalegt og lummó. Pain & Gain er engu að síður kraftmikil og nokkuð skemmtileg að stærstum hluta.Niðurstaða: Kærkomin hvíld frá vélmennunum, en mætti vera styttri og þéttari. Gagnrýni Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Pain & Gain Leikstjórn: Michael Bay Leikarar: Mark Wahlberg, Dwayne Johnson, Anthony Mackie, Tony Shalhoub. Transformers-kempan Michael Bay fer hér tímabundið úr vélmennum í vöðvatröll, og segir okkur söguna af því þegar hópur vaxtarræktarmanna í Miami píndi aleiguna af auðmanni einum á tíunda áratugnum. Sagan er sem sé sönn, eða í það minnsta byggð á sönnum atburðum. Þetta sorglega sakamál er framreitt á kolsvartan máta og það gerir Bay ágætlega. Í upphafi virðast tröllin vinaleg en frekar vitlaus. Gamanið kárnar þó þegar á líður og reynast mennirnir vera hin mestu dusilmenni. Ofbeldið er yfirgengilegt og smám saman fer áhorfandinn að óska þess að hetjunum verði stungið í grjótið sem fyrst og sem lengst. Helsti styrkur myndarinnar er leikhópurinn, en þremenningarnir Wahlberg, Johnson og Mackie eru allir frábærir í sínum hlutverkum. Veikleiki hennar er lengdin, en sagan er ekki það bitastæð að hún þurfi meira en tvær klukkustundir til að vera sögð. Þá er húmorinn stundum á kostnað minnihlutahópa og konurnar eru hafðar aðeins til skrauts. Það er eflaust hluti af kúltúr durtanna sem myndin fjallar um en öfgamaðurinn Bay hefur ekki snefil af þeirri sjálfsstjórn sem þarf til að þannig grín verði ekki barnalegt og lummó. Pain & Gain er engu að síður kraftmikil og nokkuð skemmtileg að stærstum hluta.Niðurstaða: Kærkomin hvíld frá vélmennunum, en mætti vera styttri og þéttari.
Gagnrýni Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira