Pína og peningar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. júní 2013 11:00 Leikararnir Wahlberg, Johnson og Mackie bera myndina Pain & Gain uppi að sögn gagnrýnanda. Pain & Gain Leikstjórn: Michael Bay Leikarar: Mark Wahlberg, Dwayne Johnson, Anthony Mackie, Tony Shalhoub. Transformers-kempan Michael Bay fer hér tímabundið úr vélmennum í vöðvatröll, og segir okkur söguna af því þegar hópur vaxtarræktarmanna í Miami píndi aleiguna af auðmanni einum á tíunda áratugnum. Sagan er sem sé sönn, eða í það minnsta byggð á sönnum atburðum. Þetta sorglega sakamál er framreitt á kolsvartan máta og það gerir Bay ágætlega. Í upphafi virðast tröllin vinaleg en frekar vitlaus. Gamanið kárnar þó þegar á líður og reynast mennirnir vera hin mestu dusilmenni. Ofbeldið er yfirgengilegt og smám saman fer áhorfandinn að óska þess að hetjunum verði stungið í grjótið sem fyrst og sem lengst. Helsti styrkur myndarinnar er leikhópurinn, en þremenningarnir Wahlberg, Johnson og Mackie eru allir frábærir í sínum hlutverkum. Veikleiki hennar er lengdin, en sagan er ekki það bitastæð að hún þurfi meira en tvær klukkustundir til að vera sögð. Þá er húmorinn stundum á kostnað minnihlutahópa og konurnar eru hafðar aðeins til skrauts. Það er eflaust hluti af kúltúr durtanna sem myndin fjallar um en öfgamaðurinn Bay hefur ekki snefil af þeirri sjálfsstjórn sem þarf til að þannig grín verði ekki barnalegt og lummó. Pain & Gain er engu að síður kraftmikil og nokkuð skemmtileg að stærstum hluta.Niðurstaða: Kærkomin hvíld frá vélmennunum, en mætti vera styttri og þéttari. Gagnrýni Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Pain & Gain Leikstjórn: Michael Bay Leikarar: Mark Wahlberg, Dwayne Johnson, Anthony Mackie, Tony Shalhoub. Transformers-kempan Michael Bay fer hér tímabundið úr vélmennum í vöðvatröll, og segir okkur söguna af því þegar hópur vaxtarræktarmanna í Miami píndi aleiguna af auðmanni einum á tíunda áratugnum. Sagan er sem sé sönn, eða í það minnsta byggð á sönnum atburðum. Þetta sorglega sakamál er framreitt á kolsvartan máta og það gerir Bay ágætlega. Í upphafi virðast tröllin vinaleg en frekar vitlaus. Gamanið kárnar þó þegar á líður og reynast mennirnir vera hin mestu dusilmenni. Ofbeldið er yfirgengilegt og smám saman fer áhorfandinn að óska þess að hetjunum verði stungið í grjótið sem fyrst og sem lengst. Helsti styrkur myndarinnar er leikhópurinn, en þremenningarnir Wahlberg, Johnson og Mackie eru allir frábærir í sínum hlutverkum. Veikleiki hennar er lengdin, en sagan er ekki það bitastæð að hún þurfi meira en tvær klukkustundir til að vera sögð. Þá er húmorinn stundum á kostnað minnihlutahópa og konurnar eru hafðar aðeins til skrauts. Það er eflaust hluti af kúltúr durtanna sem myndin fjallar um en öfgamaðurinn Bay hefur ekki snefil af þeirri sjálfsstjórn sem þarf til að þannig grín verði ekki barnalegt og lummó. Pain & Gain er engu að síður kraftmikil og nokkuð skemmtileg að stærstum hluta.Niðurstaða: Kærkomin hvíld frá vélmennunum, en mætti vera styttri og þéttari.
Gagnrýni Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira